IX.

Á fyrsta ári Daríus sonar Assveri af slekti þeirra í Meden, hver eð konungur varð yfir ríkjum þeirra Chaldeis, á því sama fyrsta árinu hans ríkisstjórnar hugða eg Daníel að í bókunum að þeirri áratölu sem Drottinn hafði talað til prophetans Jeremía það Jerúsalem skyldi sjötígi ár í eyði liggja. [ Og eg sneri mér til Drottins míns Guðs að biðja hann og grátbæna meður föstum í sekk og ösku. En eg bað so til Drottins míns Guðs, viðurkenndi og sagði:

„Ó Guð Drottinn minn, þú hinn mikli og hræðilegi Guð, haldandi sáttmálann og miskunnsemi viður þá sem þig elska og þín boðorð varðveita. [ Vér höfum syndgast og gjört illa, vér höfum verið óguðlegir og fallið frá þér og höfum brotið af þínum boðorðum og réttlætisdómum. Vér hlýddum ekki þínum þénurum spámönnunum þeir eð í þínu nafni prédikuðu vorum konungum, höfðingjum, forfeðrum og öllu fólki í landinu. Þú, Drottinn, ert réttlátur en vér megum skammast vor so sem að nú gengur það þeim í Jerúsalem og öllum Ísrael, bæði þeim sem nærri og fjarri eru í öllum löndum, þangað eð þú hefur í burt rekið þá fyrir þeirra misgjörninga sakir sem þeir höfðu á móti þér brotið. Já Drottinn, vér sjálfir, vorir konungar og höfðingjar og vorir forfeður hljótum nú að skammast vor fyrir það vér höfum á móti þér brotið. [ En þín, Drottinn vor Guð, er miskunnsemin og fyrirgefningin. Því að vér fráféllum og eftirfylgdum ekki raust Drottins Guðs vors so það vér gengum í hans lögmáli hvert eð hann lagði fyrir oss fyrir sína þénara spámennina heldur allt Ísraelsfólk braut af þínu lögmáli og hneigðist þar í frá so að það eftirfylgdi ekki þinni raust.

Þar fyrir kemur einnin yfir oss sú bölvan og fyrirmæling sem skrifuð er í lögmálsbók Moysi Guðs þjónustumanns að vér höfum syndgast á móti honum. [ Og þau sín orð hefur hann haldið sem hann hefur talað í móti oss og vorum landsdómurum þeir eð oss áttu að dæma, það hann hefur so mikla ógæfur yfir oss koma látið það hennar líki er ekki skeður undir öllum himni so sem það skeð er yfir Jerúsalem. Eins líka so sem að það skrifað stendur í Moyses lögmáli líka so er öll þessi hin mikla ógæfa yfir oss komin. So tilbáðum vér og ekki einnin Drottinn vorn Guð svo það vér snerunst í frá vorum syndum og skildum þinn sannleika. Þar fyrir hefur Drottinn einnin vakandi verið meður þessa ógæfu og látið hana yfir oss ganga. Því að Drottinn vor Guð er réttlátur í öllum sínum verkum þeim eð hann gjörir af því vér eftirfylgdum ekki hans raust.

Og nú Drottinn Guð vor, þú sem útleiddir þitt fólk af Egyptalandi með öflugri hendi og gjörðir þér eitt nafn eftir því sem að nú er það: [ Vér höfum syndgast og mjög illa gjört. Ah Drottinn, vegna alls þíns réttlætis, lát nú af þinni reiði og grimmd yfir þinni borg Jerúsalem og þínu hinu heilögu fjalli. Því að vegna vorra synda og fyrir misgjörninga sakir feðra vorra líður Jerúsalem og þitt fólk smán hjá öllum þeim sem hér í kringum eru.

Og nú Guð vor, heyr þú bæn þíns þénara og hans ákallan og álíttu mildilegana þinn helgidóm sem foreyddur er fyrir sakir Drottins. Hneig þú þín eyru, minn Guð, og heyr þú. Upplúk þínum augum og sjá þú hversu það vér erum í eyði lagðir og sú borgin sem eftir þínu nafni er kölluð. Því að vér liggjum fyrir þinni augsýn með voru bænaákalli, ekki fyrir sakir vorra réttlætingar heldur vegna þinnar mikillar miskunnsemi. Drottinn, heyr þú, Drottinn, vertu miskunnsamur, Drottinn, hygg nú að og gjör það og drag það ekki lengur undan, þíns sjálfs vegna, minn Guð, því að þín borg og þitt fólk er nefnt eftir þínu nafni.“

En þá eg nú so talaði og baðst þannin fyrir og viðurkenndi mínar syndir og míns fólks Ísraels og lá á bæn minni fyrir augliti Drottins Guðs míns vegna þess hins heilaga fjallsins míns Guðs, á þeirri sömu stundu þá eð eg so talaði í minni bæn þá flaug sá maður Gabríel þangað hvern að eg hafða áður í sýn séð. Og hann áhrærði mig um tíma kveldoffursins. Og hann undirvísaði mér og talaði við mig og sagði: „Daníel, nú em eg kominn til að undirvísa þér. Því að þann tíð [ þú tókst til að biðja þá útgekk þetta boð og eg kom þar fyrir hingað að eg kunngjöri þér það sama. Því að þú ert kært og mikils metinn. Því hygg nú að so að þú skiljir sjónina.

Sjötígu vikur eru ályktaðar yfir þitt fólk og yfir þína heilögu borg. Þá mun yfirtroðslunni hamlað og syndin fá enda og misgjörningurinn forlíkast og það hið eilífa réttlætið koma og sjónirnar og spádómarnir munu uppfyllast og sá hinn allraheilagasti mun þá smurður verða.

So merk nú og hygg þar að: Í frá þeim tíma nær eð það boð útgengur að Jerúsalem skuli upp aftur byggð verða allt til höfðingjans Christum þá eru sjö vikur og tvær og sextíu vikur. Og strætin og múrveggirnir munu upp aftur byggðir verða, þó á hryggilegum tíma. Og að liðnum þeim tveimur og sextíu víkum þá mun Kristur upprættur verða og [ vera ekki meir.

Og fólkið [ þess höfðingjans mun koma og borgina og þann helgidóminn í eyði leggja so að það mun þá einn enda taka svo sem fyrir annað vatsflóð og allt til enda þess bardaga skal það í eyði blífa.

En mörgum mun hann staðfesta sáttmálann um eina viku og mitt í þeirri vikunni mun fórnfæringin og mataroffrið afleggjast. Og í hjá þeim vængjunum mun standa svívirðing foreyðslunnar og það er so ályktað að það skuli síðan í eyði blífa allt til enda.“