IX.

Eg sá Drottin standa upp á altarinu og hann sagði: Slá þú upp á þann efsta enda dyrastafsins so að stólparnir bifist. Því þeirra ágirndir skulu koma yfir allra þeirra höfuð og eg vil í hel slá þeirra eftirkomendur með sverði so enginn skal undan komast og ekki þaðan sleppa. Og þó þeir græfi sig niður í helvíti þá skal þó mín hönd færa þá þaðan eða þó þeir færi upp í himininn þá vil eg líka vel slá þá niður og þó þeir feli sig upp á fjallinu Karmel þá vil eg líka vel leita þeirra og sækja þá þangað og þó þeir geymdi sig fyrir mínum augum á mararbotni þá vil eg þó bífala höggormunum að þeir skulu stinga þá þar. Og þó þeir gengi fangaðir burt frá sínum óvinum þá vil eg þó bífala sverðinu að það skal myrða þá þar. Því eg vil hafa mín augu á þeim þeim til ólukku en til einskis góða.

Því Drottinn Sebaót er slíkur að nær hann áhrærir eitt land þá bráðnar það so að allir innbyggjararnir skulu óttast að það muni allt falla yfir þá sem vatn og yfir þá fljóta sem vatnið í Egyptalandi. Hann er sá sem byggir sinn sal í himninum og grundvallar sína tjaldbúð á jörðunni. Hann kallar vatnið í sjónum og úthellir því á jörðina. Hann heitir Drottinn. Eru þér, Ísraelsbörn, ekki álíka við mig sem Blálendingar, segir Drottinn? Hefi eg ekki fært Ísrael af Egyptalandi og þá Philisteis af Kaftór og þá sýrlensku af Kír?

Sjá þú, augu Drottins Drottins líta upp á eitt syndugt kóngsríki svo eg skal það með öllu afmá af jarðríki. En þó vil eg ekki með öllu afmá Jakobs hús, segir Drottinn. En sjá þú, eg vil bífala og láta sigta Ísraels hús á meðal allra heiðingja so sem sigtað er mjöl í sáldri. Og þau smákornin skulu ekki falla á jörðina. Allir syndarar á meðal míns fólks skulu deyja fyrir sverði, þeir sem segja: „Ólukkan skal ekki vera oss so nærri og eigi heldur koma yfir oss“.

Á þeim sömu dögum vil eg upp aftur rétta þá niðurfallna tjaldbúð Davíðs og uppbyggja hennar niðurbrotna veggi og uppreisa það aftur sem af er brotið og eg vil uppbyggja hana aftur so sem hún var áður fyrri. [ Og þeir skulu eignast það eftirblífna í Edóm og það eftirlátna á meðal allra heiðingjanna hverjum mitt nafn prédikast, segir Drottinn sem svoddan gjörir.

Sjá þú, sú tíð skal koma, segir Drottinn, að menn skulu undir eins erja og uppskera og sæðinu sá og vínberin sprengja. [ Og af fjöllunum mun drjúpa sætt vín og allar hæðir skulu frjósamar vera. Því að eg vil umsnúa fangelsi míns fólks Ísraels að þeir skulu uppbyggja þá eyðistaði og búa þar, planta víngarða og drekka vín af þeim, gjöra aldingarða og eta ávöxtinn þar af. Því að eg vil planta þá í þeirra landi so þeir skulu ekki meir upprykkjast af þeirra landi hvert eg vil gefa þeim, segir Drottinn Drottinn Guð þinn.

Ending prophetans Amos