XXIII.

Þá talaði Jesús til fólksins og til sinna lærisveina og sagði: [ „Á Moyses stóli sitja skriftlærðir og Pharisei. Allt hvað þeir segja yður þér skulið halda það haldið og gjörið. En eftir þeirra verkum skulu þér eigi gjöra því að þeir segja það og gjöra eigi. Þeir samanbinda þungar byrðar og óbærilegar og leggja þær mönnum á herðar en sjálfir þeir vilja ei áhræra þær fingri sínum. Því að öll sín verk gjöra þeir að þeir sjáist af mönnum. Sín minningarblöð útþenja þeir og fald sinna klæða mikla þeir. Kær hafa þeir hin fremstu sæti að kveldverðum og æðstu sessa í samkunduhúsum og kveðjur á torgum og af mönnum rabbí kallaðir verða.

En þér skuluð eigi rabbí kallast því að einn er yðar meistari, Kristur, en þér allir eruð bræður. Og öngvan skulu þér yðar föður kalla á jörðu því að einn er yðar faðir sá sem á himnum er. Því skulu þér eigi meistari kallast því einn er yðar meistari, Kristur. Sá sem að mestur er yðar sé hann yðar þénari. Því að hver sig upphefur sá mun niðurlægjast og hver sjálfan sig niðurlægir hann mun upphafinn verða.

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! [ Hverjir himnaríkið afturlokið fyrir mönnum. Eigi gangi þér þar inn og þeim er inn vilja ganga í það þá lofi þér eigi.

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! Hverjir ekknahúsin uppetið með yfirhylmingu langra bæna. Fyrir það munu þér þess meiri fordæming öðlast.

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! Hverjir um kringum farið sjó og lönd so að þér gjörið einn að Gyðingi og nær hann er það orðinn gjöri þér hann að helvískum syni tvefalt meir en þér eruð. [

Vei yður blindum leiðtogurum! Þér sem segið: [ Hver hann sver við musterið það sé ekkert en hver hann sver við gullið musterið, sá er sekur. Þér fífl og forblindaðir, hvort er meira, gullið eða musterið það er gullið helgar? Og hver eð sver við altarið, sé ekkert, en hver hann sver við það offur sem á því er, sá sé sekur. Þér heimskir og blindir, hvert er meira, offrið en altarið það sem offrið helgar? Fyrir því, hver hann sver við altarið sá sver við altarið og allt hvað þar er upp á og hver hann sver við musterið sá sver við það og við þann sem þar byggir inni og hver hann sver við himininn sá sver við Guðs sæti og við þann sem þar upp á situr.

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! Hverjir tíundið myntu, anet og kúmen en yfirgefið það hvað þyngst er í lögmálinu, einkum: dóminn, miskunnsemd og trúna. [ Þetta byrjaði að gjöra og hitt eigi eftir að skilja. Þér blindir leiðtogarar, sem síið mýfluguna en svelgið úlfaldann!

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! sem hreinsið hið ytra bikara og diska en innan eru þér fullir ráns og óhreininda. [ Þú blindur faríseari, hreinsa fyrst hið innra á bikörum og diskum so að hið ytra verði og hreint.

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! Hverjir líkir eruð forfáguðum leiðum framliðinna hver eð utan sýnast mönnum fögur en innan eru þau full af dauðra manna beinum og allri óþekkt. [ So og þér skínið að sönnu utan fyrir mönnum réttlátir en fyrir innan eru þér fullir hræsni og ranginda.

Vei yður skriftlærðum og Phariseis, þér hræsnarar! Hverjir uppbyggið spámannaleiðin og prýðið grafir réttlátra manna og segið: [ Ef vér hefðum verið á dögum feðra vorra skyldu vær eigi verið hafa samlagsmenn í þeirra blóði spámannanna. Svo beri þér sjálfir yður vitni að þér eruð synir þeirra sem spámennina aflífuðu. Nú vel, uppfyllið mæling feðra yðvara. Þér eiturormar og nöðrukyn, hvernin vilji þér umflýja helvíska fyrirdæming?

Fyrir því sjáið: [ Eg sendi til yðar spámenn, spekinga og skriftlærða menn og nokkra af þeim munu þér lífláta og krossfesta og suma munu þér húðstrýkja í samkunduhúsum yðar og af annarri borg í aðra munu þér þá ofsækja, svo að yfir yður komi allt réttlátt blóð sem á jörðina er úthellt í frá blóði Abels réttláta allt til blóðs Zacharie sonar Barakía, hvern þér drápuð á milli musteris og altarisins. Sannlega segi eg yður að allt þetta mun koma yfir þessa kynslóð. [ Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem aflífar spámennina og grýtir þá sem til þín eru sendir! Hversu oft hefi eg viljað samansafna sonum þínum líka sem að hæna safnar ungum sínum undir vængi sér og þér hafið eigi viljað! Sjáið, yðvart hús skal yður í eyði látið verða. Því að eg segi yður: Þér munuð eigi sjá mig upp frá þessu þar til þér segið: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.“