Liber Judicum
Dómaranna bók
I.
Eftir andlát Jósúa leituðu Ísraelssynir ráðs til Drottins og sögðu: „Hver á meðal vor skal vera vor hershöfðingi á móti þeim Cananeis?“ Drottinn svaraði: „Hann skal Júda vera. Sjáið, eg hefi gefið landið í hans hendur.“ Þá sagði Júda til síns bróðurs Símeon: „Far upp með mér í mitt hlutskipti og brejunst við Cananeum. Síðan vil eg reisa með þér í þitt hlutskipti.“ Og Símeon fór með honum.
Og sem Júda fór upp þá gaf Drottinn þá Cananiter og Pheresiter í þeirra hendur og þeir slógu í Besek tíu þúsund manns. Og þeir fundu Adóm Besek í þeim stað sem kallaðist Besek og börðust við hann og slógu þá Cananiter og Pheresiter. [ En Adóní Besek flýði og þeir sóttu eftir honum. Og þá þeir náðu honum hjuggu þeir af honum hans þumalfingur og þumaltær, af höndum og fótum. Þá sagði Adóní Besek: „Sjötígi kóngar með afhöggnum þumaltám á höndum og fótum hafa samanlesið matleifar undir mínu borði. Líka sem eg hefi gjört öðrum svo hefur Guð látið endurgjalda mér.“ Og þeir fluttu hann til Jerúsalem. Þar andaðist hann.
En Júdasynir stríddu á Jerúsalem og unnu hana og slógu hennar innbyggjara með sverðseggjum og settu eld í borgina. [ Og eftir það ferðuðust Júdasynir ofan og börðust við þá Cananiter sem bjuggu á fjallbyggðum og í suðurátt og einnin í dallöndunum.
Og Júda dró í mót þeim Cananitis sem bjuggu í Hebron (en Hebron kallaðist í fyrri tíð Kirjat Arba) og sló Sesaí og Ahínam og Talmaí. Og hann ferðaðist þaðan mót þeim innbyggjurunum í Debír (en Debír kallaðist forðum Kirjat Sefer). Og Kaleb sagði: „Hver sá sem slær og vinnur Kirjat Sefer, þeim skal eg gefa mína dóttir Aksa til eiginkvinnu.“ [ En Atníel sonur Kenas, Kaleb yngsti bróðir, yfirvann borgina og hann gaf honum sína dóttir Aksa til eiginkvinnu. [ Og það skeði so þá hún ferðaðist heim var henni ráðlagt að hún skyldi biðja eins akurlendis af sínum föður. Og hún féll af asnanum. Kaleb hennar faðir sagði þá til hennar: „Hvað brestur þig?“ Hún svaraði: „Gef mér eina blessan því að þú hefur gefið mér eitt þurrlendi. Gef mér og vökvaða jörð.“ Þá gaf hann henni vökvaða jörð bæði ofarlega og neðarlega.
Og þeir Keniter synir sem var mágur Móses drógu upp frá pálmastöðunum með sonum Júda til Júdaeyðimerkur sem liggur í suður, móts við staðinn Arad, og fóru þangað og bjuggu hjá því fólki. [
En Júda ferðaðist með sínum bróður Simeone og þeir slógu þá Cananiter í Sefat og foreyddu þeim og kölluðu staðina Harma. Hér með vann Júda Gassa með því sem henni fylgdi og Asklon með því sem henni tilheyrir og Ekron með því sem henni tilheyrði. Og Drottinn var með Júda so að hann eignaðist allar fjallbyggðir. Því að þá gat hann ekki yfirunnið sem í dölunum bjuggu því að þeir höfðu járnvagna. Kaleb gáfu þeir Ekron sem Móses hafði sagt og hann útrýmdi þaðan þrjá sonu Enakím.
En synir Benjamín útdrifu ekki þá Jebusiter sem að bjuggu í Jerúsalem heldur bjuggu Jebusiter í Jerúsalem hjá Benjamín allt til þessa dags.
So og fóru synir Jósef upp til Betel og Drottinn var með þeim. Og þeir af Jósefs húsi njósnuðu um Betel (hver að kallaðist í fyrri tíð Lús) og varðhaldsmennirnir fundu einn mann af staðnum ganganda og sögðu til hans: „Vísa þú oss hvar vér megum komast í borgina, þá viljum vér sýna þér miskunn.“ En sem hann hafði vísað þeim þar þeir máttu í staðinn koma þá slógu þeir staðarins innbyggjara með sverðseggjum, utan þennan mann með sinni ætt létu þeir frjálsan fara. Og sá hinn sami maður fór í land þeirra Hetiters og byggði þar einn stað og kallaði hann Lús. Svo kallast hann allt til þessa dags.
Og Manasse afmáði ekki Bet Seam með sínum dætrum, eigi heldur Taenakk með sínum dætrum og eigi þá sem bjuggu í Dór með hennar þorpum, eigi heldur þá innbyggjara í Jebleam með hennar þorpum, eigi heldur þá sem bjuggu í Megíddó með hennar þorpum. Og Cananiter tóku til að búa í landinu. En sem Ísrael efldist að styrk þá gjörðu þeir Cananita skattgilda undir sig og útdrifu þá ekki.
Efraím útdrifu eigi heldur þá Cananeos sem bjuggu í Gaser heldur létu þá búa hjá sér í Gaser. Sebúlon útdreif og ekki heldur þá innbyggjara í Kitrón og Nahalóí heldur bjuggu Cananiter hjá þeim og voru skattgildir.
Asser útdreif eigi heldur þá innbyggjara í Akó, eigi heldur þá innbyggjara í Sídon, í Ahelab, í Aksíb, í Helba, í Apík og í Rehób, heldur bjuggu synir Asser með þeim Cananitum sem voru í landinu því þeir útrýmdu þá ekki.
Neftalí útrýmdi eigi heldur þá innbyggjara í Bet Semes, ei heldur þá í Bet Ana, heldur bjuggu þeir með Cananitum sem voru í landinu. En þeir í Bet Semes og í Bet Anat voru skattgildir.
Og þeir Amorítar þrengdu sonum Dan á hæðunum og leyfðu þeim ekki að koma ofan í dallendið. Og þeir Amorítar tóku til að búa á því fjalli sem kallast Heres í Ajalon og í Saalbím. Þó urðu þeirra hendur af Jósefs húsi þeim þungar og skattgiltu þá. En landamerki þeirra Amoritarum voru þar sem uppliggur til Akrabím frá steininum og frá hæðinni.