XX.

Eftir þetta drógu Ísraelssynir út og söfnuðust saman svo sem einn maður væri frá Dan og allt til Berseba og af landi Gíleað til Drottins í Mispa. Og þeir yppustu af því öllu fólki sem var fyrir allri Ísraelsætt gengu til samans í Guðs samkundu, fjögur hundruð þúsund manns fótgöngulið sem útdrógu sverð. En synir Benjamín heyrðu að Ísraelssynir voru komnir til Mispa. Og Ísraelssynir sögðu: „Segið fram hvernin þetta vonda verk er skeð.“

Þá svaraði Levítinn þeirrar kvinnu bóndi sem að drepin var og sagði: „Eg kom í Gíbea í Benjamín með minni kvinnu að vera þar um nótt. [ Þá risu borgarmenn Gíbea upp í móti mér og spenntu mig í húsinu um nóttina og ötluðu að drepa mig; þeir skömmuðu mína konu svo að hún dó. Síðan tók eg hana og skipti henni í stykki og sendi eg þau út um alla Ísraels landareign því þeir höfðu gjört einn skammarhlut og heimskupar í Ísrael. Sjá, þér eruð nú allir Israelissynir, ráðgist um og gjörið nokkuð hér til.“

Eftir þetta tilbjó sig allt fólkið svo sem einn maður væri og sagði: „Þar skal enginn maður fara til síns heimilis og eigi hverfa aftur í sitt hús heldur viljum vér nú þetta gjöra við Gíbea: Vér skulum taka hluti og telja tíu menn af hundraði og hundrað af þúsund og þúsund af tíu þúsundum af öllum Israelis ættkvíslum að þeir safni fæðslum handa fólkinu svo að það fari og gjöri við Gíbea Benjamín eftir því sem þeirra skammarlegt verk er og þeir hafa framið í Ísrael.“ [ Síðan safnaðist allur Israelis her í mót Gíbeon líka sem einn maður væri og tóku sig saman.

Og Israelis ættkvíslir sendu menn til alls Benjamíns kynþáttar og létu segja þeim: ,Því er soddan skemmdarverk skeð hjá yður? Framseljið þá menn sem þessa skömm hafa gjört í Gíbea svo vér megum slá þá í hel og í burt taka svo það hið vonda af Ísrael.“

En synir Benjamín vildu ekki hlýða raust sinna bræðra Ísraelssona heldur komu þeir saman af borgunum til Gíbea og vildu berjast við Israelissonu. [

En synir Benjamín voru taldir af stöðunum sex og tuttugu þúsund manns sem færir voru í stríð fyrir utan þá borgarmenn Gíbea sem voru að tölu sjö hundruð einvala liðs. Og í þessum hersfjölda voru sjö hundruð menn útvaldir sem voru aurvhentir og jafntamir á báðar hendur og voru so tamir á slöngur að þeir hæfðu eitt hár á mannshöfði so þeim brást það ekki.

En þeir af Ísrael (fyrir utan þá sem voru af Benjamín) voru taldir fjögur hundruð þúsund manns sem báru sverð og færir voru til bardaga. Ísraelssynir gengu upp til Guðs húss og spurðu Guð ráða og sögðu: „Hver skal vera vor höfðingi og heyja bardaga þennan í móti sonum Benjamín?“ Drottinn sagði: „Júda skal vera yðar höfðingi.“ Og Ísraelssynir bjuggu sig til árla morguns og settu sínar herbúðir fyrir Gíbea. Og hver maður af Ísrael gekk út að berjast við Benjamín og þeir skipuðu sér í fylkingar til að stríða á Gíbea. Þá féllu Benjamínsynir út af staðnum og felldu á þeim degi af Ísrael tvær og tuttugu þúsundir manna. [

En Ísraelsfólks her efldu styrk og bjuggust aftur til bardagans í þeim sama stað sem þeir höfðu viðbúið hinn fyrra dag. Og Ísraelssynir gengu upp og grétu fyrir Drottni allt til kvelds. Og þeir aðspurðu Drottin og sögðu: „Skulu vér framar meir fara að berjast við sonu Benjamín, vora bræður?“ Drottinn svaraði: „Farið upp í móti þeim.“ Og sem Israelislýður dró í mót sonum Benjamín þann annan dag þá féllu Benjamín út af Gíbea á þeim degi í móts við þá og slógu enn átján þúsundir manna af Ísraelssonum, alla vopnfæra menn. [

Eftir þetta fóru allir Israelissynir upp og allt fólkið og komu til Guðs húss og grétu og voru þar fyrir Drottni og föstuðu þann dag til kvelds og offruðu brennifórnum og þakklætisoffri fyrir Drottni. Og Ísraelssynir aðspurðu Drottin (en sáttmálsörk Drottins var í þeim stað á þeim tíma og Píneas son Eleassar sonar Aron stóðu fyrir Drottins húsi á þeim tíma) og þeir sögðu: „Skulu vér enn lengur fara að berjast við sonu Benjamín, vora bræður, eða skulum vér af láta?“ Drottinn sagði: „Dragið upp í móts við þá því að á morgun vil [ eg gefa þá í yðar hendur.“

Og Israelissynir settu launsátur um Gíbea. So dró Ísraelsher á þeim þriðja degi á móti Benjamín og bjuggust að stríða á Gíbea, eins svo sem áður tvisvar. Þá fóru synir Benjamín út á móts við herinn og gáfu sig frá staðnum og tóku til að slá og særa nokkra menn af fólkinu so sem þeir gjörðu áður fyrri tvær reisur út í markinni á tvo vegu, sá eini liggur til Betel en annar til Gíbea, og slógu nær þrjátígi menn af Ísrael. Þá hugsuðu synir Benjamín: „Þeir falla fyrir oss so sem fyrr.“ En Ísraelssynir sögðu: „Flýjum vér so að vér megum lokka þá frá staðnum út á veguna.“

Síðan bjóst Ísraelsfólk, hver og einn af sínum stað, bjuggu sig til bardaga í Baal Tamar. Og það Israelis stríðsfólk sem í launsátrinu lá kom fram af sínum stað af þeim hellir Gaba og komu til Gíbea tíu þúsund manna, valdasta lið af öllum Ísrael, svo að þar varð harður bardagi. En þeir vissu ekki að ólukkan stóð fyrir þeim. So sló Drottinn Benjamín fyrir Ísraelssonum svo að Ísraelssynir drápu á þeim degi fimm og tuttugu þúsundir og hundrað menn af Benjamín, allt kaska stríðsmenn. [

En sem þeir Benjamiter sáu fall sinna manna þá gáfu Israelissynir þeim rúm því þeir treystu upp á það launsátur sem þeir höfðu sett til baka hjá Gíbea. Og þeir í launsátrinu hlupu á borgina og slógu hennar alla innbyggjara með sverðseggjum.

En Ísraelsmenn og þeir sem í launsátrinu voru höfðu merki sett með sér að þeir sem í leyndum voru skyldu falla yfir þá með sverði þá reykurinn gæfi sig upp af staðnum.

En sem þeir í Ísrael snerust við í bardaganum og Benjamín sló það sem fyrir varð og særðu þrjátígi menn af Ísrael og hugsuðu: „Þeir liggja fallnir fyrir oss svo sem fyrr“ – í þessu bili kom upp reykur af staðnum. Og Benjamín snerist við og, sjá, að reykinn og logann af staðnum lagði upp í himininn.

Og Ísraelslýður snerist við og börðust með öllu megni í mót Benjamitis. Og er Benjamite sáu það sneru þeir á flótta undan Ísrael á þann veg sem liggur til eyðimerkur en þeir sóttu eftir þeim. [ Svo komu og þeir sem borgina höfðu brennt og fordjörfuðu þá og slógu á allar síður. Og þeir umkringdu Benjamín og eltu þá allt til Menúa og felldu þá allt austur að Gíleað og þar féll af Benjamín átján þúsund manna, þeir eð allir voru vígkænir stríðsmenn.

Þá sneru sér hinir aðrir á flótta til eyðimerkur að því bjargi Rimmón. Og á þeim sama degi slógu þeir fimm þúsund manna og þeir sóttu eftir þeim til Gídeóm og slógu enn af þeim tvær þúsundir manns. So að á þeim degi féllu af Benjamín fimm og tuttugu þúsundir, vopnfærir og villdustu stríðsmenn. [ Ein sex hundruð manns flúði undan til eyðimerkur til þess bjargs sem kallast Rimmón og voru þar fjóra mánuði. Og Ísraelsmenn komu aftur til sona Benjamín og slógu það sem í borginni var með sverðseggjum, bæði fólk og fénað og allt það sem þar fannst inni, og allar borgir í Benjamín brenndu þeir á björtu báli.