XIIII.

Og að þremur árum liðnum frétti Júdas og þeir sem með honum voru að Demetrius Seleucison var kominn til Trípólis með miklu liði og skipafjölda miklum og hafði unnið land undir sig og slegið Antiochum og hans ríkisstjórnara Lysiam. [ En Alcimus, sá fyrr hafði verið kennimannahöfðingi og svívirðilega var affallinn á þeim ofsóknartíma og nú hugsaði hverki að lifa né aftur að ná því hæðsta kennimannsembætti, hann reisti fyrir Demetrium kóng á því hundraðasta fimmtugasta og fyrsta ári og færði honum eina gulllega kórónu, pálmvið og viðsmjörsviðargreinir sem musterinu tilheyrði. Og þann fyrsta dag gaf hann sig ekki fram þar til hann sá sér færi til að fremja sinn galinskap.

Þá Demetrius kallaði hann nú fyrir ráðið og lét hann aðspyrja hvernin Gyðingum gengi og hvað þeir hefði í sinni þá svaraði hann so: [ „Þeir Gyðingar sem látast vera góðir hverra höfuðsmaður Júdas Macchabeus er, þeir byrja ætíð stríð og styrjöld og láta þitt ríki ekki í friði. Mig hafa þeir og einnin svipt minni föðurlegri vegsemd, einkum kennimannsembættinu. Því em eg hingað kominn, fyrst kónginum til góða og í hina bestu meining, í annan máta af því að eg vildi gjarna sjá gott ráð mínu fólki því að fyrir slíkt stjórnleysi verður vor ætt að öngvu. Vildi því kóngurinn álíta þetta málefni og eftir sinni frægðar góðvild gefa góð ráð og hjálpa landinu og allri vorri ætt í þessu málefni það á meðan Júdas er á lífi þá er ekki mögulegt að friður verði í landinu.“

Og er hann hafði lokið sínu máli urðu hinir aðrir gramir upp á Judam og upphvöttu Demetrium honum í móti so að hann jafnsnart heimti á tal við sig Nicanor, sem var höfuðsmaður yfir fílahernum, og skipaði hann til höfuðsmanns í móti Gyðingum og bauð honum að drepa Judam og í sundur tvístra hans liði og setja Alcimum í það hæðsta kennimannsembætti. [ Þá gáfu allir heiðingjar sig í lið með Nicanor sem Júdas hafði úr landi rekið, ætlandi að Gyðinganna ógæfa mundi þeim til gæfu verða.

Þegar Júdas og þeir með honum voru heyrðu að Nicanor reisti í móti þeim og að heiðingjar söfnuðust til hans úr öllum stöðum þá dreifðu þeir ösku yfir höfuð sér og köllluðu til Guðs, sem frá veraldar upphafi hafði varðveitt sitt fólk og sínum litla hóp opinberlega hjálpað hafði. [ Og þá þeirra höfuðsmann bauð þeim þá tóku þeir sig upp og mættu óvinunum hjá því kauptúni Dessa. En Símon, Júdas bróðir, gaf sig í móti Nicanor og var við sjálft búið að hann hefði slegið hann af því þeir komu óvinunum á óvart. Þá Nicanor heyrði nú að Júdas hafði með sér svo hughrausta menn sem djarflega voguðu lífi og góssi fyrir sitt föðurland þá óttaðist hann og vildi ekki eiga bardaga við þá heldur sendi til þeira Possidonium, Theodotum og Matathiam að semja sáttargjörð við þá. [ Og eftir langa ráðagjörð þá þeirra höfuðsmaður hafði tjáð fyrir fólkinu sökina alla og þeim kom saman samþykktust þeir þessari sáttargjörð og tilsettu einn dag á hverjum þeir skyldu finnast báðir alleina.

En þegar sá dagur kom varð sinn stóll settur handa hvorum fyrir sig. Og Júdas tilsetti nokkra brynjaða menn eigi langt þar frá so að óvinirnir gjörði honum óforvarandis engin svik og ræddust so við sín á milli um þeirra nauðsynjar. [ Og Nicanor var til Jerúsalem nokkra stund og byrjaði ekkert þeim í móti og lét sitt stríðsfólk reisa í burt og heiðraði Judam fyrir fólkinu og téði sig vingjarnlega við hann og réð honum að kvongast og að afla sér afkvæmis. Svo kvöngaðist Júdas og var í góðum friði og tók vara á sinni næringu. En þegar Alcimus sá það að þessir tveir voru nú vinir orðnir og höfðu gjört frið sín á milli reisti hann aftur til Demetrium og áklagaði Nicanor að hann væri ótrúr orðinn að hann hefði kóngsins óvin Judam sett til hins hæðsta kennimannsembættis í sinn stað. Þá styggðist kóngurinn og varð mjög reiður af lygum þessa illmennis og skrifaði Nicanor til að sér líkaði ekki í neinn máta sú friðargjörð sem hann hafði gjört vil Gyðinga og bauð honum að hann skyldi jafnsnart grípa Macchabeum og senda hann til Antiochiam.

Þá slík bífalning kom til Nicanor þá hryggðist hann og hann angraði að hann varð að bregða sína trú þar sem Júdas hafði ekki til saka gjört. En af því hann dirfðist ekki að gjöra í móti kónginum þá hugsaði hann að grípa hann með svikum. Og þegar Macchabeus merkti að hann hafði meiri óvild til hans en fyrr þá hugsaði hann að það mundi ekki neitt gott merkja og hann tók nokkra menn til sín og geymdi sig fyrir honum.

En þá Nicanor sá það að Macchabeus hafði so klóklega undan komist þá gekk hann upp til hins fagra, heilaga musteris, til kennimannanna og bauð prestunum sem þar fórnfærðu að þeir skyldu framselja þennan mann. En þeir sóru dýran eið að þeir vissi ekki hvar hann væri. Þá útrétti hann sína hægri hönd í móti musterinu og sór eið: [ „Ef so er að þér ofurseljið mér ei Judam í hendur bundinn þá skal eg niðurbrjóta þetta Guðs hús og slá niður altarið og setja þar upp í staðinn Bacho eina fagra kirkju.“ Og þá hann hafði þetta talað þá gekk hann í burt þaðan.

Þá upplyftu prestarnir sínum höndum til himins og kölluðu til hans sem alltíð hefur frelsað vort fólk og sögðu: „Drottinn, þó þú hafir ei þörf á nokkrum hlut þá hefur þú samt látið þér líka að þitt musteri í hverju þú býr sé á meðal vor. Þar fyrir, þú heilagi Guð, vherjum alleina tilheyrir allt það sem heilagt er, varðveittu framvegis þetta hús hvert vér nú fyrir litlu höfum hreinsað so að það saurgist ei og aftur að nýju byrg vondra manna munna.“

Þá var Nicanor sagt frá einum gömlum manni í Jerúsalem, sá hét Rasís, að hann væri einn sá maður sem elskaði þeirra feðra lögmál og hafði alla vegana gott rykti og slíka ást af sínum borgarmönnum að hver maður nefndi hann Gyðinganna föður. Hann var og áður þar fyrir klagaður og ofsóttur og hafði mannlega gefið sitt líf í hættu vegna Gyðinganna trúar. Þegar Nicanor nú vildi láta sjá hvílíkan fjandskap hann hafði til Gyðinganna þá sendi hann meir en fimm hundruð stríðsmenn að grípa hann. Því að hann hugsaði þegar hann hefði hann fangað þá hefði hann gjört þeim einn stóran skaða. Og þeir stormuðu upp á portið á þeim turni sem hann var inni og settu eld þar í. Og sem hann merkti að hann var fangaður þá vildi hann hafa lagt sig í gegnum [ sjálfur því að hann vildi heldur ærlega deyja en að koma í hendur þeim óguðlegu og verða með háðung hæddur af þeim. En í þeirri angist hæfði hann sig ekki rétt.

Þegar þeir brutust nú inn upp á hann þá komst hann frá þeim upp á múrinn og fleygði sér hraustlega þar ofan fyrir á meðal fólksins en fólkið veik sér undan so að hann hafði rúm. Og hann féll niður á lendarnar og var enn þá lífs, reis upp reiðulega þó að honum blæddi mjög og væri mjög sár, braust fram á meðal fólksins og fór upp á einn hávan klett. Og þá honum hafði útblætt á tók hann garnirnar úr lífinu og kastaði að stríðsmönnunum og hann kallaði til Guðsm hver að er Drottinn lífsins og andans, að hann vildi gefa honum aftur allt þetta og so dó hann.