IIII.

Þér ástsamlegir, trúið eigi hverjum sem einum anda heldur reynið andana, hvert þeir eru af Guði. [ Því að þar eru margir falsspámenn í veröldina útgengnir. Þar af skulu þér Guðs anda kenna: Hver andi sem viðurkennir það Jesús Christus sé í holdgan kominn, sá er af Guði. Og hver andi sem eigi viðurkennir það Jesús Christus sé í holdgan kominn, sá er ekki af Guði. Og það er sá andi þess Antakrists af hverjum þér hafið heyrt það hann mundi koma og er nú þegar í heiminum.

Sonakorn, þér eruð af Guði og hafið hina yfirunnið. [ Því að sá í yður er hann er hinum meiri sem í heiminum er. Þeir eru af heiminum, fyrir því tala þeir út af heiminum og heimurinn heyrir þeim. Vér erum af Guði og hver hann viðurkennir Guð sá heyrir oss. Hver hann er eigi af Guði sá heyrir oss ekki. Þar af kennum vér andann sannleiksins og andann villudómsins.

Þér ástsamlegir, elskum oss innbyrðis. [ Því að kærleikurinn er af Guði og hver hann elskar sá er af Guði fæddur og kennir Guð. Hver hann elskar ekki sá kennir eigi Guð. Því að Guð er kærleikurinn. Í því auðbirtist kærleiki Guðs viður oss það Guð sendi sinn eingetinn son í heiminn að vér skyldum fyrir hann lifa. Þar inni er kærleikurinn. Eigi það vér elskuðum Guð heldur það hann elskaði oss og sendi sinn son til forlíkunar fyrir vorar syndir.

Þér ástsamlegir, fyrst það Guð hefur oss so elskað þá skulu vér einnin elska oss innbyrðis. Enginn hefur Guð nökkru sinni sénan. Ef að vér elskum oss innbyrðis þá blífur Guð í oss og hans kærleiki er fullkomlegur í oss. Þar af þekkjum vér það vér blífum í honum og hann í oss því að hann hefur gefið oss af sínum anda. Og vér sáum og vitnum það faðirinn hefur sent soninn til heimsins lausnara. Hver nú viðurkennir það Jesús er Guðs sonur í þeim blífur Guð og hann í Guði. Og vér höfum þekkt og trúað þeim kærleika sem Guð hefur til vor.

Guð er kærleiki og hver í kærleikanum blífur sá blífur í Guði og Guð í honum. Í því er kærleikurinn fullkomlegur hjá oss að vér höfum traustleik á degi dómsins. Því að líka sem hann er so erum vér einnin í þessum heimi. Hræðsla er eigi í kærleikanum heldur útdrífur fullkomlegur kærleiki hræðsluna það hræðslan hefur kvöl. En hver hann hræðist sá er ekki fullkomlegur í kærleikanum.

Látum oss hann elska því að hann hefur elskað oss fyrri. [ Ef einhver segir: Eg elska Guð, og hatar sinn bróður, sá er ljúgari. [ Því hver hann elskar ekki sinn bróður hvern hann sér, hvernin getur sá Guð elskað þann er hann sér eigi? Og þetta boðorð höfum vér af Guði það hver hann elskar Guð hann elski og einnin sinn bróður.