VII.

Á fyrsta ári kóngsins Baltasar í Babýlon vitraðist Daníel einn draumur og sýn í svefni á sæng sinni og hann skrifaði þann draum og samsetti hann með þessum hætti: [ Eg Daníel sá eina sýn á náttartíma og sjá þú, það fjórir vindar undir himninum stormuðu hver á móti öðrum á því hinu mikla sjávarhafinu. Og fjögur dýr mikil komu upp úr sjónum, ekki neitt þó öðru líkt.

Hið fyrsta var líka sem león og hafði vængi sem örn. [ Eg horfði á það þangað til eð vængirnir af því urðu í burt plokkaðir og það varð í burt tekið af jörðu og það stóð upp á sína fætur líka sem maður og því varð eitt mannshjarta gefið.

Og sjá þú, það annað dýrið þar næst var líkt einu bjarndýri og það stóð öðrumegin og hafði í sínum munni meðal sinna tanna þrjár stórar og langar tennur. [ Og til þess hins sama var so sagt: „Statt upp og et mikið kjöt.“

Eftir þetta sá eg og sjá þú, eitt annað dýr líkt einum pardus. [ Það hafði á sínu baki fjóra vængi líka sem fugl og það sama dýrið hafði fjögur höfuð og því varð vald gefið.

Eftir þetta sá eg í þessari sýn á náttartíma og sjá þú, það fjórða dýrið var ógurlegt og hræðilegt og mjög sterklegt og hafði stórar járntennur, át í kringum sig og í sundurmolaði og það hvað afgangs var þá sté það í sundur með sínum fótum. [ Það sama var og mjög ólíkt hinum öðrum dýrunum og hafði tíu horn.

En þá eg leit þau hornin, sjá þú, þá vóx upp á milli þeirra hinna sömu eitt lítið annað lítið horn fyrir hverju það hin fremstu hornin þrjú urðu afbrotin. [ Og sjá þú, það sama horn hafði augu líka sem mannsaugu og munn þann eð talaði mikla hluti.

Svoddan sá eg þangað til að þar urðu dómstólar settir og Hinn gamli settist niður, hvers klæði var hvítt sem snjór og hans höfuðhár so sem táhrein ull. [ Hans dómstóll var sem eldslogi og hjólin þess hins sama loguðu sem eldur og af þess sama augliti gekk út einn langur glóandi geisli. Þúshund sinnum þúsund þjónuðu honum og tíu sinnum hundrað þúshundir stóðu frammi fyrir honum. Dómurinn varð haldinn og bækur upploknar.

Eg skyggnda að vegna þeirra stóru orða sem það hornið talaði. Eg skyggndist að allt þangað til að dýrið varð í hel slegið og þess líkami fyrirfórst og honum varð í eld kastað og magtin þeirra annarra dýranna varð einnin útgjörð. Því að þeim var tími og stund tileinkuð hversu lengi það sérhvert þeirra skyldi vara.

Eg sá í þessari nætursýn og sjá þú, að þar kom einn í skýjum himinsins líka sem mannsins son þangað til Hins gamla og var hafður fyrir hans augsýn. Hann gaf honum magt, heiður og ríki so það honum skyldu þjóna öll lönd, þjóðir og tungumál. Hans vald er eilíft hvert að ekki forgengur og hans ríki hefur öngvan enda.

Eg Daníel óttaðist af þessu og svoddan sjónir þær skelfdu mig. Og eg gekk til eins þeirra sem þar stóðu og bað hann það hann segði mér sanna skýring á öllu þessu. Og hann talaði við mig og sagði mér í frá hvað það merkti: [ „Þessi fjögur hin miklu dýrin eru fjögur kóngaríki sem upp munu koma á jörðu. En heilagir hins hæðsta Guðs munu ríkið undir sig leggja og eignast það um aldir og að eilífu.“

Þar eftir á vildi eg gjarnan hafa vitað sanna vissu út af því fjórða dýrinu hvert eð var allt öðruvís en öll þau hin þrjú og ógurlegt, það er hafði járntennur og eirklær, það át í kringum sig og í sundurmolaði og hitt hvað afgangs var sté það í sundur með sínum fótum, og af þeim tíu hornunum á þess höfði og af því öðru sem þar vóx upp, fyrir hverju það þrjú hornin af féllu, og af því sama horninu sem augun hafði og þann munninn sem mikla hluti talaði og það meira var þeim sem hjá því voru. Og eg sá það sama horn berjast í móti heilögum og yfirvann þá þangað til sá Hinn gamli kom og hélt dóm fyrir þá heilögu Hins hæðsta og sá tími kom það hinir heilögu tóku ríkið undir sig.

Hann sagði líka so: „Það fjórða dýrið mun vera það fjórða ríkið á jörðu hvert eð megtugra mun verða en hin öll önnur ríkin. [ Það sama mun öll lönd svelgja, undirtroða og sundurmerja. En þau tíu hornin merkja tíu [ kónga sem út af því sama ríkinu munu uppkoma. En eftir þá hina sömu mun einn annar upp koma og sá mun megtugri vera þeim hinum fyrrum og hann mun þrjá konunga undirleggja. Hann mun tala guðlastan á móti Hinum hæsta og foreyða heilögum Hins hæðsta og mun ásetja sér að umbreyta tímum og lagasetningum. En þeir munu í hans hendur oforseldir verða um einn tíma og nokkra tíma og einn hálfan tíma.

Þar eftir á mun dómurinn haldinn verða. Þá mun hans magt í burt tekin verða so það hann niður í grunn afmáður og forglataður verði. En ríkið, valdið og magtin undir öllum himni mun því heilögu fólki Hins hæðsta gefin verða, hvert ríki það eilíft er, og allt yfirvald mun honum þjóna og hlýða.“ Þetta var endir ræðunnar.

En eg Daníel hryggðist mjög í mínu hugskoti og mín yfirlit þau umskiptust. Þó geymdi eg þessi orð í mínu hjarta.