XVIII.

En hann sagði eftirlíking til þeirra hvernin vér skyldum jafnan biðja og ei þreytast og sagði: [ „Sá dómari var í nokkri borg sem eigi óttaðist Guð og eigi skeytti um menn. En ekkja nokkur var þar í sömu borg og hún kom til hans og sagði: Leys mig af mínum mótstöðumönnum. Og um langan tíma vildi hann eigi. En eftir á sagði hann með sjálfum sér: Þó eg óttist eigi Guð né skeyti um öngvan þó fyrir það að þessi ekkja gjörir mér ónáð mikla þá vil eg leysa hana so að hún komi ei að síðustu og ofþreyti mig.“

Þá sagði Drottinn: „Heyri þér hvað sá rangláti dómari segir. Skyldi Guð nú eigi gjöra frelsan sinna útvaldra, þeirra sem nótt og dag til hans kalla, og þolinmæði yfir þeim hafa? En eg segi yður það hann mun bráðlega gjöra þeirra frelsan. En þá nær Mannsins sonur kemur, meinar þú að hann muni trú finna á jörðu?“

En hann sagði til nokkra þeirra sem trúðu sig sjálfa réttláta vera og forsmáðu aðra þessa eftirlíking: [ „Tveir menn þá gengu upp í musterið að biðjast fyrir. Einn var Phariseus en annar tollheimtumaður. Farísearinn stóð og baðst þannin fyrir með sjálfum sér: Guð, eg þakka þér að eg em eigi so sem aðrir menn, ræningjar, óréttferðugir og hórdómsmenn eða so sem þessi tollheimtumaður. Eg fasta tvisvar í viku og gef tíundir af öllu því eg á. Og tollheimtumaðurinn stóð langt í frá og vildi eigi upphefja sín augu til himins heldur barði hann á sitt brjóst og sagði: [ Guð, vertu mér syndugum líknsamur. Eg segi yður fyrir sann að þessi fór meir réttlátur í sitt hús en hinn. Því hver sig sjálfur upphefur hann mun niðurlægjast og hver sjálfan sig niðurlægir hann mun upphafinn verða.“

Þeir færðu þá til hans ungbörn að hann tæki á þeim. [ En er það sáu hans lærisveinar ávítuðu þeir þá. En Jesús kallaði þau til sín og sagði: „Leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim það eigi því að þvílíkra er Guðs ríki. Sannlega segi eg yður: Hver hann meðtekur eigi Guðs ríki sem ungbarn hann mun eigi innganga í það.“

Og höfðingi nokkur spurði hann að og sagði: [ „Góði meistari, hvað skal eg gjöra að eg eignist eilíft líf?“ En Jesús sagði til hans: „Hvað kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Boðorðin veitstu að eigi skulir þú mann vega, eigi hórdóm drýgja, eigi þjónfað fremja, ekkert ljúgvitni bera, heiðra skaltu föður og móður.“ En hann sagði: „Allt þetta hefi eg haldið frá barnæsku minni.“ Þá Jesús heyrði það sagði hann til hans: „Eitt brestur þig enn. Sel allt hvað þú hefur og gef fátækum og muntu þá hafa sjóð á himni og kom og fylg mér eftir.“ Þá hann heyrði það varð hann hryggur af því hann var mjög auðigur.

En er Jesús sá hann hryggvan orðinn sagði hann: [ „Hversu torvelt er þeim inn að ganga í Guðs ríki sem ríkdóm hafa! Hægra er úlfaldanum að ganga í gegnum nálarauga en ríkum manni inn að ganga í Guðs ríki.“ Þá sögðu þeir sem til heyrðu: „Hver fær þá hjálpast?“ En hann sagði: „Hvað ómáttugt er fyrir mönnum það er mögulegt fyrir Guði.“

Þá sagði Pétur: [ „Sjáðu, vær forlétum allt og fylgdum þér eftir.“ En hann sagði til þeirra: „Sannlega segi eg yður: Enginn er sá hver sitt heimili eður foreldra eða bræður, konu eða börn forlætur vegna Guðs ríkis að hann meðtaki eigi miklu fleira aftur á þessum tíma og í öðrum heimi eilíft líf.“

En Jesús tók þá tólf til sín og sagði til þeirra: [ „Sjáið, að vér förum nú upp til Jerúsalem og það mun allt fullkomnað verða hvað skrifað er fyrir spámennina af Mannsins syni. Því að hann mun framseldur verða heiðingjum og hann mun hleginn, spýttur og spéaður verða og þeir munu hann húðfletta og lífláta og eftir það á hinum þriðja degi mun hann upp aftur rísa.“ Og þeir forstóðu ekkert af þessum orðum og þau voru hulin fyrir þeim og eigi vissu þeir hvað þau höfðu að segja.

En það skeði þá hann tók að nálgast Jeríkó að nokkur mann blindur var við veginn og bað ölmusu. [ Og er hann heyrði að fólkið gekk þar fram hjá spurði hann að hvað það væri. Þeir sögðu honum þá að Jesús af Naðsaret gengi þar hjá. Þá kallaði hann og sagði: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ En þeir sem undan gengu höstuðu á hann að hann þegði. Hann kallaði því meir og sagði: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ En Jesús stóð kyrr og bauð þeim að leiða hann til sín. Og er hann var kominn hart nær honum tók hann að spyrja hann að: „Hvað viltu eg gjöri þér?“ Hann sagði: „Herra, það eg mætti sjá.“ Jesús sagði til hans: [ „Vert skyggn, þín trúa gjörði þig hólpinn.“ Og jafnsnart fékk hann sýnina, fylgdi honum og eftir, vegsamandi Guð. Og allt það fólk er þetta sá gaf Guði lof.