IIII.
Hvaðan koma stríð og baráttur á meðal yðar? Koma þær eigi af yðar girndum sem stríða í yðrum limum? Þér eruð ágjarnir og auðlist þar með ekkert. Þér hatið og öfundið og vinnið þar með ekkert. Þér sláist og berjist og hafið ekki því þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því þér biðjið vondslega svo að þér sóið því í yðru bílífi.
Þér hórunarmenn og hórdómskonur, viti þér ekki það veraldarinnar vinfengi er Guðs óvinskapur? Hver veraldarvinur vill vera sá mun Guðs óvin verða. Eða meini þér það Ritningin segi til ónýtis: „Andann þann sem í yður byggir hann lystir í gegn öfundinni og gefur náðina meiri.“ Þar fyrir segir hann: „Guð mótstendur dramblátum en lítillátum gefur hann náð.“ [
Því verið Guði undirgefnir. [ Standið í mót djöflinum, so flýr hann frá yður. Nálægið yður að Guði, so nálægir hann sig til yðar. Hreinsið yðar hendur, þér syndugir, og hreinferðug gjörið yðar hjörtu, þér efunarsamir. Verið vesallegir, sýtið og harmið, því yðar hlátur skal umsnúast í grát og yðar gleði í hryggð. Lækkið yður fyrir Guði, þá mun hann upphefja yður. [ Bakbítið ekki hver annan, kærir bræður, því hver hann bakmælir bróður sínum og dæmir um hann sá bakmælir lögmálinu og dæmir um lögmálið. En dæmir þú um lögmálið þá ert þú ekki gjörningsmaður lögmálsins heldur dómari. Því einn er sá lögmálsgjafari og dómari sem að frelsa kann og fordæma. En hver ert þú sem um náunga þinn dæmir?
Sjáið nú til, þér sem segið: „Í dag elligar á morgun munum vér ganga í þessa eður þá borg og viljum þar árið um dveljast og kaupstað fremja og ávinning gjöra.“ Þér sem þó eigi vitið hvað á morgun ske mun.
Því hvað er yðart líf? Ryk er það sem litla stund varir en síðan hjaðnar það. Þar fyrir skulu þér segja: „Ef að vér lifum og ef Guð vill þá viljum vér þetta eður það gjöra.“ En nú hrósi þér yður í yðvari drambsemi. Öll svoddan metnan er vond. Því að hann sem kann nokkuð gott að gjöra og gjörir það ekki, þeim er það synd.