IIII.
So vitna eg nú fyrir Guði og Drottni Jesú Christo, sá sem að koma skal til að dæma lifendur og dauða með sinni auglýsing og með sínu ríki: Prédika þú orðið, halt að, hvert það skeður í haglegan tíma eða óhaglegan, straffa, ógna, áminn með allri þolinmæði og kenningu. Því að sá tími mun koma það þeir munu ekki líða heilsusamlegan lærdóm heldur munu þeir eftir sínum eiginlegum fýsnum samanhrúga sér sjálfum lærendur eftir því þeim eyrun klæja og munu eyrunum í frá sannleikanum venda og sér snúa til lygi. En þú, vert vakandi og herkinn í öllum hlutum, gjör verk guðsspjallegs prédikara og útlykta þitt embætti verðuglega.
Því að eg verð snart fórnfærður og tími minnar burtfarar tilstendur. Eg hefi góða baráttu barist, eg hefi hlaupið fullkomnað, eg hefi trúna geymt. Nú héðan í frá er mér til lögð kóróna réttlætisins sem að Drottinn, hinn réttláti dómari, mun mér á þeim degi gefa. En eigi alleinasta mér heldur jafnvel öllum þeim sem hans tilkomu elska. Legg kapp á að koma til mín snarlega.
Því að Demas hefur mig yfirgefið, elskandi þennan heim, og er burt farinn til Tessaloniam, Crescens í Galatiam, Títus í Dalmatiam. Lúkas er einnsaman hjá mér. Marcum tak til þín og haf með þér því að hann er mér nytsamlegur til þjónustu. Tychicum hefi eg til Epheso sent. Þann möttul sem eg lét eftir til Troada hjá Carpo haf með þér nær þú kemur, og so bækurnar en einkum það bókfelli. Alexander smiður hefur auðsýnt mér margt vont. Drottinn umbuni honum eftir sínum verkum. Fyrir hverjum vakta þú þig einnin því að hann hefur mjög í mótistaðið vorum orðum.
Í mínu fyrsta forsvari stóð enginn hjá mér heldur yfirgáfu þeir mig allir en eigi sé þeim það til átölu. Drottinn stóð hjá mér og styrkti mig upp á það sú prédikan fyrir mig staðfest yrði svo að það allir heiðingjar heyrðu og eg em frelsaður af gini leónsins. En Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og hjálpa til síns himneska ríkis, hverjum að sé dýrð um aldur og ævi. Amen.
Heilsa þú Priscam og Aquilam og heimkynni Onesiphori. Erastus bleif til Korintíu en Trophimum lét eg eftir til Mileto sjúkan. Haf kapp á það þú komir til mín fyrir veturinn. Þér heilsa Eubulus og Pudens og Linus og Claudia og allir bræður. Drottinn Jesús Christus sé með þínum anda. Náðin sé með yður. A M E N.
Hinn annar pistill til Timotheum, skrifaður í frá Róm
Þá er S. Páll var í annað sinn hafður fyrir keisarann Neró