IX.
Og Abímelek son Jerúbbaal fór til Síkem til sinna móðurbræðra og talaði við þá og við alla sína ættmenn af síns móðurföðurs húsi og sagði: [ „Eg bið yður að tala fyrir almúgans eyrum í Sikím: Hvert mun heldur betra vera fyrir yður að sjötígi menn, allir synir Jerúbbaal, sé herrar yfir yður eða að einn maður verði yðar herra? Hugsið og um það að eg er yðar hold og bein.“
Þá töluðu hans móðurbræður öll þessi orð um hann fyrir allra manna eyrum í Sikím. Og þeirra hjörtu hneigðust til Abímelek því þeir hugsuðu með sér: „Hann er vor bróðir.“ Og þeir gáfu honum sjötígi silfurpeninga af húsi Baal Berit og Abímelek leigði sér með þessu fé umhleypingsmenn sem honum eftirfylgdu. [ Og hann kom í síns föðurs hús í Ofra og drap sína bræður, syni Jerúbbaal, sjötígi menn yfir einum steini. En Jótam, yngsti son Jerúbbaal, komst undan því hann var geymdur. [
En allir menn af Sikím og allur almúgi af Milló húsi söfnuðust saman, fóru til og hylltu Abímelek til kóngs hjá þeirri stóru eik sem stóð í Sikím.
Sem Jótam frétti þetta gekk hann burt og fór upp á hæsta hvirfil fjallsins Grísím, upphóf sína raust, hrópaði og sagði til þeirra: „Þér menn í Sikím, heyrið mig og mun Guð heyra yður. Skógartrén fóru að vígja einn kóng yfir sig og þau sögðu til viðsmjörstrésins: Vert þú vor kóngur. Viðsmjörstréð svaraði: Skal eg yfirgefa minn feitleika sem bæði Guðir og menn heiðra í mér og fara að eg sveimi upp yfir skógartrjám? Þá sögðu trén til fíkjutrésins: Kom þú og tak ríki yfir oss. En fíkjutréð svaraði þeim: Skal eg yfirgefa minn sætleika og minn góða ávöxt og fara og hræra mig yfir trén? Þá sögðu trén til vínviðarins: Kom þú og bjóð yfir oss. Vínviðurinn svaraði þeim: Skal eg fyrirláta mitt vín sem gleður bæði Guði og menn og fara til að upphefja mig yfir skógtré? Þá sögðu öll trén til þyrnitrésins: Kom þú og vert vor yfirkóngur. Og þyrnibuskurinn svaraði trjánum: Er það víst að þér viljið vígja mig til kóngs yfir yður? Svo komið hingað og hafið traust undir mínum skugga. Vilji þér ekki það þá komi eldur af þyrnibuskinum og eyði þeim sedrusviðum í Líbanon.
Hafi þér nú réttilega og ærlega gjört að þér hafið hyllt og til kóngs tekið Abímelek og hafi þér nú og vel gjört við Jerúbbaal og hans hús og hafi þér nú goldið honum maklega umbön fyrir sína góðgjörninga að minn faðir barðist fyrir yður og lagði sitt líf í háska fyrir yður að hann frelsti yður af valdi þeirra Madianitis? Og þér setjið yður nú upp í dag á móti míns föðurs húsi og drápuð hans eigin sonu, sjötígi menn á einum steini, en tókuð yður til kóngs þann Abímelek sem að var hans ambáttarsonur yfir þá menn í Síkem af því að hann er yðar bróðir.
Nú, ef þér hafið gjört réttilega og ærlega við Jerúbbaal og við hans hús á þessum degi þá fagnið með Abímelek og sé hann og glaður með yður. En hafi þér þetta rangt gjört þá (mæli eg um) komi eldur af Abímelek og uppbrenni byggendur Síkem og Milló, síðan komi og eldur af Sikím og Milló og uppbrenni Abímelek.“ Eftir þetta flýði Jótam og veik sér afvega og gekk til Ber og bjó þar sökum síns bróðurs Abímelek.
En sem Abímelek hafði ríkt yfir Ísrael í þrjú ár þá sendi Guð einn sundurþykkisanda á millum Abímelek og byggðarmanna í Síkem. [ Því að þeir í Síkem átöldu Abímelek og brugðu honum um hans illsku og vanart sem hann hafði framið í móti þeim sjötígi sonum Jerúbbaal og lögðu Abímelek til hans bræðra blóð hverja hann hafði drepið og þeir menn í Síkem, þeir sem hans hönd höfðu tilstyrkt að hann drap svo sína bræður. Og þeir af Síkem gjörðu sér eitt fyrirsátur á fjallinu og ræntu þá alla sem ferðuðust þann veg hjá þeim. Og þetta var undirvísað Abímelek.
Þar var einn mann sem hétt Gaal son Ebed, hann kom með sínum bræðrum og dró í Síkem. [ En þeir byggðarmenn í Síkem treystu á hann og drógu út á akrana, brutu niður víngarða, tráðu undir fótum vínþrúgur og slógu upp dans og gengu inn í síns Guðs hús, átu og drukku og formæltu Abímelek. En Gaal son Ebed sagði: „Hver er Abímelek og hvað er Síkem að vér skulum þjóna honum? Er hann ekki son Jerúbbaal og hefur sett sinn þénara Sebúl hér yfir Hemor föður Síkem? Því skulu vér þjóna honum? Guð gæfi að fólkið væri undir minni hönd so að eg mætti útdrífa þennan Abímelek.“
Og nokkur sagði til Abímelek: „Safna liði að þér og drag út.“ [ Því að Sebúl höfðingi í staðnum, þá hann heyrði orð Gaal sonar Ebed þá uppkveiktist hann af reiði og sendi Abímelek boð á laun og lét segja honum: „Sjá þú, Gaal son Ebed og hans bræður eru komnir í Síkem og hafa gjört staðinn þér mótsnúinn. So tak þig upp nú strax á þessari nótt og það fólk sem hjá þér er og gjör þér eitt leynisátur í mörkinni. Og að morni þegar sól gengur upp þá reið þig til snemmindis og fall yfir staðinn. En ef Gaal og það fólk sem með honum er fer út til þín þá gjör við hann sem þín hönd orkar.“ [
Abímelek stóð upp snemma um nóttina og allt það fólk sem með honum var og settust um Síkem með fjórum fylkingum. Og Gaal son Ebed dró út og gekk í staðarportið. En Abímelek tók sig upp úr launsátrinu og það fólk sem hjá honum var. En sem Gaal sá fólkið sagði hann til Sebúl: „Sjá, þar kemur fólk ofan af hæð fjallsins.“ Þá svaraði Sebúl: „Þú reiknar skugga fjallanna fyrir fólk.“ Gaal talaði enn framar og sagði: „Sjá, þar kemur eitt fólk niður mitt af landinu og einn flokkur kemur af þeim vegi sem liggur hjá þeirri töfraeik.“
Þá sagði Sebúl til hans: „Hvar er nú þinn munnur sem að so sagði: Hver er Abímelek að vér skyldum þjóna honum? Er það ekki það fólk sem þú forsmáðir? Far nú út og halt bardaga við hann.“ Gaal fór út fyrir borgarmönnum Síkem og hélt bardaga með Abímelek. En Abímelek varð honum yfirsterkari svo að Gaal hélt á flótta undan honum. Og margt af fólkinu féll í hel slegið allt að borgarhliði. Og Abímelek var í Aróma. En Sebúl útrýmdi Gaal og hans bræður so þeir máttu ekki vera í Síkem.
Að morni gekk fólkið út í mörkina af Síkem. Og sem það var undirvísað Abímelek þá tók hann sitt fólk til samans og skipti því í þrjá flokka og gjörði eitt launsátur í mörkinni. En sem hann sá nú að fólkið gekk út af staðnum þá féll hann yfir þá og sló þá. En Abímelek og þeir flokkar sem voru með honum yfirféllu þá og fóru allt að borgarhliði. En þeir tveir flokkar yfirféllu þá alla sem úti voru í mörkinni og slógu þá. Síðan stríddi Abímelek á staðinn allan þann dag og vann hann en drap allt það fólkið sem í staðnum var, niðurbraut staðinn og sáði salti þar yfir.
En sem þeir menn sem voru í turninum Síkem heyrðu það gengu þeir inn í kastala síns afguðs, hús Berit. [ Og sem Abímelek heyrði það að allir menn í turninum í Síkem höfðu samansafnast þá gekk hann upp á fjallið Salmón með allan sinn her, þeim sem með honum var, og hann tók eina öxi í sína hönd og hjó kvistu af trjánum og lagði sér á herðar og sagði til alls þess fólks sem var með honum:
„Hvað þér sjáið mig gjöra þá gjörið strax það sama.“ [ Þá hjó hver maður kvistu af trjánum og fylgdu Abímelek og báru þetta að kastalanum þangað sem fólkið var flúið og kveiktu eld þar í so að allir þeir menn sem voru í turninum í Síkem drápust, nær þúsundir kallmenn og konur.
Síðan dró Abímelek til Tebes og settist um hana og vann hana. En þar var einn fastur turn mitt í borginni, þangað flúðu allir menn og kvinnur og allir þeir borgarmenn sem í staðnum voru og luktu dyrnar eftir sér og stigu síðan upp á húsaþakið kastalans. Þá lagði Abímelek að þessum turni og stríddi á hann. Og hann gekk að dyrunum á turninum til að uppbrenna turninn með eldi. En ein kvinna kastaði einu kvernarsteinsbroti í Abímelek höfuð og braut hans hausskel í sundur. Þá kallaði Abímelek sem skjótast sinn skjaldsvein og sagði til hans: „Drag út þitt sverð og slá mig í hel so að eigi segist að ein kvinna hafi drepið mig.“ [ Sveinninn gjörði sem hann bað og drap hann.
En sem þeir Israelite sem voru með honum sáu að Abímelek var dauður þá gekk hver til síns heimkynnis. Svo bitalaði Guð Abímelek það ið vonda sem hann hafði gjört sínum föður að hann drap sína sjötígi bræður. Sömuleiðis lét Guð koma allt það hið vonda yfir Síkemsmenn það þeir höfðu gjört. Og forbænir Jótam sonar Jerúbbaal komu yfir þá.