VII.
En þessi Melkísedek var konungur til Salem, kennimaður Guðs hins hæðsta, hver Abraham í móti gekk þann tíð hann kom frá orustu konunganna og blessaði hann, hverjum Abraham gaf tíund af öllu góssi. Í fyrstu útleggst hann „konungur réttlætisins“, eftir það einnin konungur Salem, það er „konungur friðarins“, utan föður, utan móður, án slektis, hafandi hverki upphaf daganna né endalok lífsins. Hann er og samjafnaður syni Guðs og blífur kennimaður að eilífu.
En gætið að hversu mikill að hann er hverjum Abraham, sá patríarki, gaf tíund af herfanginu. Og að sönnu synir Leví þann tíð þeir meðtaka kennimannskapinn hafa þeir boðorð til tíundina inn að taka af fólkinu (það er af þeirra bræðrum) eftir lögmálinu þó að þeir eru einnin sjálfir af Abrahams lendum komnir. En hann hvers kynferði eigi nefnt verður meðal þeirra sá tók tíund af Abraham og blessaði þann sem fyrirheitið hafði. En án alls mótmælis er það so að sá hinn minni verður af hinum æðra blessaður.
Og hér taka tíund dauðlegir menn en þar burtu vottar hann það hann lifi. Og þar eg segi so: Leví, sá er tíundina inntekur, er einnin tíundaður fyrir Abraham þá þegar hann var í lendum föðursins, þann tíð Melkísedek gekk honum á móti.
Því ef að fullkomnan væri vorðin fyrir levítískan kennimannskap (því undir þeim hinum sama hefur lýðurinn lögmálið meðtekið) hvað væri þörf framar meir að segja að þar annar kennimaður skyldi koma eftir skikkan Melkísedek og eigi eftir skipan Arons? Því hvar kennimannskapurinn umskiptist þar hlýtur einnin lögmálið um að skiptast. Því þar slíkt er af sagt sá er af öðru slekti út af því sem enginn nokkurn tíma altarinu þjónað hefur. Því það er þó opinbert að vor Drottinn er kominn frá Júda, til hvers slektis Moyses hefur ekkert talaf af kennimannskapnum. [
Og so er það enn ljóslegar ef annar kennimaður upp kemur eftir líking Melkísedek sá ekki er gjörður eftir lögmáli líkamlegs boðorðs heldur eftir krafti óendanlegs lífs. Því hann vitnar: „Þú ert kennimaður að eilífu eftir skikkan Melkísedek.“ Því þar fyrir aftekst hið fyrra lögmálsboðorð (með því það var veikt og ógagnsamt því lögmálið kunni ekkert fullkomið að gjöra) og innleiddist hin önnur betri von, fyrir hverja vér nálægjunst Guði.
Og það hið mikla er ekki án eiðs. Því að hinir eru án eiðs kennimenn vorðnir en þessi meður eiði fyrir þann sem til hans sagði: [ „Drottinn sór og það mun eigi iðra hann: Þú ert kennimaður að eilífu eftir skikkan Melkísedek.“ Svo nærsta mikils betra testamentis tilsagnari er Jesús vorðinn.
Og hinir eru margir sem kennimenn urðu fyrir það að dauðinn leyfði þeim eigi að blífa. En þessi fyrir því hann eilíflega blífur hefur hann óforgengilegan kennimannskap. Þar fyrir kann hann og einnin að hjálpa eilíflega þeim sem fyrir hann koma til Guðs og lifir ævnilega og biður fyrir þeim.
Því að slíkan biskup sæmdi oss að hafa sá sem væri heilagur, saklaus, óflekkaður, syndugum fráskilinn og hærra en að himinn er, hverjum daglega ei þörf gjörist so sem að hinum öðrum biskupum í fyrstu fyrir sínar eiginlegar syndir að fórnfæra, eftir það fyrir fólksins syndir. Því það gjörði hann einu sinni þá hann sjálfan sig fórnfærði. Því þá menn sem lögmálið setur til presta þeir hafa breyskleik. En þetta eiðsins orð það eftir lögmálið er sagt setur soninn eilífan og fullkominn.