VI.
En það bar til á annan hátíðardag ins fyrsta þvottdags að hann gekk um sáðna akra og hans lærisveinar tíndu axin ofan af korninu og átu, núandi þau með höndum sér. [ En nokkrir af Phariseis sögðu til þeirra: „Fyrir því gjöri þér það sem eigi leyfist á þvottdögum?“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Hafi þér eigi lesið hvað Davíð gjörði nær hann hungraði sjálfan og þá sem með honum voru, hvernin að hann gekk inn í Guðs húsið og tók skoðunarbrauðin og át og gaf þeim sem með honum voru, þau er öngvum leyfðist að eta nema kennimönnunum einum?“ Og hann sagði til þeirra: „Mannsins sonur er herra og einnin þvottdagsins.“
Það skeði og enn á öðrum þvottdegi að hann gekk inn í samkunduhúsið og kenndi. [ Og þar var sá maður sem hin hægra hönd var á visnuð. En skriftlærðir og Pharisei hugðu að hvert hann læknaði á þvottdögum so að þeir fyndi það hvar af þeir mættu hann ákæra. En hann merkti vel þeirra hugsan og sagði til mannsins þess sem höndina hafði visnaða: „Rís þú upp og statt hér í mitt.“ Hann reis upp og stóð þar. En Jesús sagði til þeirra: „Eg spyr yður að: Hvort hæfir á þvottdögum vel að gjöra eður illa, lífinu að forða eður tortýna?“ Og hann leit til allra þeirra er í kringum hann voru og sagði til mannsins: „Réttu út þína hönd.“ Og hann rétti hana út en sú hans hönd varð so heil sem hin önnur. En þeir fylltust af heimsku og töluðu til hver við annan hvað þeir vildu af Jesú gjöra.
En það gjörðist á þeim dögum að hann gekk á eitt fjall að biðjast fyrir og hann var um þá nótt á bænum til Guðs. [ Og þá eð dagur var kallaði hann sína lærisveina og kjöri tólf af þeim hverja að hann nefndi apostula: [ Símon, þann hann kallaði Petrum, og Andream bróður hans, Jacobum og Johannem, Philippum og Bartolomeum, Mattheum og Thomam, Jacobum son Alphei og Símon sem kallaðist Zelotes, Judab Jacobson og Judam Iskaríot hver að var svikarinn.
Og hann fór ofan meður þeim af fjallinu og gekk á einn sléttan flöt í mörkinni og flokkur hans lærisveina og mikill fjöldi annars lýðs af allri Judea og Jerúsalem og úr Tyro og Sidon við sjóinn hverjir komnir voru honum að heyra og það þeir læknuðust af sínum sóttum og að þeir sem kvöldust af óhreinum aundum yrði heilbrigðir. Og allur lýður sótti til honum að ná því að kraftur gekk út frá honum og hann læknaði þá alla.
Og hann hóf sín augu upp yfir lærisveina sína og sagði: [ „Sælir eru þér volaðir það yðart er Guðs ríki. Sælir eru þér sem hungraðir eruð nú því að þér skuluð saddir verða. Sælir eru þér sem nú grátið því að þér munuð hlæja. Sælir eru þér þó að menn hati yður og fráskilji yður og hallmæli og forleggi yðart nafn so sem annars illvirkja vegna Mannsins sonar. Fagni þér og gleðjist á þeim degi því sjá, yðart verðkaup er mikið á himni því þannin gjörðu og þeirra feður við spámennina.
En þar í mót: [ Ve yður auðigum sem hér hafið yðra huggan. Ve yður sem nú eruð saddir því að yður mun hungra. Ve yður sem hlæið nú því að þér munuð æpa og ýla. Ve yður nær eð hver maður lofar yður því að so gjörðu og þeirra feður við hina fölsku spámenn.
En eg segi yður sem áheyrið: [ Elski þér óvini yðra, gjörið þeim vel til sem yður hata, blessið þá er yður bölva og biðjið fyrir þeim sem yður misþyrma. Og hver hann slær þig á einn kinnvangann bjóð honum og annan frá. Og hver hann tekur af þér þinn möttul þá ver honum eigi þinn kyrtil. Og hver þig biður þeim gef og hver hann tekur burt hvað þitt er það heimt eigi aftur. Og so sem þér viljið að aðrir menn gjöri við yður gjöri þér líka so við þá.
Og ef þér elskið þá sem yður elska hver er þá yðar þökk? Því að syndugir elska sína elskendur. Og þó þér gjörið þeim gott er yður gjöra vel til hver verður yðar þökk? Því að þetta gjöra einnin hinir syndugu. Og þó þér skiptið við þá af hverjum þér væntið launa hver verður þá yðar þökk? Því að syndugir býta við synduga að þeir taki líkt við líku. Hvar fyrir þá elski þér óvini yðra, gjörið gott og býtið einskis þar fyrir væntandi. Þá mun yðart verðkaup mikið verða og þér munuð verða synir Hins hæðsta því að hann er góðfús viður óþakkláta og vonda.
Fyrir því verið og miskunnsamir líka sem yðar faðir er miskunnsamur. [ Eigi skulu þér dæma að þér dæmist eigi. Fordæmið eigi so að þér fordæmist eigi. Fyrirgefið, þá mun yður og fyrirgefast. Gefið og yður skal gefast, góða og samanþrykkta, skekna og yfirfljótanlega mæling munu þeir gefa í yðart skaut. Því að meður þessari sömu mælingu hverri þér mælið út mun yður aftur mælast.“
Og hann sagði þeim eina eftirlíking: [ „Fær blindur nokkuð leitt blindan? Falla þeir eigi báðir í gröfina? Eigi er lærisveinninn yfir sínum meistara. Því nær eð hver er so sem hans meistari þá er hann algjörður. En hvar sér þú ögn í þíns bróðurs auga en að þeim vagli sem í þínu auga er gáir þú eigi! Eða hvernin máttu segja bróður þínum: Bróðir, leyf að eg dragi ögnina úr auga þínu, er þú sér eigi sjálfur vaglinn í þínu auga! Þú hræsnari, drag þú fyrst út vaglinn úr þínu auga og sjá þá til að þú dragir út ögnina af þíns bróðurs auga.
Því ekkert gott tré ber vondan ávöxt og ekkert vont tré ber góðan ávöxt. [ Hver tré mun og kennast af sínum ávexti. Því að eigi lesa menn saman fíkjur af klungri og eigi heldur vínber af skógarrunni. Góður maður af góðum sjóð síns hjarta fremur gott og illur maður af vondum sjóð síns hjarta fremur illt. Því að af gnægð hjartans mælir munnurinn.
Til hvers kallið þér mig herra, herra, og gjörið eigi það eg segi? Hver hann kemur til mín, heyrir mín orð og gjörir þau, þá mun eg sýna yður að hverjum hann er líkur: [ Hann er líkur þeim manni er byggði upp hús og gróf djúpt og setti þess grundvöll á hellusteini. En er vatshríðina gjörði dundi vatsflóðið að húsinu og mátti það eigi hræra því að það var grundvallað á hellusteini. En hver hann heyrir þau og gjörir eigi hann er líkur þeim manni er byggði sitt hús á jörðu án grundvölls, að hverju vatsflóðið dundi og það féll jafnsnart og hrapan þess húss var mikil.“