V.
Með því vér höfum maktan biskup Jesúm son Guðs hver til himins er farinn so látum oss halda fast þeirri viðurkenning. Því að vér höfum eigi þann biskup sem ekki kann sampíning hafa með vorum breyskleika heldur sá sem freistaður er á allan hátt líka so sem að vér, þó án synda. Fyrir því látum oss þar að ganga með hugarhreysti til þess náðarinnar stóls so að vér auðlumst miskunnsemi og náð finnum á þeim tíma nær vér þurfum fulltings við.
Því að hver biskup af mönnum tilkjörinn sá verður fyrir mennina settur í þeim hlutum sem að eru fyrir Guði upp á það hann fórnfæri gáfur og helgioffur fyrir syndirnar, sá sem samharma kann þeim sem fávísir eru og villir fara með því hann er sjálfur umgefinn með breyskleika. Fyrir það hlýtur hann jafnt líka sem fyrir fólkið einnin fyrir sig sjálfan að offra fyrir syndirnar. Og enginn tekur sér sjálfum heiður til heldur hann sem kallaður verður af Guði, so sem Aaron.
So hefur Kristur ekki einnin sig sjálfan innsett í heiðurinn það hann yrði biskup heldur sá sem til hans hefur sagt: [ „Þú ert minn sonur, í dag ól eg þig.“ Sem hann einnin enn í öðrum stað segir: [ „Þú ert eilíflega kennimaður eftir skikkam Melkísedek.“ Og hann hefur á degi síns holds bænir og beiðni með öflugu kalli og tárföllum offrað til hans sem af dauðanum bjarga kunni og er einnin bænheyrður fyrir það hann vegsamaði Guð. Og þótt hann væri Guðs son hefur hann þó í því hann leið hlýðni lært. Og þá hann fullkomnaður er er hann orðinn öllum, hverjir honum hlýðugir eru, tilefni eilífrar sáluhjálpar, af Guði biskup kallaður eftir skikkan Melkísedek.
Þar út af höfðu vér margt að segja. En það er þungt á meðan þér so skilningslausir eruð. Og þér sem fyrir löngu skylduð meistarar vera þurfið nú við aftur það vér lærum yður þann fyrsta bókstaf guðlegs orðs og það vér gefum yður mjólk og öngvan megnan mat. Því að hverjum vér hljótum mjólk að gefa, sá er óreyndur í orði réttlætisins því að hann er ungberni, en hinum fullkomnum heyrir megn matur sem af siðvana hafa iðkað sinni til frágreiningar góðs og ills.