XVI.

En hann sagði til sinna lærisveina: [ „Auðigur maður nokkur var sá sem hafði ráðsmann og sá varð rægður við hann sem hefði hann fargað hans góssi og kallaði hann til sín og sagði til hans: Hvernin heyri eg þetta af þér? Gjör reikning þinnar ráðsmennsku því að þú mátt eigi héðan af ráðsmennsku hafa. En ráðsmaðurinn sagði með sjálfum sér: Hvað skal eg tilgjöra þá minn herra sviptir mig ráðsmennskunni? Eigi dugi eg að grafa en eg skömmunst að biðja. Eg veit hvað eg skal gjöra nær að eg verð afsettur ráðsmennskunni so það þeir meðtaki mig í sín hús.

Hann samankallaði og líka alla skulda menn síns herra og sagði til hins fyrsta: [ Hversu mikið ertu skyldugur mínum herra? Hann sagði: Hundrað tunnur viðsmjörs. Hann sagði þá til hans: Tak þitt bréf, set þig og skrifa strax fimmtigi. Eftir það sagði hann til annars: En ertu mikið skyldugur? Sá sagði: Hundrað tróg hveitis. Þá sagði hann til hans: Tak þitt bréf og skrifa áttatigi. Og herrann lofaði þann rangláta ráðsmann það hann hafði so forsjálega gjört. Því að synir þessarar veraldar eru kænari sonum ljóssins í sinni kynslóð. Og eg segi yður: [ Gjörið yður vini af hinum rangferðuga mammon so nær eð yður þrotar að þeir meðtaki yður í eilífar tjaldbúðir.

Hver trúr er í minnstu sá er og trúr í miklu og hver rangsnúinn er í litlu hann er og rangferðugur í miklu. Því ef þér eruð eigi trúir í hinum rangferðuga mammon hver trúir yður þá til þess sem sannarlegt er? Og ef þér voruð eigi trúir í annarlegu hver mun gefa yður þa hvað yðart er? Enginn þjón getur tveimur herrum þjónað. Því annað hvort hafnar hann þeim eina og elskar hinn annan eða þýðist þann eina og forsmár hinn annan. Þér getið eigi Guði þjónað og so þeim mammon.“ [

En þeir Pharisei heyrðu allt þetta sem ágjarnir voru og dáruðu hann. Þá sagði hann til þeirra: „Þér eruð þeir hverjir sig réttlæta fyrir mönnum en Guð þekkir hjörtu yðar því að hvað hátt er hjá mönnum það er svívirðulegt fyrir Guði.

Lögmálið og prophetarnir spáðu allt til Johannem en upp frá því boðast Guðs ríki fyrir evangelium og sérhverjir menn gjöra því ofurefli. [ En léttfelldara er að himinn og jörð forgangi en einn titill af lögunum falli. Hver sína eiginkonu forlætur og giftist annarri, sá drýgir hór og hver eð giftist þeirri sem frá manni er skilin hann drýgir hór. [

Nokkur mann ríkur var þar sá er klæddist með perl og purpura og át daglega skínandi krásir. [ Og þar var einn þurfamaður sem Lasarus var að nafni, hvör eð úti lá fyrir hans dyrum fullur kauna. Og hann fýstist að seðja sig af þeim molum sem féllu af borðum hins ríka manns og enginn gaf honum nokkuð heldur komu hundar og sleiktu hans kýli. En so varð að hinn volaði dó og var borinn af englum í faðm Abrahams. Hinn ríki andaðist líka og var jarðaður.

Og sem hann var í helvíti og kvölunum þá hóf hann upp sín augu og leit Abraham langt í burt og Lazarum í hans faðmi. [ Þá hrópaði hann og sagði: Abraham, faðir, miskunna mér og send Lazarum að hann drepi hinu fremsta síns fingurs í vatn og kæli tungu mína því að eg kvelst í þessum loga! Og Abraham sagði til hans: Hugleittu, sonur, að þú meðtókst þinn góða í lífinu, Lasarus þar í mót sitt hið vonda. Því hlýtur hann nú að huggast en þú að kveljast. Og fram yfir allt þetta er í milli vor og yðar mikil hvelf staðfest so að þeir sem vilja héðan fara til yðar geta það eigi og þeir eigi þaðan frá yður upp til vor farið.

Þá sagði hann: Þá bið eg þig, faðir, að þú sendir hann í míns föðurs hús því að eg hefi fimm bræður, að hann gefi þeim vitneskju af so að eigi komi þeir í þennan kvalastað. Abraham sagði til hans: Þeir hafa Mosen og spámennina, heyri þeir þeim. En hann sagði: Nei, Abraham, faðir, heldur ef nokkur framliðinna færi til þeirra þá mundu þeir iðran gjöra. En hann sagði honum: Ef þeir heyra eigi Moyse og spámönnönum þá munu þeir og eigi heldur trúa þó nokkur framliðinna risi upp.“