Pistillinn til Ebreos

I.

Með því að Guð hefur forðum mörgu sinni og margháttaðlega talað til feðranna fyrir spámennina hefur hann allra síðast á þessum dögum til vor talað fyrir soninn, þann hann setti til erfingja yfir alla hluti, fyrir hvern hann hefur einnin veröldina skapað. Hver helst (með því hann er ljómi hans dýrðar og ímynd hans staðfestu) að ber alla hluti með orði síns kraftar og gjörir hreinsan vorra synda fyrir sig sjálfan, setti sig til hægri handar tigninni á hæðunum. Svo miklu æðri gjörður englunum sem hann hefur miklu framar þeim erft eitt hærra nafn.

Því að til hvers engils þá hefur hann nokkurt sinni það sagt: [ „Þú ert minn sonur, í dag ól eg þig“? Og enn annað sinn: [ „Eg mun hans faðir vera og hann mun minn sonur vera.“ Og enn aftur, sem hann innleiðir þann frumgetna í heiminn segir hann: [ „Og hann skulu allir englar tilbiðja.“ Af englunum segir hann að sönnu: [ „Sína engla gjörir hann anda og sína þénara eldsloga.“ En af syninum: [ „Guð, þitt sæti er æ og að eilífu, stjórnarvöndur þíns ríkis er réttlætisvöndur, þú hefur elskað réttlætið en hatað ranglætið. Fyrir því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig meður viðsmjöri fagnaðarins fram yfir þína hluttakendur.“

„Og þú, Drottinn, hefur af upphafi jörðina grundvallað og himnarnir eru þín handaverk. [ Þeir sömu munu forganga en þú munt blífa og allir munu þeir eldast sem annað fat. Og so sem klæði muntu þeim umhverfa og þeir munu umhverfast. En þú ert sjálfur hinn sami og þín ár munu ekki þrotna.“ En til hvers engils hefur hann nokkurn tíma sagt: [ „Set þig til minnar hægri handar þar til það eg þína óvini legg til skarar þinna fóta“? Eru þeir ekki allir þjónustusamlegir andar, útsendir til þjónustu vegna þeirra sem erfa skulu sáluhjálpina?