IIII.
Konungurinn Nabogodonosr öllum þjóðum, fólki og tungumálum. [ Guð gefi yður allmikinn frið. Mér líst það vel fallið að eg kunngjöri yður þau teikn og stórmerki sem sá hinn hæðsti Guð hefur gjört við mig. Því að hans teikn eru mikil og hans dásemdarverk eru máttug og hans ríki er eitt eilíft ríki og hans magtarveldi varir um aldir og að eilífu.
Eg Nabogodonosr þá eð eg hafði góða hvíld í mínu húsi og það gekk allt vel til í mínum tignarherbergjum þá birtist mér sá draumur eð skelfdi mig og þær hugsanir sem eg hafða í minni rekkju yfir þessari sjóninni sem eg hafða séð þær sturluðu mig. Og eg skipaði að allir vísindamenn í Babýlon skyldu koma upp fyrir mína augsýn svo að þeir segðu mér hvað draumurinn hefði að merkja. Þá höfðu þeir stjörnumeistarana, vitringana, Chaldeos og spádómsmenn upp til mín. Og eg sagða fram drauminn fyrir þeim en þeir kunnu ekki að segja mér hvað hann merkti, allt þangað til að síðustu að Daníel hann kom fyrir mig (sá er kallast Baltasar eftir nafni míns guðs), hver eð hefur anda heilagra guða. Og eg sagða fram fyrir honum þann sama draum: „Baltasar, þú hinn æðsti meðal vitringanna, hvern eg veita hafa anda heilagra guða og það ekkert er hulið fyrir þér, seg þú sjónina míns draums þá eð eg hefi séð og hvað hún merkir.
En þessi er sú sjónin sem eg hefi séð í minni hvílu. [ Sjá þú, þar stóð eitt tré mitt í landinu. Það var nærsta hátt, mikið og digurt. Þess hæð tók allt upp í himininn og þandi sig út um gjörvöll endimörk alls landsins. Þess greinir voru fagrar og báru mikinn ávöxt so það allir höfðu þar fæðslu út af, öll dýrin í skóginum fundu sér skjól undir því og fuglarnir í loftinu settu sig á þess kvistu og allt hold fæddi sig út af því.
Og eg sá eina sýn á minni sæng og sjá þú, einn heilagur [ varðhaldsmaður fór af himni ofan. Hann kallaði hárri röddu og sagði so: Höggvið tréð um koll og sníðið af því greinirnar, strjúkið af því laufblöðin og í sundurdreifið þess ávöxtum so að þau dýrin sem undir því liggja í burt flýi og þeir fuglarnir á þess kvistum fljúgi í burt þaðan. En látið þó stofninn samt blífa með sínum rótum í jörðunni. En hann skal í járnviðjum og eirhlekkjum bundinn, í grashögum ganga, hann skal undir döggu himins úti liggja og votur verða og skal næra sig meður villidýrunum út af grösum jarðarinnar. Og það mannshjartað skal í burt frá honum tekið verða og [ fénaðarhjarta í staðinn gefast þangað til að sjö tíðir eru yfir honum liðnar. Svoddan er í ráði varðhaldsmannanna úrskurðað og í samræðum heilagra ályktað so það hinir lifendu meðkenni að Hinn hæðsti hafi magt yfir mannanna kóngaríkjum og gefi þau hverjum eð hann vill og uppsetji lítilmagnana til þeirra hinna sömu.
Slíkam draum hefi eg Nabogodonosor séð. En þú Baltasar, seg hvað hann merkir því að allir vísindamenn í mínu ríki kunna ekki að segja mér hvað hann merkir. En þú kannt það vel því að andi heilagra guða er með þér.
Þá tók Daníel (hver eð kallaðist Baltasar) að hugsa með sjálfum sér í hljóði so nær sem um eina stund og hans hugsanir hryggðu hann. En konungurinn sagði: „Baltasar, lát ekki drauminn né hans útþýðing sturla þig.“ Baltasar hóf upp og sagði: „Eg vilda, minn herra, að drauminn ættu þínir óvinir og hans útþýðing þínir mótstöðumenn.
Það tréð sem þú hefur séð það so mikið og digurt var, hvers hæð er tók allt upp í himininn og það útbreiddi sig yfir um allt landið og hvers greinir og ávextir það miklir voru þar eð allir hlutir höfðu fæðslu út af og þau villudýrin sem undir því bjuggu og fuglar loftsins er á þess kvistum sátu, það sama ertu, konungur, þú sem so mikill og máttugur ert. Því að þín magt er mikil og tekur allt í himininn og þitt vald allt út til heimsins endimarka.
En það konungurinn hefur séð einn heilagan varðhaldsmann af himni ofan fara, so segjanda: Höggvið tréð um koll og fordjarfið það en látið þó stofninn meður sínum rótum blífa í jörðunni. En hann skal í járnviðjum og eirhlekkjum bundinn, í grashögum ganga og undir döggu himins úti liggja og með villidýrum í útihögum ala sig þangað til að sjö tíðir eru umliðnar yfir honum þetta er þýðingin, herra konungur, og svoddan ráð Hins hæðsta gengur yfir minn herra konunginn: Þeir munu í burt reka þig frá mönnum og þú hlýtur hjá villidýrum í úthögum að vera og þeir munu þig gras bíta láta sem naut og þú munt undir döggu himins hljóta að liggja og votur að verða, þangað til að sjö tíðir eru yfir þér umliðnar, so að þú meðkennir það sá Hinn hæðsti hafi magt yfir kóngaríkjum mannanna og gefi þau hverjum eð hann vill. En það sagt er það þeir skyldu þó láta blífa stofninn trésins með sínum rótum, það er: Þitt ríki skal þitt blífa þá eð þú hefur meðkennt þá himnesku magt. Þar fyrir, minn herra konungur, lát þér mitt ráð vel þóknast og gjör þig lausan af þínum syndum meður réttvísi og kvitta þig af þínum misverkum meður góðgjörðum viður fátæka. [ Þá mun hann líða þínar syndir við þig.“
Allt þetta kom yfir konunginn Nabogodonosor. Því að tólf mánuðum liðnum þá eð konungurinn gekk í sinni konunglegri höll til Babýlon hóf hann upp og sagði: „Þetta er sú hin mikla Babýlon hverja eg hefi uppbyggt út af minni mikilli magt til konunglegra herbergja, til heiðurs við minn herradóm.“ fyrr en það konungurinn hafði þessi orð út talað féll raust af himni ofan: [ „Þér Nabúgodonosor konungur verður sagt: Þitt ríki skal í burt frá þér takast og þú munt í burt rekinn verða frá öðrum mönnum og meður fénaði og villudýrunum skaltu í úthögum ganga, gras áttu að eta sem annað naut, þangað til að sjö tíðir eru umliðnar yfir þér, so að þú meðkennir það að sá Hinn hæðsti hafi magt yfir kóngaríkjum mannanna og gefi þau hverjum eð hann vill.“ Á samri stundu varð það orð fullkomnað yfir Nabogodonosor og hann varð í burt rekinn frá mönnum og beit gras sem naut og hans líkami lá úti undir döggu himins og varð votur þangað til að hans hár var so mikið sem arnarfjaðrir og hans neglur urðu sem fuglaklær.
Að liðnum þess tíma hóf eg Nabúgodonosor mín augu upp til himins og mér varð mitt skynsemdarsinni aftur gefið. [ Og eg sagða lof þeim Hinum hæðsta, eg prísaði og heiðraði þann sem ligir eilíflegana, hvert magtarveldi það eilíft er og hans ríki varir um aldur og að eilífu, í hjá hverjum það allir þeir eð á jörðu byggja eru svo sem ekki neitt reiknandi. Hann gjörir það hvernin eð hann vill, svo viður krafta himins sem viður þá er á jörðu búa og enginn er sá eð hans hendi getur á móti staðið né til hans fái sagt: „Hvað gjörir þú?“ Á þeim sama tíma kom aftur mitt skilningarsinni til mín. So komst eg og aftur til minnar kónglegrar vegsemdar og til minnar mannprýði og til minna yfirlita og mínir ráðgjafar og vildarmenn leituðu mín og eg varð innsettur aftur í mitt ríki. Og mér til lögðust þá enn miklu meiri virðingar. Þar fyrir lofa eg Nabúgodonesor, heiðra og dýrka þann himnakonunginn. Því að allar hans gjörðir eru sannleikir og hans vegir eru réttir og þann eð dramblátur er kann hann að lítillæta.