S. Marcus evangelium
I.
Þetta er upphaf evangelii Jesú Christi, Guðs sonar, so sem skrifað er í hjá spámönnunum: [ „Sjá, eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá eð tilreiði þinn veg fyrir þér. Þar er ein hrópandi rödd í eyðimörku: Greiði þér vegu Drottins og gjörið hans stigu rétta.“ [
Jóhannes var í eyðimörku, skírði og prédikaði iðrunarskírn til syndanna fyrirgefningar. [ Og þar gengu út til hans allir af Júda og af Jerúsalem að þeir skírðust af honum í Jórdan, játandi sínar syndir.
En Jóhannes var klæddur með úfaldshárum og eitt ólarbelti um hans lendar og hann át engisprettur og skógarhunang. [ Hann prédikaði og sagði: [ „Sá kemur eftir mig sem mér er styrkri hvers að eg em eigi verðugur framfallandi upp að leysa þvengi hans skófata. Eg skíri yður með vatni en hann mun skíra yður með helgum anda.“ [
Það varð og á þeim dögum að Jesús af Naðsaret úr Galilea kom og skírðist af Johanne í Jórdan. [ Og strax þá hann sté upp úr vatninu sá hann himnana opna og helgan anda í dúfulíki ofanstígandi yfir hann. Þá varð og rödd af himnum: „Þú ert sonur minn elskulegur að hverjum mér vel þóknast.“
Og þá strax dreif andinn hann á eyðimörk. [ Þar var hann í fjörutígi dag og fjörutígi nátta og freistaðist af andskotanum. Hann var þar og með villudýrum. Og englar þjónuðu honum þar.
En eftir það er Jóhannes var gripinn kom Jesús í Galileam og prédikaði evangelium af Guðs ríki, so segjandi: [ „Sá tími er nú uppfylldur og Guðs ríki nálgast. Iðrist þér og trúið evangelio.“
En er hann gekk með sjónum í Galilea sá hann Simonem og Andream bróður hans látandi sín net í sjóinn því að þeir voru fiskarar. [ Jesús sagði til þeirra: „Fylgið mér eftir og eg mun gjöra það að þér verðið fiskendur manna.“ Strax forlétu þeir sín net og fylgdu honum eftir.
Og þá hann var skammt í burt þaðan genginn sá hann Jakob son Zebedei og Johannem bróður hans og þeir voru á skipi bæta að neti. Og strax þá kallaði hann á þá. Og þeir forlétu sinn föður Zebedeum í skipinu eftir hjá leiguliðunum og fylgdu honum eftir.
Þeir gengu þá til Kapernaum. Og strax um þvottdaginn gekk hann inn í samkunduhúsið og lærði þá. Og þeim ægði hans kenning það hann kenndi þeim sem af valdi en eigi so sem hinir skriftlærðu. [
Og einn maður var þar í þeirra samkunduhúsi haldinn af óhreinum anda. [ Sá kallaði og sagði: „Hei, hvað höfum vær með þig, Jesús af Naðsaret? Komtu að glata oss? Eg veit að þú ert hinn heilagi Guðs.“ Jesús straffaði hann og sagði: „Þegi þú og far út af manninum.“ Og sá óhreini andi hreif hann og kallaði upp hárri röddu og fór út frá honum. Og þeir undruðust allir so að þeir spurðu að sín á millum, so segjandi: „Hvað er þetta? Eða hver er þessi hin nýja kenning? Því að af valdi skipar hann óhreinum öndum og þeir hlýða honum.“ Og hans rykti gekk strax út um Galileahérað.
Þá gengu þeir strax út af samkunduhúsinu og komu til húsa Símonar og Andree með Jacobo og Johanne. En móðir húsfreyju Péturs lá þar krönk í köldu og strax þá sögðu þeir honum til hennar. [ Hann gekk þá til, reisti hana upp og hélt í hönd hennar og strax þá mistti hún köldunnar og þjónaði þeim.
En að kveldi komnu þá sólsett var fluttu þeir alls kyns sjúka menn og djöfulóða til hans. Og allur borgarmúgur safnaðist fyrir dyrunum. Og hann læknaði marga sem kvöldust af ýmsum sóttum. [ Hann rak og út marga djöfla. Og eigi leyfði hann djöflunum að mæla það þeir þekktu hann.
En að morni fyrir dögun stóð hann upp, gekk út og fór burt í einn eyðistað og baðst þar fyrir. En Petrus og þeir eð með honum voru skunduðu eftir honum og þá þeir fundu hann sögðu þeir honum: „Allir leita að þér.“ Hann sagði þá til þeirra: „Göngu vær í hinar næstu borgir og byggðarlög so að eg prédiki og þar því til þess kom eg.“ [ Hann prédikaði og í þeirra samkunduhúsum og um allt Galileahérað og rak út djöfla.
Og einn líkþrár maður kom til hans, biðjandi hann með hneigðu kné og sagði: [ „Ef þú vilt þá fær þú mig hreinsað.“ En Jesús sá aumur á honum, rétti út sína hönd, áhrærði hann og sagði honum: [ „Eg vil. Vertu hreinn.“ Og þá hann sagði so hvarf strax líkþráin af honum og hann varð hreinn. Jesús hastaði á hann og lét hann strax frá sér og sagði honum: „Sjá þú til að þú segir það öngum heldur far þú og sýn þig prestunum og fórna fyrir þinni hreinsun sem Moyses bað til vitnisburðar yfir þá.“ En þá hann kom út hóf hann upp og kunngjörði margt þar út af og víðfrægði þessi orð so að hann mátti eigi opinberlega innganga í borgina heldur var hann þar fyrir utan í eyðistöðum. Og margir komu til hans úr ýmsum álfum.