X.

Á þriðja ári konungsins Cyrus úr Persia varð Daníeli (þeim eð kallaðist Baltasar) nokkuð það opinberað sem sannarlegt er og af mikilsháttar efnum. [ Og hann hugsaði eftir því og merkti þá sýn fullvel. Í þann sama tíma var eg Daníel syrgjandi í þrjár vikur og neytti öngrar lystilegrar fæðslu. Kjöt og vín kom ekki í minn munn og ekki smurða eg mig með dýrlegum smyrslum þangað til eð þær þrjár vikurnar voru umliðnar.

Á þeim fjórða og tuttugasta degi hins fyrsta mánaðar var eg í hjá því mikla vatninu Hídekel. Og eg hóf mín augu upp og sá og sjá þú, að þar stóð einn maður í hvítu silki. Sá hafði um sig gulllinda, hans líkami var líka sem einn túrkissteinn, hans andlit so sem elding, hans augu so sem loganda ljós. Hans armleggir og fætur sem skær messing og hans málrómur var líka sem einn mikill niður. Eg Daníel sá svoddan sýn alleina og þeir menn sem hjá mér voru sáu hana ekki. Þó féll þar ein mikil hræðsla yfir þá so að þeir flýðu og földu sig. Og eg var einn saman eftir og sá þessa inu miklu sýn. En þar varð ekkert afl í mér og eg varð með öllu máttlaus og eg hafða öngvan mannskap meira. Og eg heyrða hans ræðu og í því að eg heyrða hana leið eg niður á mína ásjónu til jarðar.

Og sjá þú, ein hönd áhrærði mig og reisti mig upp á knén og hendurnar og sagði til mín: „Þú ástsamlegi Daníel, merk þau orð sem eg tala við þig og statt uppréttur það eg em nú sendur til þín.“ Og þá eð hann talaði svoddan viður mig stóð eg upp og var skjálfandi. Og hann sagði til mín: „Hræðst þú ekki, Daníel, því að í frá þeim fyrsta degi þá eð þú ástundaðir af hjarta að fá skilning og þá þú þjáðir þig fyrir þínum Guði þá eru þín orð alheyrð og eg em þinna vegna hingað kominn. En [ höfðinginn ríkisins í Persialandi hefur staðið mér í móti einn dag og tuttugu og sjá þú, að Míkael, einn af þeim æðstu höfðingjum, kom mér til hjálpar. Þá vann eg sigurinn hjá kónginum í Persia. En nú kem eg að undirvísa þér hvernin þínu fólki mun veita hér eftir því að þessi sýn mun ske eftir nokkra tíma liðna.“ Og sem hann talaði soddan við mig laut eg niður til jarðar og þagði.

Og sjá þú, að einn líka sem maður áhrærði mínar varir. Þá lauk eg mínum munni upp og talaði og sagði til þess sem fyrir mér stóð: „Minn herra, mínir limir þeir skjálfa allir af þessari sýn og eg hefi öngvan mannskap meira. Og hvernin kann þjón míns herra að tala við minn herra með því að þar er ekkert afl meira í mér? Og eg get varla önd dregið.“

Þá áhrærði mig einnin aftur líka sem einn maður að yfirliti og styrkti mig og sagði: „Óttast ekki, þú elskumaður. Friður sé með þér og vert hraustur og hugdjarfur.“ Og sem hann talaði so við mig hreysta eg mig og sagði: „Minn herra, tala þú því þú hefur mig styrkvan gjört.“

Og hann sagði: „Veistu nokkuð hvar fyrir að eg em kominn til þín? Nú vil eg í burt aftur héðan og berjast viður höfðingjann í Persialandi. En nær að eg fer í burt, sjá þú, þá mun koma höfðinginn úr Grikklandi. Þó vil eg og kunngjöra þér hvað þar stendur skrifað það vissulegana mun ske. Og þar er enginn sem mér hjálpar móti hinum utan höfðinginn Míkael. Því að eg veitta honum einnin lið á því fyrsta ári Daríus í Meden svo það eg hjálpaði honum og styrkti hann. Og nú vil eg kunngjöra þér hvað ske skal vissilega.