XXIIII.
Og sem Jesús gekk út af musterinu þá gengu hans lærisveinar til hans að þeir sýndu honum bygging musterisins. [ En Jesús sagði til þeirra: „Sjái þér ekki allt þetta? Sannlega segi eg yður að hér mun eigi eftir látast steinn yfir steini sá er eigi mun niðurbrotinn verða.“
En sem hann sat á fjallinu Oliveti gengu hans lærisveinar að honum heimuglega og sögðu: [ „Seg þú oss hvenar þetta mun ske og hvert teikn er þinnar tilkomu og veraldarinnar enda.“ En Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Sjáið til að enginn villi yður. Því að margir munu koma undir mínu nafni og segja: Eg em Kristur, og þeir munu marga villa.
Þér munuð heyra bardaga og hernaðartíðindi. Sjáið til að þér skelfist ekki því að allt þetta hlýtur að ske. Þó er þá enn eigi endirinn kominn. Því að þar mun ein þjóð hefja sig upp í móti annarri og ríki í móti ríki. Drepsóttir og hungur og jarðskjálftar munu þar verða í ýmsum stöðum en allt þetta eru upphöf harmkvælanna.
Þá munu þeir ofurselja yður í harðkvæli og yður munu þeir lífi firra og þér verðið hataðir af öllum þjóðum fyrir míns nafns sakir. Og þá munu margir hneykslun fyllast og innbyrðis hver annan svíkja og hver annan að hatri hafa. Og margir falsspámenn munu sig upphefja og margan afvegaleiða. Og af því að ranglætið mun yfirgnæfa mun kærleikurinn margra kólna. En hver eð staðfastur blífur allt til enda sá mun hólpinn verða. Og þetta evangelium ríkisins mun prédikað verða um allan heim til vitnisburðar yfir allar þjóðir og þá mun endirinn koma.
Nær þér sjáið nú svívirðing eyðslunnar (af hverri sagt er fyrir spámanninn Daníel) standa í helgum stað hver það les hann hyggi þar að , hverjir þá eru á Gyðingalandi flýi þeir á fjöll og hver hann er á ræfri fari sá ei ofan nokkuð að taka úr sínu húsi og sá sem á akri er snúi hann ei aftur að taka upp kyrtil sinn. [ Af þvi biðjið að yðar flótti ske eigi um vetur eður á þvottdegi. [ Því að þá mun verða so stór hörmung hvilík að eigi var í frá upphafi veraldar allt til þessarar stundar og eigi heldur verða mun. Og nema það að þessir dagar sé styttir verður ekkert hold hólpið. En fyrir útvaldra sakir þá eru þessir dagar forstyttir.
En ef nokkur segir þá til yðar: Sjá, hér er Kristur, eður, Þar, þá skulu þér eigi því trúa. Því að upp munu rísa falskristar og falsspámenn og þeir munu gjöra stór tákn og undur so að í villu munu leiðast (ef ske mætti) einnin útvaldir. Sjáið, eg sagði yður það fyrir. Nú ef þeir segja til yðar: Sjáið, hann er á eyðimörku, þá gangið eigi út. Sjáið, hann er í launkofum, þá trúið eigi. Því að so sem elding út gengur af uppgöngu og skín allt til niðurgöngu líka mun vera tilkoma Mannsins sonar. Því að hvar helst að hræið er þangað munu ernirnir safnast. [
En strax eftir hörmung þessara daga mun sólin sortna og tunglið eigi sitt ljós gefa og stjörnur munu af himni hrapa og kraftar himnanna munu bifast. [ Og þá mun skína teikn Mannsins sonar á himni og munu sér þá kveina allar kynkvíslir jarðar og þeir munu sjá Mannsins son komandi í skýjum himins með krafti miklum og tignarveldi. Og sína engla mun hann útsenda með lúðraþeytingu mikilli og hans útvöldum munu þeir samansafna af fjórum vindum, frá ystu álfum himnanna og allt til þeirra endimarka. [
Af fíkjutrénu lærið eftirlíking. [ Nær eð þess kvistur gjörist frjór og laufin útspretta þá viti þér það sumarið er í nánd. Líka so, nær eð þér sjáið allt þetta þá vitið að það er nærri, fyrir dyrum. Sannlega segi eg yður að þessi kynslóð mun eigi forganga þar til að allt þetta sker. Himinn og jörð munu forganga en mín orð munu eigi forganga. [ En af þeim degi eður stundu veit enginn og ekki englar á himnum nema minn faðir einnsaman.
En líka sem var um daga Noe so mun og verða í tilkomu Mannsins sonar. [ Því so sem þeir voru á þeim dögum fyrir flóðið að þeir átu, þeir drukku, þeir giftust og létu gifta sig, allt til þess dags á hverjum Nói gekk í örkina og þeir sættu því ekki þar til að flóðið kom og tók þá alla í burt, so mun og vera í tilkomu Mannsins sonar. Þá munu tveir á akri vera og mun einn upptekinn en annar forlátinn verða og tvær munu í kvernhúsi malandi vera og mun ein upptekin og önnur forlátin verða.
Fyrir því vakið því að þér vitið eigi á hverri stundu yðar herra muni koma. [ En það skulu þér vita að ef húsfaðirinn vissi á hverri stundu eð þjófurinn kæmi mundi hann vaka og láta eigi sitt hús í sundur grafa. Fyrir því verið þér og reiðubúnir því að Mannsins son mun koma á þeirri stund þér meinið ekki.
En hver hann er trúr þjón og forsjáll sem herrann hefur sett yfir sín hjú að hann gefi þeim fæði í réttan tíma. Sæll er sá þjón nær hans herra kemru og finnur hann so gjöranda. Sannlega segi eg yður að hann mun hann setja yfir öll sín auðæfi. En ef sá vondi þjón segir í sínu hjarta: Minn herra gjörir dvöl á að koma, og tekur að slá sína samlagsþjóna, etur og drekkur með drykkjurútörum. En herra þess þjóns mun koma á þeim degi sem hann vonar eigi og á þeirri stundu er hann grunar eigi og í sundur partar hann og setur hans hlutskipti með hræsnurum. Þar mun vera óp og tannagnístran.