XI.
Og eg mun gefa mínum tveimur vottum og þeir skulu spá þúsund tvö hundruð og sextígu daga, klæddir sekkjum. [ Þessi eru tvö viðsmjörstré og tveir ljósastjakar, standandi fyrir augliti Guðs jarðarinnar.
Og ef nokkur vill þeim granda þá gengur eldur út af þeirra munni og svelgir óvini þeirra og ef nokkur vill þeim granda sá hlýtur so líflátinn að verða. Þessir hafa magt himininn aftur að lúka að það rigni ekki á dögum þeirra spásagna. Og þeir hafa magt yfir vatninu til að umsnúa því í blóð og að slá jörðina með allsháttaðri plágu so oft sem þeir vilja.
Og nær þeir hafa sinn vitnisburð endað þá mun [ dýrið það út af undirdjúpinu upp stígur halda stríð við þá og mun yfirvinna þá og í hel slá. Og þeirra líkamir munu liggja á strætum hinnar miklu borgar, hver eð andlega kallast Sódóma og Egyptus, þar vor Drottinn er krossfestur. Og þeirra líkami munu nokkrir af þjóðunum og kynslóðunum og tungumálunum sjá í þrjá daga og einn hálfan og munu ekki þeirra líkami leggja láta í leiði framliðinna. Og þeir er á jörðu búa munu gleðja sig yfir þeim og kátir verða og gjöfum sendast innbyrðis því að þessir tveir spámenn kvöldu þá sem á jörðu búa.“
Og eftir þrjá daga og einn hálfan fór í þá lífsins andi af Guði og þeir stóðu á sína fætur og mikill ótti féll yfir þá sem þá sáu. Og þeir heyrðu rödd mikla af himni segja til þeirra: „Stígið upp hingað!“ Og þeir stigu upp í himininn í skýinu og þeirra óvinir sáu þá. Og á þeirri samri stundu varð mikill jarðskjálfti og þriðjungur borgarinnar hrapaði og þar urðu í jarðskjálftanum í hel slegnir sjö þúsund mannanöfn. Og hinir aðrir hræddust og gáfu dýrð Guði himinsins. Það annað vei er umliðið, sjá, hið þriðja vei kemur snart.