XX.

Himnaríki er líkt þeim húsföður sem útgekk snemma morguns verkmenn að leigja í víngarð sinn. [ En að gjörðum samningi við verkmennina af daglegu peningsgjaldi sendi hann þá í sinn víngarð. Og nær þriðju stund gekk hann út og leit aðra iðjulausa standa á torginu og sagði til þeirra: Fari þér í minn víngarð og hvað rétt er mun eg gefa yður. Þeir gengu og þangað. Og enn gekk hann út aftur um séttu og níundu stund og gjörði so líka. En um elleftu stund gekk hann út og fann enn aðra standa iðjulausa og sagði til þeirra: Hvar fyrir standi þér hér allan dag iðjulausir? Þeir sögðu til hans: Því að enginn hefur leigt oss. Hann sagði til þeirra: Fari þér og í minn víngarð og hvað rétt er skulu þér fá.

En þá kveld var komið sagði herrann víngarðsins til síns ráðamanns: Kallaðu verkamennina og gjald þeim verðkaupið. Og hann tók til í frá inum seinasta og allt til hins fyrsta. Þá komu þeir sem um elleftu stund leigðir voru og hver þeirra meðtók sinn pening. En er hinir fyrstu komu meintu þeir það þeir mundu fá meira og hver þeirra meðtók sinn pening. Og þá er þeir höfðu hann meðtekið mögluðu þeir í móti húsföðurnum og sögðu: Þessir seinustu hafa eina stund erfiðað og þú gjörir þá oss jafna, vér sem borið höfum þunga og hita dagsins.

En hann svaraði og sagði til eins þeirra: Vinur, ei gjöri eg þér órétt. Ertu ekki ásáttur orðinn við mig um einn pening? Tak hvað þitt er og far burt. En þessum seinasta vil eg gefa so sem þér. Eða lofast mér ekki að gjöra af mínu hvað eg vil? Eða ertu um það rangeygður þó að eg sé góðgjarn? So verða nú síðastir hinir fyrstu og fyrstir hinir síðustu. Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“

Og hann ferðaðist upp til Jerúsalem og tók þá tólf lærisveina heimuglega til sín á veginum og sagði til þeirra: [ „Vér reisum nú upp til Jerúsalem og Mannsins son mun ofurseljast kennimannahöfðingjum og skriftlærðum og þeir munu hann fordæma til dauða og ofurselja hann heiðingjum til spottunar og húðstrokunar og til krossfestingar. Og á þriðja degi mun hann upp aftur rísa.“

Þá gekk móðir sona Zebedei til hans meður syni sína, kallandi fyrir hann fram og bað nokkurs af honum. [ Og hann sagði til hennar: „Hvað viltu?“ Hún sagði til hans: „Lát þessa mína sonu sitja í ríki þínu, þann eina til þinnar hægri handar og annan til þinnar vinstri handar.“ En Jesús svaraði og sagði: „Þér vitið eigi hvað þér biðjið. Geti þið þann kaleik drukkið hvern eg mun drekka og þeirri skírn skírast látið hverri eg mun skírast?“ Þeir sögðu til hans: „Það getum við.“ Og hann sagði til þeirra: „Minn kaleik munu þið að sönnu drekka og þeirr skírn hverri eg skírunst munu þið skírast. En það að sitja til minnar hægri handar og vinstri handar er eigi mín yður að gefa heldur þeim hverjum það er fyrirbúið af mínum föður.“

Og er þeir tíu heyrðu það þykktust þeir þeim tveimur bræðrum. [ En Jesús kallaði þá til sín og sagði: [ „Þér vitið að veraldarmannahöfðingja drottna yfir þeim og þeir eð voldugir eru hafa yfirvöld. So skal eigi vera yðar á milli heldur hver hann vill yðar á milli voldugur vera sé sá yðar þénari. Og hver yðar sem fremstur vill vera veri hann yðar þjón. Líka so sem Mannsins son kom eigi að hann léti sér þjóna heldur upp á það hann þjónaði og gæfi sitt líf til endurlausnar fyrir marga.“

Og þá er þeir gengu út af Jeríkó fylgdi honum margt fólk eftir. Og sjá, að tveir blindir sátu við veginn. Og þá þeir heyrðu það að Jesús gekk þar fram hjá kölluðu þeir og sögðu: „Ó herra, sonur Davíðs, miskunna þú okkur!“ En fólkið hastaði á þá að þeir þegði. En þeir kölluðu því meir og sögðu: [ „Ó herra, sonur Davíðs, miskunna þú okkur!“ Og Jesús staðnæmdist, kallaði á þá og sagði: „Hvað vilji þið að eg skuli gjöra ykkur?“ Þeir sögðu til hans: „Herra, það að okkar augu upplúkist.“ En Jesús sá aumur á þeim, snart augu þeirra og þeir sáu jafnskjótt og fylgdu honum eftir.