XIII.
Á því hundraðasta sextugasta og níunda ári spurði Júdas og hans menn þau tíðindi að Antiochus Eupator færi með miklu liði í Gyðingaland og Lysias hans ríkisstjórnari og æðsti ráðgjafi væri með honum og hann hefði hundrað og tíu þúsundir af grísku fótgönguliði og fimm þúsund og þrjú hundruð riddara og tvo og tuttugu fíla og þrjú hundruð vagna járni slegna. [ Menelaus gaf sig og so til þeirra og manaði Antiochum til með miklum fagurmælum að fordjarfa sitt föðurland so að hann fyrir það fengi það yppasta prestembætti.
En kóngurinn allra kónga uppvakti Antiochi sinni so að hann straffaði þann frásnúinn skálk. Því að Lysias ávísaði honum hversu hann væri sök og efni til alls þessa ókyrrleika. Þar fyrir lét hann flytja hann til Berea og í þeim sama stað lífláta hann eftir þess lands vísu. Því að þar var einn turn, fimmtígi álna að hæð, fullur ösku. Þar ofan á stóð eitt hjól járngöddum slegið. Það hljóp um kring. Þar varð sá guðlastari og stórglæpamaður stegldur. [ Slíkum dauða hlaut sá níðingur Menelaus að deyja og verða ekki jarðaður og það skeði hann maklega því að með því hann so oftsinnis syndgaði í móti herrans altari þar sem var sá heilagi eldurinn og askan, því hlaut hann og í ösku líflátinn að verða.
En kóngurinn var mjög gramur orðinn Gyðingum og ætlaði sér að plága þá eins grimmlega og hans faðir hafði gjört. Þetta merkti Júdas og hann bauð öllu fólkinu að það skyldi dag og nótt ákalla Drottin að hann vildi nú sem oftar veita þeim hjálp í móti þeim sem þá ræna vildu lögmálinu, fósturlandinu og því heilaga musteri. [ Og hann vildi ekki gefa bölvuðum heiðingjum í hendur það fólk sem litla viðrétting hafði fengið. Þá þeir höfðu nú með einum huga þetta gjört allir hver með öðrum og báðu þann miskunnsama Guð með tárum, fastandi og lágu heila þrjá daga á jörðu, þá huggaði Júdas þá og bauð þeim til sín að koma. Og þá hann og öldungarnir voru til samans komnir þá kom það ásamt með þeim að hann skyldi reisa í móti kónginum og láta sverfa til stáls með Guðs hjálp fyrr en hann kæmi í Gyðingaland með sinn her og ynni borgina. Og hann fal sig so Guði og hughreysti sitt lið að þeir skyldu berjast hreystilega allt til dauða so þeir næði að halda lögmálinu, musterinu, borginni, fósturlandinu og ríkisstjórninni. Og hann setti sínar herbúðir hjá Móden og hann gaf þeim þessi orð til [ leysingar: „Guð gefur sigur.“ Því næst tók hann sig upp um nóttina með það besta lið hann hafði og féll inn í kóngsins herbúðir og sló í hel fjórar þúsundir manna og þann fílinn sem fremstur var, með öllum þeim sem í kastalanum voru. Með þessu komu þeir mikillri skelfingu og hræðslu í allar herbúðirnar og komust með heiður og lukku þaðan í burt um morguninn þá lýsti því að Guð var þeirra hjálpari.
En þegar kóngurinn hafði reynt að Gyðingar voru so einhugaðir þá sneri hann sinni ferð og reisti í gegnum óvegu og flutti sinn her fyrir Bet Súra sem var vígi Gyðinga og ei var umkringt. [ En hann varð þar og einnin á flótta rekinn og varð þar ekkert til snúðar og fékk skaða því að Júdas sendi í kastalann allt það þeir við þurftu.
En einn maður var á meðal Gyðinga að nafni Rodocus. [ Hann sagði óvinum með svikum allan þeirra heimugleik. En þeir höfðu njósn af honum, náðu honum og ráku hann á burt.
Því næst varð kóngurinn so til sinnis að hann gjörði frið við þá í Bet Súra og reisti þaðan og átti orrostu við Judam og fékk ósigur. Og með því hann hafði spurt að Philippus var vikinn frá honum hvern hann lét eftir í Antiochia til landvarnar þá varð hann mjög skelfdur. [ Og hann leitaði um sáttir við Gyðinga og gjörði við þá frið og vann eið að halda þá sáttargjörð og varð so þeirra vinur. Og hann færði fórnir og vegsamaði musterið og auðsýndi sig vinsamlega við staðinn, tók Macchabeum í vináttu og gjörði hann að höfuðsmanni frá Ptolemais allt til þeirra Grerrener.
En þegar kóngurinn kom til Ptolemais líkaði þeim í Ptolemais ekki vel þessi sáttargjörð því að þeir voru hræddir um að þessi sátt mundi ei við þá haldin verða so sem þeir höfðu áður ekki haldið sína trú. Þá gekk fram Lysias opinberlega og afsakaði kónginn og veitti þeim fortölur so að þeir voru til friðs og stilltu þá so að þeir skyldu vænta alls góðs til þeirra. Því næst reisti kóngurinn aftur til Antiochiam. Og so skeði þessi kóngsins herför og heimreisa.