VII.
Um aðra þá hluti þér skrifuðuð mér til andsvara eg það manninum er gott að hann snerti eigi neina konu. [ En fyrir frillulifnaðar sakir þá hafi hver einn sína eiginkonu og hver ein hafi sinn eignarmann. Maðurinn gjöri kvinnunni sitt skyldgt atlot, slíkt hið sama kvinnan manninum. Konan hefur eigi vald síns líkama heldur maðurinn, líka og einnin maðurinn hefur eigi vald síns líkama heldur konan. Tæli hvorki annað nema það sé af beggja samþykki um stundarsakir svo að þér séuð þess liðugri til föstu og bænahalds og komið síðan aftur til samans so að andskotinn freisti yðar ekki fyrir yðvars óstöðugleiks sakir.
Þetta segi eg af vorkunnsemd og eigi eftir skipan. En eg vildi heldur að allir menn væri so sem að eg em. Hver einn hefur sína eiginlega gjöf af Guði, einn að sönnu svo, en annar svo. En það segi eg þeim ógiftum og ekkjunum að þeim er gott ef þeir blífa so sem eg. En ef þeir fá sér eigi haldið giftist þeir þá því að betra er að giftast en að brenna.
En þeim sem giftir eru býður eigi eg heldur Drottinn það konan skilji sig ekki við manninn. En ef hún skilur þá blífi hún utan hjúskapar eða forlíki sig við sinn mann. Og maðurinn forleggi ekki sína eiginkonu.
Hinum öðrum segi eg, en ekki Drottinn, að ef einhver bróðir hefur vantrúaða konu og honum hagar að búa við hana þá skilji hann eigi við hana. Og ef sú kona er sem vantrúaðan mann hefur og það hagar henni hjá honum að búa þá skilji hún eigi við hann. Því að vantrúaður maður er helgaður fyrir konuna og vantrúuð kona er helguð fyrir manninn. Annars væri börn yðar saurug en nú eru þau heilög. En ef hinn vantrúaði vill skiljast þá láti hann skiljast því bróðir eður systir eru ei forbundin af þess háttar efni. Guð hefur oss í friði kallað. Eða hvað veistu það, kona, nema að þú kunnir að gjöra manninn hólpinn? Eða þú maður, hvað veistu nema þú getir gjört konuna hjálpega? Þó eftir því sem Guð hefur hverjum einum úthlutað.
Hver og einn eftir því sem að Drottinn hefur hann kallað þá gangi hann og so skikka eg það til í öllum söfnuðum. Er nokkur umskorinn kallaður, sá æski ei yfirhúðar. Er og nokkur kallaður í yfirhúðinni, láti sá ei umskera sig. Umskurnin er ekkert, yfirhúðin er og ekkert heldur varðveiting Guðs boðorða. Hver einn blífi nú í þeirra kallan sem hann er inni kallaður. Því að hver hann er þræll kallaður í Drottni sá er frelsingi Drottins, líka og einnin hver hann er frelsingi kallaður sá er þræll Christi. Þér eruð dýru verði keyptir. Verðið ei þrælar mannanna. Hve og einn, góðir bræður, í hverri stétt sem hann er kallaður þar blífi hann inni hjá Guði.
En af meyjunum hef eg ekkert boðorð Drottins. Þó gef eg til ráð sem sá seð hefur miskunnsemi öðlast af Drottni að eg sé trúr. Því meina eg nú það gott vera fyrir nálægrar nauðþurftar sakir það manninum sé gott so að blífa. Ertu við konuna bundinn, þá sæk ei eftir laus að verða. En ertu konulaus þá leita ei kvonfangs. Þótt þú giftist syndgar þú ekki. Og þó að ein mey giftist syndgar hún ei. Þó munu þesskonar holdsins harmkvæli hafa en eg þyrdma yður gjarna. Það segi eg yður, góðir bræður, að tíminn er naumur. Framar er það þó meiningin að þeir sem eiginkvæntir eru það þeir sé so sem þeir hefðu ei neinar og þeir er harma so sem að hörmuðu þeir ei og þeir sem fagna sem að fögnuðu þeir ei og þeir sem kaupa so sem eignuðust þeir það eigi og þeir sem tíðka þennan heim so sem að tíðkuðu þeir hann ei því þessa heims athöfn forgengur. En eg vilda að þér væruð utan áhyggju. Hver ókvæntur er sá ber áhyggju um það hvað Drottins er hvernin hann megi Drottni þóknast. En hver eiginkvæntur er sá ber áhyggju um það hvað heimsins er og hversu hann megi húsfreyjunni þóknast. Aðskiljanleg grein er á millum meyjar og manns konu. Hin ógifta ber áhyggju um það hvað Drottins er so að hún sé heilög í líkama og anda. En sú sem gift er ber áhyggju um það hvað heimsins er og hvernin hún megi manninum þóknast. En þetta tala eg til yðrar gagnsemi, ei upp á það eg leggi snöru fyrir yður heldur til þess sem siðsamlegt er so að þér mættuð jafnan óforhindraðir Drottni þjóna.
En ef nokkur þykist sjá það sér muni torveldur verða sinn meydómur ef gjaforðstíminn líður og so ef það vill eigi öðruvís verða þá gjöri hann hvort honum líkar, gifti han sig þá syndgar hann eigi. En hver það setur stöðugt sér í hjarta og hefur þar með eigi neina þvingan hafandi so vald síns eiginlegs vilja og staðfestir í sínu hjarta að varðveita sinn meydóm hann gjörir vel. Og hver eð giftist sá gjörir og vel. En hann sem giftir sig ekki sá gjörir betur. Kvinnan er lögmálinu undirbundin so lengi sem hennar maður lifir en nær hennar maður er látinn so er hún frjáls sig að gifta hverjum hún vill utan það skal ske í Drottni. En þó er hún sælli ef hún blífur sem mitt ráð er til. En eg held það að eg muni og hafa Guðs anda.