XXVI.

En Agrippa sagði til Páls: „Þér leyfist sjálfum að tala fyrir þig.“ Þá svaraði Páll og rétti fram höndina: [ „Sæll þykjunst eg þess, Agrippa konungur, að eg nái í dag að forsvara mig fyrir þér af því öllu sem eg áklagast af Gyðingum mest það þú veist allar venjur og spurningar Gyðinga. Fyrir því bið eg þig að þú vildir þolinmóðlega heyra mig.

Að sönnu mín ævi í frá barnæsku, hver verið hefur þegar í uppruna hjá þessari þjóð í Jerúsalem, vita allir Gyðingar þeir mig þekktu forðum í uppvexti ef þeir vildu þar vitni um bera. Því að eg lifða eftir hinni hörðustu siðvenju vorrar guðsdýrkunar, einn faríseari. Nú stend eg og verð áklagaður um þá von fyrirheitsins þess skeð er af Guði til feðra vorra, tli þess vorar tólf kynkvíslir vona sér að koma með stöðugri Guðs þjónkan nátt sem dag. Vegna þeirrar vonar, herra konungur, þá áklagast eg af Gyðingum. Fyrir hvað mun það ótrúanlegt dæmast mega það Guð geti framliðna menn uppvakið?

Eg meinaði að sönnu með sjálfum mér það eg mætta mikið í móti gjöra nafni Jesú af Naðsaret, hvað eg og gjörða til Jerúsalem að eg lukta marga heilagan í myrkvastofu að fengnu yfirvaldi út af kennimannahöfðingjum og þá þeir voru afteknir sagða eg dóminn upp. [ Og um öll samkunduhús kvaldi eg þá oftlega og þvingaði þá til guðlastanar og eg var meir en hófi gegndi óður á það og veitti þeim ofsóknir allt í utanlandsborgir. Fyrir hverra hluta sakir, þann tíð eg fór til Damasco meður magt og boðskap prestahöfðingjanna, það á miðjum degi sá eg, herra konungur, ljós af himni sólarskini bjartara það um mig leiftraði og um þá er með mér voru.

En þá vér féllum allir til jarðar heyrða eg rödd til mín tala sú er á ebreska tungu sagði: [ Saul, Saul, hvað ofsækir þú mig? Hart er þér að bakspyrna í mót broddinum. En eg sagða: Hver ert þú, herra? Hann sagði: Eg em Jesús hvern þú ofsækir. Rís upp og statt á fætur þína því að til þess birtist eg þér það eg skikkaði þig til þénara og vitnismanns þeirra hluta hverra þú sást og þeirra sem eg skal þér enn birta, frelsandi þig af þessu fólki og heiðinni þjóð, á meðal hverra eg mun þig útsenda þeirra augum upp að lúka so að þeir snúist frá myrkrum til ljósins og frá anskotans valdi til Guðs so að þeir meðtaki syndanna fyrirgefning og arftöku meður þeim er helgaðir verða fyrir þá trú sem á mig er.

Fyrir því var eg ekki, herra konungur, himneskri birting vantrúaður heldur boðaði eg hana í fyrstu þeim í Damasco og Jerúsalem og út um allar sveitir Gyðingalands og síðan heiðingjum að þeir gjörði yfirbót og sneri sér til Guðs og gjörandi verðug verk iðranarinnar. [ Og fyrir þá sök gripu Gyðingar mig í musterinu og einsettu sér að lífláta mig. En fyrir Guðs fullting er mér bjargað það eg stend allt til þessa dags vitnandi bæði fyrir smám og stórum, segandi ekkert annað en það er spámennirnir og Moyses hafa fyrirsagt að ske ætti það Christus skyldi líða og fyrstur vera út af upprisu framliðinna og sá sem ljósið skyldi lýðnum boða og so heiðnum þjóðum.“

En er hann hafði svarað þessu fyrir sig sagði Festus hárri raust: [ „Óður ertu vorðinn, Páll! Það mikla bókvit gjörir þig óðan!“ En hann sagði: „Eigi em eg óður, minn góði Festus, heldur tala eg sannleiksins og skýrleiksins orð. Því herra konungurinn veit þetta vel, hjá hverjum eg ræði alls öruggur, því eg meina að ekkert þessara muni fyrir honum fólgið vera af því að þetta er ekki í hyrningum skeð. Trúir þú, Agrippa, herra konungur, spámönnunum? Eg veit að þú trúir.“ En Agrippa sagði til Páls: „Lítið vantar á að tala um fyrir mér so eg gjörðist kristinn.“ En Páll sagði: „Þess æski eg af Guði það brestur í miklu eður litlu, eigi alleinasta þú heldur og einnin allir þeir sem mig heyra í dag væri þvílíkir hvílíkur eð eg em undanteknum þessum böndum.“ Og þá hann hafði þetta talað stóð konungurinn upp og landstjórnarinn og Bernice og þeir eð hjá þeim sátu. En sem þeir viku sér afsíða töluðu þeir sín á milli og sögðu: „Þessi maður hefur ekkert gjört það dauða sé eður banda vert.“ Þá sagði Agrippa til Festo: „Þessi maður hafði mátt laus vera látinn ef hann hefði ekki skotið sér fyrir keisarann.“