XI.
Og þá þeir komu nær Jerúsalem til Betfage við Fjallið viðsmjörsviðanna sendi hann tvo sína lærisveina út og sagði til þeirra: [ „Gangið í það kauptún sem gegnt ykkur er og strax er þið gangið þar inn munu þið finna fola bundinn á hverjum enginn maður hefur enn setið. Leysið hann og leiðið hingað. Og ef nokkur segir til yðar hví þér gjörið það þá segið að hann er herranum þarflegur og strax mun hann senda hann hingað.“ Þeir gengu burt þaðan og fundu folann bundin fyrir utan dyrnar á gatnamótinu og leystu hann. Og nokkrir af þeim er þar stóðu sögðu til þeirra: „Hvað gjöri þið, leysandi folann?“ En þeir sögðu til þeirra sem Jesús hafði þeim boðið og þeir leyfðu þeim það. Og þeir færðu folann til Jesú, lögðu og á hann sín klæði og hann sat á honum. En margir breiddu sín föt á veginn en aðrir hjuggu kvistu af trjánum og dreifðu á veginn. Og þeir er fyrir gengu og hinir sem eftir fylgdu kölluðu og sögðu: „Hósíanna, blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins og blessað sé ríki föðurs vors Davíðs, það eð kemur í nafni Drottins! Hósíanna í upphæðum!“
Drottinn fór og til Jerúsalem og gekk inn í musterið og umskyggndi alla hluti. Þá eð kveldi var nú komið gekk hann út með þeim tólt til Bethania. Og annars dags þá hann gekk út af Bethania hungraði hann. [ Og er hann sá álengdar fíkjutré það er laufblöð hafði kom hann að vita hvert hann fyndi nokkuð á því. Og þá hann kom þangað að fann hann ekkert nema laufblöðin því að það var eigi fíknanna tími kominn. Jesús svaraði og sagði: „Hér eftir eti enginn af þér ávöxt að eilífu.“ Og hans lærisveinar heyrðu á það.
Þeir komu og til Jerúsalem og Jesús gekk inn í musterið, tók til út að reka þá sem seldu og keyptu í musterinu, borðum þeirra er reiðupeningum skiptu og stólum þeirra er dúfur seldu hratt hann um og ei lofaði hann að nokkur bæri nokkuð um musterið. [ Og hann kenndi og sagði til þeirra: „Er það eigi skrifað að mitt hús skuli kallast bænahús öllum þjóðum? En þér hafið gjört það að spillvirkjainni.“
Það heyrðu og hinir skriftlærðu og kennimannahöfðingjar og þeir leituðu eftir hvernin þeir mættu fyrirfara honum því að þeir óttuðust hann af því að allur lýður dáðist að hans kenningu. Og er kveld var komið gekk hann út af borginni. Og að morni þá gengu þeir þar hjá og sáu fíkjutréð þurrt orðið að rótum. Pétur minntist á og sagði við hann: „Rabbí, sjáðu, fíkjutréð hverju þú formæltir er uppvisnað.“ Jesús svaraði og sagði til þeirra:„Hafið trú til Guðs. Sannlega segi eg yður: Hver helst hann segði til þessa fjalls: [ Lyft þú upp og fleyg þér í sjóinn, og efaði eigi í sínu hjarta heldur tryði að það mundi ske hvað hann segir, þá mun það og ske hann hvað hann segir. Fyrir því segi eg yður: Allt hvað helst þér biðjið í yðvari bæn og trúið að þér auðlist það, þá mun það og henda yður. Og nær þér standið og biðjist fyrir þá fyrirgefið ef þér hafið nokkurs konar af öðrum yður í gegn so að yðar faðir sem er á himnum fyrirgefi yður yðar brot. [ Því að ef þér fyrirgefið eigi þá fyrirgefur og eigi yðar faðir sem er á himnum yðar syndir.“
Þeir komu og enn til Jerúsalem. Og þá er hann gekk í musterinu komu til hans höfuðprestar, skriftlærðir og öldungar og sögðu til hans: [ „Út af hverju valdi gjörir þú þetta og hver hefir gefið þér vald til að þú gjörðir þetta?“ En Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Eg vil spyrja yður að einu orði. Svarið mér, þá mun eg segja yður af hverju valdi eg gjöri þetta. Skírn Johannis, var hún af himnum eður af mönnum? Svarið mér.“ Þeir hugsuðu með sér og sögðu: „Ef vær segjum að hún væri af himnum þá segir hann til vor: Því trúðu þér henni þá eigi? En ef vær segjum að hún væri af mönnum hræðunst vær fólkið.“ Því að allir héldu að Jóhannes væri sannur spámaður. Því svöruðu þeir og sögðu til Jesú: „Vær vitum eigi.“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Þá segi eg yður og eigi af hverju valdi að eg gjöri þetta.“