XIIII.

Og það skeði að Jesús gekk á þvottdegi inn í hús nokkurs þess sem var yfirboðari Phariseorum brauðs að neyta. [ Þeir höfðu og vörð á honum. Og sjá, að maður nokkur sá vatssótt hafði var þar frammi fyrir honum. Jesús ansaði og sagði til lögspekinga og Phariseis, so segandi: „Leyfist nokkuð að lækna á þvottdögum?“ En þeir þögðu við. Hann tók þá á honum og læknaði hann og lét burt fara, svaraði og sagði til þeirra: „Hvers yðar asni eða naut sem fellur í pytt, er það eigi jafnsnart útdregið á þvottdegi?“ Og þeir gátu honum öngvu þar til svarað.

En þessa eftirlíking sagði hann til boðsmannanna þá hann merkti hvernin þeir mátust eftir hinum fremstum sætum og sagði til þeirra: „Nær þú verður boðinn af nokkrum til brúðlaups þá set þig eigi í hin æðstu sæti. Kann ske að annar eigi óærlegri en þú sé boðinn af honum og komi sá sem þér bauð og honum, segi til þín: Gef þú þessum rúm, og hljótir þú þá með kinnroða að halda hinn yðsta sess. Heldur nær eð þú verður boðinn þá far og set þig í hið yðsta sæti so að nær sá kemur er þér bauð og segi til þín: Vinur, þoka þér upp betur, og mun þér þá virðing veitt fyrir þínum sessunautum. Því að hver sig sjálfur upphefur hann skal niðurlægjast og hver sig sjálfur lækkar hann skal upphefjast.“

Hann sagði þá til hans er honum hafði boðið: [ „Nær þú heldur miðdagsverð eður kveldmáltíð þá skaltu eigi bjóða vinum þínum né bræðrum, eigi frændum þínum né nágrönnum þeim sem ríkir eru, að eigi bjóði þeir þér heim til sín aftur og sé þér þá endurgoldið, heldur nær þú gjörir heimboð þá bjóð fátækum, vönuðum, höltum og blindum og muntu sæll verða. Því að þeir hafa eigi til þér aftur að lúka en það mun þér endurgoldið verða í upprisu réttlátra.“

En er þetta heyrði nokkur af þeim er til borðsins sat sagði hann til hans: „Sæll er sá maður sem etur brauð í Guðs ríki.“ En hann sagði til hans: [ „Nokkurs konar maður var sá er gjörði mikla kveldmáltíð og bauð mörgum til hennar og sendi út sinn þjón um kveldmálstímann að hann segði so boðsmönnunum: Komið því að allt er nú reiðubúið. En þeir tóku þá allir til hver eftir annan að afsaka sig. Hinn fyrsti sagði til hans: Búgarð keypta eg og hefi því þörf að fara út og sjá hann. Eg bið þig afsaka mig. Og annar sagði: Fimm akneyti keypta eg og fer eg nú út að reyna þau, eg bið þig afsaka mig. Hinn þriðji sagði: Konu hefi eg festa, fyrir því má eigi eg eigi koma. Og þjónustumaðurinn kom aftur og undirvísaði það sínum herra.

Þá varð húsbóndinn reiður og sagði til síns þjóns: Far snarlega út á stræti og götur borgarinnar og leið volaða, vanaða, blinda og halta hingað inn. Og þjóninn sagði: Herra, það er gjört hvað þú skipaðir og þó er enn meira rúm. Og herrann sagði til þjónsins: Far þú út á þjóðbrautir og um túngarða og nauðga þeim hér inn að koma so mitt hús verði fullt. En eg segi yður það að enginn þeirra manna sem boðnir voru munu smakka mína kveldmáltíð.“

En margt fólk gekk með honum. Og hann sneri sér við og sagði til þeirra: [ „Ef nokkur kemur til mín og hafnar eigi föður sínum og móður, konu og börnum, bræðrum og systrum og þar til sínu eigin lífi, hann fær eigi minn lærisveinn verið. Og hver hann ber eigi sinn kross og fylgir mér eftir sá getur eigi minn lærisveinn verið.

Því hver yðar sem turn vill uppbyggja situr hann eigi áður og samanreiknar kostnaðinn, hvað þarflegt er og hvað hann hefir til nægta? So að nær eftir á, er hann hefir grundvöllinn lagt geti hann ei fullgjört hann og allir þeir það sjá taka að dára hann og segja: Þessi maður tók að byggja og gat eigi við lokið. Eða hver konungur gengur út að halda orustu gegnt öðrum konungi, situr hann eigi áður og hugsar um með sér hvert hann getur með tíu þúsundir runnið í móti honum er með tuttugu þúsundir kemur til hans? En ef eigi þá sendir hann boðskap út þá þegar hinn er þó fjarlægur og biður hann þess sem friðsamlegt er. So og líka sérhver yðar sem eigi afsegir öllu því hann eignast fær eigi minn lærisveinn verið.

Saltið er gott en ef saltið dofnar með hverju kryddi þér þa? Því að það er þá hvorki á túnjörð né í taðhauga þarflegt heldur verður því útvarpað. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.“