VII.

Eftir þetta tók sig upp Jerúbbaal, það er Gideon, og stóð upp snemma morguns og allt það fólk sem með honum var og setti sínar herbúðir hjá þeim brunni Harad so hann hafði her þeirra Madianiter norður frá sér á bak við þá hæð sem þeir héldu sitt varðhald í dalnum. Og Drottinn sagði til Gideon: „Þú hefur ofmargt fólk með þér að eg skuli gefa Madian í þeirra hendur. Ísrael mætti upphefja sig á móti mér og segja: Míns sjálfs hönd hefur frelsað mig. Þar fyrir láttu úthrópa fyrir fólksins eyrum og segja: Hver sem hann hræddur er og ódjarfur, hann snúi aftur og skundi strax frá Gíleaðfjalli.“ Þá sneru aftur af fjallinu tvær þúsundir og tuttugu manna svo eigi varð eftir meir en tíu þúsundir manna.

Og Drottinn sagði til Gideon: „Enn er fólkið ofmargt. Lát það fara til þess vats sem liggur fyrir þér, þar vil eg reyna þá. Og um hvern eg segi þér að hann skuli fara með þér þá tak hann með þér í bardagann en til hvers að eg segi þér hann skuli ekki með fara, hann skal og ekki fara með þér.“ Og hann færði fólkið til vatsins. Og Drottinn sagði til Gideon: „Hver sá sem lepur vatnið með sinni tungu sem einn hundur lepur, þeim skalt þú skipa sér í lagi og so hver sá sem fellur á sín kné og drekkur svo.“ Og þeirra tala sem vatnið höfðu lapið af sínum höndum með munninum var þrjú hundruð manns en allt annað fólkið féll á sín kné og drakk. Og Drottinn sagði til Gideon: „Með þessum þremur hundruðum manna sem vatnið hafa lapið vil eg frelsa yður og gefa Madianitis í þínar hendur. En lát það allt annað fólk fara til sinna heimkynna.“

Og þeir tóku vistir með sér handa fólkinu og so sínar basuner. En þá alla aðra Ísraelíta lét hann fara frá sér, hvern til síns heimilis. Og hann reiðubjó sig strax með þau þrjú hundruð manns. Og her þeirra Madianiter lá þar ofan frá í nokkru dallendi. Og Drottinn sagði til hans á þeirri samri nótt: „Statt upp og gakk ofan í herbúðirnar því eg hefi gefið þá í þínar hendur. En ef þú óttast að fara ofan þá lát þinn svein Púra fara með þér í herbúðirnar so þú megir heyra hvað þeir segja. [ Og eftir það skalt þú með magt draga niður til þeirra herbúða.“ Síðan gekk Gideon með sínum þénara Púra niður til þess staðar sem þeir héldu skjaldvörð sem í herbúðunum voru. En Madianiter og Amalechiter og allir af austurlandinu höfðu lagt sig niður í láglendið svo margir sem óteljanlegar engisprettur og þeirra úlfaldar voru so margir að ekki mátti tölu á koma, eins og sandur á sjávarströndu.

En sem Gideon kom nú þangað, sjá, þá sagði einn öðrum sinn draum og sagði: „Sjá, mig dreymdi. Mér þótti að eitt öskubakað byggbrauð velti sér að her þeirra Madianiter. Og sem það kom að landtjaldinu þá sló það það niður og kollvelti því svo það neðsta varð upp á og landtjaldið lá flatt.“ Þá svaraði hinn annar: „Það er ekki neitt annað en sverð Gedeonis sonar Jóas þess Ísraelíta. Guð hefur þá Madianiter í hans hendur gefið og þennan allan her.“

En sem hann heyrði svoddan einn draum framsagðan og hans útlagning þá baðst hann fyrir og kom aftur til síns hers Ísraels og sagði: „Takið yður upp því Drottinn hefur gefið her þeirra Madianiter í yðar hendur.“ Og hann skipti þessum þrim hundruðum manns í þrjá flokka og fékk sérhverjum einn lúður í sína hönd og tóma krús og blys þar út í og sagði til þeirra: „Horfið á mig og gjörið líka svo. Og sjáið, þegar eg kem þangað að sem herinn er þá gjörið eins og eg gjöri að þá eg þeyti lúðurinn og allir þeir sem með mér eru þá skulu þér og þeyta yðar lúðra í kringum allan herinn og segið: „Drottinn og Gideon!“

Svo kom Gideon og þeir hundrað menn með honum að þeim stað sem herinn var að því fyrsta varðhaldi sem þar var skikkað og uppvöktu þá og blésu í sínar basuner og slógu krúsirnar í sundur í sínum höndum. Og allir þessir þrír flokkar blésu í sínar basuner í einu og brutu í sundur krúsirnar en héldu á blysunum í sínum vinstri höndum en lúðrunum í sínum hægri höndum sem þeir blésu í og gjöruðu eitt heróp og sögðu: „Hér sverð Drottins og Gideons!“ Og hver um sig stóð í sínum sama stað í kringum herinn. En allur herinn tók til hlaups, kallaði og flýði. [ Og sem þessir þrjú hundruð manns þeyttu sínar basuner þá skikkaði Guð því svo að sérhvers sverð snerist í gegn öðrum um allan herinn. Og herinn flýði til Bet Sitta Seredata allt að því víðlendi Mekóla landamerkja hjá Tabat. Og Ísraelsfólk af Neftalí, af Asser og af öllum Manasse hrópaði og rak flóttann og sótti eftir Madianitis.

Og Gideon sendi boð um allar fjallbyggðir Efraíms og lét segja þeim: „Farið ofan í móti þeim Madianitum og inntakið fyrir þeim vöðin allt til Bet Bara og Jórdan.“ Þá kölluðu allir þeir sem voru af Efraím og bönnuðu þeim vatnið inn til Bet Bara og Jórdan. Og þeir gripu tvo af þeim Madianitis höfðingjum, Óreb og Seb, og drápu Óreb á þeim steini sem þeir kölluðu Óreb og Seb í þeirri þrúgu Seb og ráku flóttann þeirra Madianitis en færðu höfuðin af Óreb og Seb til Gideon yfir um Jórdan. [