XXIII.
Og allur þeirra söfnuður stóð upp og leiddi hann fyrir Pilatum, tóku að áklaga hann og sögðu: [ „Þennan finnum vér umturna fólk vort og fyrirbjóðanda skatt að gefa keisaranum og segir sig vera konungur Christum.“ En Pílatus spurði hann að og sagði: „Ertu konungur Gyðinga?“ Hann svaraði og sagði: „Þú segir það.“ Pílatus sagði þá til prestahöfðingjanna og til lýðsins: „Öngva sök finn eg með þessum manni.“ En þeir voru þess áfjáðari og sögðu: [ „Hann hefur uppæst fólkið með því hann hefir kennt hér og hvar á öllu Gyðingalandi, tiltekið í Galilea og allt í þennan stað!“
En er Pílatus heyrði Galileam nefnt spurði hann að hvert hann væri galeiskur maður. Og er hann fornam að hann var undir Herodis valdi sendi hann hann þá burt til Herodem hver eð sjálfur var á þeim dögum í Jerúsalem. [ En er Heródes sá Jesúm varð hann næsta glaður því að hann hafði fýst um langan tíma að sjá hann af því að hann hafði og heyrt margt af honum og vænti að hann mundi sjá nokkurt teikn af honum gjörast og aðspurði hann á marga vega. Og hann svaraði honum öngu. En kennimannahöfðingjar og skriftlærðir ásökuðu hann harðlega. Og Heródes með sínu hirðfólki forsmáði hann og spéaði, færði hann í hvítt fat og sendi aftur til Pilato. Og á þeim degi urðu þeir Pílatus og Heródes vinir aftur því að áður voru þeir óvinir sín á milli.
En Pílatus samankallaði prestahöfðingja, höfuðsmenn og lýðinn og sagði til þeirra: [ „Þér hafið þennan mann til mín haft so sem þann er umturnar lýðinn og sjáið, eg hefi spurt hann hér fyrir yður og á þessum manni finn eg öngva sök þar um þér klagið hann og ei heldur Heródes því að eg sendi yður til hans og sjáið að ekkert hefur upp á hann borist það dauða sé verðugt. Fyrir því vil eg gefa honum ráðning og láta síðan lausan.“ Því að hann hlaut þeim einn eftir venju hátíðardagsins lausan að gefa.
En allur söfnuðurinn kallaði upp til líka og sagði: [ „Tak burt þennan og gef oss lausan Barrabam!“ Hver eð var fyrir nokkuð sundurþykki og mannslag er skeð var í borginni innsettur í myrkvastofu. Pílatus talaði enn aftur til þeirra og vildi Jesúm lausan láta. En þeir kölluðu upp og sögðu: „Krossfestu, krossfestu hann!“ Hann sagði enn í þriðja sinn til þeirra: „Hvað illt hefur þessi gjört? Öngva dauðasök finn eg með hönum. Fyrir því vil eg hegna honum og láta síðan lausan.“ En þeir stóðu því þéttara þar á með miklum hljóðum æskjandi það hann yrði krossfestur. [ Og þeirra hljóð og höfuðprestanna tók yfir.
Og Pílatus dæmdi að ske skyldi þeirra beiðni en gaf þeim lausan þann er inn var settur fyrir sundurþykkis og mannslagssakir í myrkvastofu um hvern þeir báðu. En hann framseldi Jesúm í þeirra vald. Og þá er þeir leiddu hann út höndluðu þeir nokkurn, Símon af Cyrene, hver eð kominn var af akri, og lögðu krossinn upp á hann að hann bæri hann eftir Jesú. [
En honum fylgdi eftir mikill fjöldi fólks og kvenna hverjar eð grétu hann og aumkuðu. En Jesús snerist til þeirra og sagði: [ „Þér dætur af Jerúsalem, grátið eigi yfir mér heldur grátið yfir yður sjálfum og yfir sonum yðar. Því sjáið, að þeir dagar munu koma á hverjum segjast mun: Sælar eru þær óbyrjur og þeir kviðir er eigi hafa fætt og þau brjóst hver eigi voru mylkt. Þá munu þær taka að segja fjöllunum: Hrynjið yfir oss, og hálsunum: Hyljið oss. Því ef þeir gjöra þetta við hið blómgaða tréð, hvað mun þá ske við hið þurra?“
En tveir spillvirkjar leiddust og út að þeir væri afteknir með honum. Og sem þeir komu í þann stað hver eð kallaðist Höfuðskeljastaður þá krossfestu þeir hann þar og spillvirkjana með honum, einn til hægri handar og annan til vinstri. [ En Jesús sagði: „Faðir, fyrirgef þeim það því að þeir vita eigi hvað þeir gjöra.“ Og þeir skiptu hans klæðum og vörpuðu þar um hlutkesti. Og fólkið stóð og sá til.
Og höfðingjarnir dáruðu hann með þeim og sögðu: [ „Öðrum hefur hann hjálpað, hjálpi hann nú sjálfum sér ef hann er Kristur, hinn útvaldi Guðs!“ Að honum hæddu og stríðsmennirnir, gengu til hans og báru honum edik og sögðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, þá frelsa sjálfan þig.“ En yfirskriftin var rituð yfir honum með gírskum, ebreskum og latínskum bókstöfum: [ „Þessi er konungur Gyðinga.“
En einn af þeim spillvirkjum sem hengdir voru lastaði hann og sagði: [ „Ef þú ert Christus frelsa sjálfan þig og okkur!“ Þá svaraði hinn annar, straffaði hann og sagði: „Og þú hræðist ei heldur Guð sem ert þó í samri fordæmingu? Og að sönnu sker okkur þetta réttlega því að við meðtökum hvað okkrar gjörðir voru verðar en þessi hefur ekkert vondslega gjört.“ Og hann sagði til Jesú: „Drottinn, minnstu mín þá þú kemur í ríki þitt.“ Og Jesús sagði til hans: „Sannlega segi eg þér: Í dag skaltu vera með mér í paradís.“
Og það var nær um hina séttu stund og myrkurin gjörðust yfir allt landið til níundu stundar. [ Og sólin sortnaði og tjaldið musterisins rifnaði í miðju sundur. Og Jesús kallaði hárri röddu og sagði: „Faðir, í þínar hendur fel eg minn anda.“ Og er hann hafði þetta sagt létst hann. [ En er hundraðshöfðinginn sá hvað þar skeði dýrkaði hann Guð og sagði: [ „Að vísu hefur þessi maður réttlátur verið.“ Og allt fólk er þar var samankomið að horfa á þetta og sem það sá hvað þar skeði barði það sér á brjóst og sneri í burt aftur. En allir hans kunningjar stóðu langt frá og þær konur sem honum höfðu eftirfylgt úr Galilea og horfðu á þetta.
Og sjá, maður nokkur Jósef að nafni, sá er var einn ráðherra, góður mann og réttvís, eigi samþykkti hann þeirra ráði og gjörningum. [ Og hann var af borginni Arimathia úr Judea, hver eð og stundaði eftir Guðs ríki. Þessi gekk til Pilato og bað um líkama Jesú og tók hann ofan og sveipaði hann í lérefti og lagði hann í úthöggna gröf í hverja ekki hafði enn nokkur lagður verið. [ Og það var affangadagur og þvottdagurinn tók að hefjast. En þær konur sem komnar voru af Galilega fylgdu eftir og skoðuðu gröfina og hvernin hans líkami var lagður. En þær sneru aftur reiðandi til sín smyrsl og dýrðlegt salve og um þvottdaginn voru þær kyrrar eftir lögmálsins boðan.