V.
Svo verið nú Guðs eftirfylgjarar so sem kærustu börn og gangið í ástseminni líka so sem að Kristur hefur oss elskað og sig sjálfan útgefið fyrir oss til fórnfæringar og offurs Guði í sætleiks ilm. En frillulífi og allan óhreinleik eður ágirni látið eigi af yður segjast so sem heilögum hæfir. Skammarleg orð og fíflslegt hjal eða keskni hvað yður heyrir ekki heldur miklu framar þakkargjörð. Því það skulu þér vita það enginn frillulífismaður eður óhreinn eða ágjarn (hver að er skúrgoðadýrkari) hefur arftöku í ríki Christi og Guðs. Látið öngvan villa yður með ónytsamlegum fortölum því fyrir það kemur reiði Guðs yfir börn vantrúarinnar. Af því verið eigi þeirra hluttakarar því að þér vorum forðum myrkur en nú eru þér ljós í Drottni.
Gangið so sem börn ljóssins. Ávöxtur ljóssins er allsháttuð góðgirni, réttlæti og sannleikur. [ Og reynið hvað þar þakknæmt sé Drottni og hafið ekkert samlag við ófrjóvsamleg verk myrkvanna en straffið þau miklu heldur. Því hvað heimuglega gjörist af þeim er skammarlegt að segja. En allt það verður opinbert nær það verður af ljósinu straffað því að allt hvað opinbert verður það er ljós. Fyrir því segir hann: „Vakna þú sem sefur og rís upp af dauða og Kristur mun so upplýsa þig.“ [
So sjáið nú til það þér gangið forsjálega, eigi so sem fávísir heldur so sem vísir. Og skikkið yður í þeirri tíð því að það er vond tíð. Fyrir því verðið eigi skilningslausir heldur skiljandi hvað vilji Drottins er. Og drekkið yður eigi víndrukkna því þar af kemur saurugt líferni heldur uppfyllist í anda og talið hver við annan af sálmum og lofsöngvum og andlegum kvæðum, syngið og spilið Drottni í yðrum hjörtum og segið þakkir alla tíma Guði og föður fyrir alla hluti í nafni vors Drottins Jesú Christi. Og verið hver öðrum undirgefnir í Guðs ótta.
Konurnar veri sínum bændum undirgefnar so sem Drottni. [ Því að maðurinn er kvinnunnar höfuð líka so sem Kristur er safnaðarins höfuð og hann er frelsari hans líkama. En líka so sem söfnuðurinn er Kristi undirgefinn so og einnin konunar sínum bændum í öllu. Þér menn, elskið yðar húsfreyjur líka so sem Kristur elskaði söfnuðinn og gaf sig sjálfan út fyrir hann upp á það hann helgaði hann og hreinsaði fyrir skírnarsáinn í orðinu so að hann tilbyggi sér sjálfum dýrðlega safnan sem öngva flekkan né hrukku eður þess konar hefði heldur það hún sé heilög og óstraffanleg.
So skulu og mennirnir elska sínar eiginkonur sem sína eigin líkami. [ Hver sína eiginkonu elskar hann elskar sig sjálfan. Því enginn hefur um aldur sitt eigið hold hatað heldur nærir það og fóstrar so sem að Drottinn safnaðinn. Því að vér erum limir hans líkama, af hans holdi og af hans beinum. „Hvers vegna mun maðurinn forláta föður og móður og nálægjast sína eiginkonu og þau tvö munu eitt hold vera.“ Þessi leyndur dómur er stór. En eg segi af Kristi og safnaðinum. Þá elski þér þó hver sem einn sína eiginkonu sem sjálfan sig en konan óttist manninn.