VII.
Á því hundraðasta fimmtugasta og fyrsta ári kom Demetrius Seleucison frá Róm heim aftur í sitt ríki og vann einn stað við hafið með litlu liði og ríkti þar sem einn kóngur. [ Og sem hann kom inn í höfuðstaðinn Antiochiam þá handtók stríðsfólkið Antiochum og Lysiam og vildu í hendur selja þá Demetrio. En þá Demetrio var það sagt þá bauð hann að þeir skyldu ekki koma honum fyrir augu. Þar fyrir sló stríðsfólkið þá í hel. [
Þá Demetrius hafði nú inntekið ríkið komu til hans margir óguðlegir og affallnir af Ísrael og Alcimus var hinn helsti af þeim. Hann vildi gjarnan verða æðsti kennimaður. Þessir klöguðu upp á Judam og sitt eigið fólk, segjandi: „Júdas og hans bræður hafa í hel slegið eða af landi burt rekið alla þá sem þér vildu hlýðnir vera. [ Þar fyrir send þangað einhvern þann sem þú trúir og lát skoða hvernin þeir hafa fordjarfað oss og kóngsins land og lát straffa þá og alla þeirra félaga.“
Þar fyrir gjörði kóngurinn Bachidem, sinn vin sem var megtugur í ríkinu og mikill trúnaðarmaður kóngsins, að höfuðsmanni yfir öllu landinu þessumegin Euphrates og sendi með honum níðinginn Alcimum hvern hann hafði skikkað til kennimannshöfðingja og skipaði honum að straffa Ísraelsfólk. [ Og þeir reistu inn í landið Júda með miklu liði og sendu boð til Júda og hans bræðra um friðargjörð þeirra á milli og létust vilja halda frið við hann. En það voru einsömun svik. Þar fyrir trúði Júdas þeim ekki það hann sá að þeir voru velbrynjaðir og höfðu mikinn hersfjölda með sér.
En margir af kennimönnunum komu til Alcimus og Bachides og margir góðir menn í Ísrael vonuðu góðs til Alcimus, báðu um frið, segjandi: [ „Alcimus er einn kennimaður út af Aarons ætt. Hann sýnir oss öngvan ótrúleika.“ Og Alcimus lofaði þeim friði og sór þeim einn eið, segjandi: „Vér viljum ekki gjöra yður né yðrum vinum illt.“ Og þá þeir so trúðu honum þá lét hann grípa sextígu af þeim og lét slá alla í hel á einum degi so sem skriftin segir: „Þeir hafa gefið dýrum hold þinna heilagra, þeir hafa úthellt blóðinu í kringum Jerúsalem líka sem vatni og þar var enginn sá sem þá jarðaði.“ Þar fyrir kom ein stór, mikil hræðsla og skelfing á meðal fólksins sem klagaði að með Alcimo væri hverki trú né tryggð því að hann hélt ekki sinn eið.
Og Bachides reisti frá Jerúsalem og settist um Bet Seka og hann sendi út og lét grípa marga af þeim sem áður höfðu gefið sig til hans og flýðu frá honum aftur vegna hans ótrúleika og hann lét drepa marga af þeim og kastaði þeim í eina stóra gryfju. [ Því nærst bífalaði Bacides Alcimo landið og lét eftir stríðsfólkið hjá honum og reisti til kóngsins. Og Alcimus ásetti sér með valdi að vera æðsti kennimaður og hann safnaði að sér öllum afföllnum í Ísrael og braut landið Júda undir sig með magt og áþjáði Ísraelsfólk mjög harðlega. [
Þá Júdas sá nú að Alcimus og þeir sem affallnir voru frá Ísrael gjörðu so stórmikinn skaða í Ísrael þá reisti hann enn um kring í gegnum allt landið Júda og straffaði þá afföllnu og varði þeim so að þeir þorðu ekki þaðan í frá að fara hingað og þangað í landinu. [
En sem Alcimus sá að Júdas og hans fólk efldist að styrk aftur so að hann gat ei staðist í móti þeim þá fór hann til kóngsins aftur og klagaði harðlega upp á þá. [ Þar fyrir sendi kóngurinn þangað einn megtugan höfðingja sem hét Nicanor, sá sem var mjög reiður upp á Ísraelsfólk, og skipaði honum að afmá allt Ísraelsfólk. [ Og Nicanor fór með mikið herlið til Jerúsalem og gjörði menn til Júda og hans bræðra sviksamlega, hverjir eð láta skyldu so sem vildi hann gjöra frið við hann, segjandi: „Vér viljum hafa frið hver við annan, eg og þér, og eg vil koma friðsamlega með fáeina menn að eg megi tala við þig.“ so kom Nicanor til Judam og þeir heilsuðust og töluðust við friðsamlega. En so var ásett að menn skyldu þar handtaka Judam. Þessa varð Júdas vís af njósnarmönnum að Nicanor væri þar fyrir til hans kominn að hann vildi grípa hann sviksamlega. Þar fyrir forðaðist Júdas hann og vildi ekki framar meir til hans koma.
Og þá Nicanor formerkti að hans fyrirötlun var augljós orðin reisti hann í mót Júda og hélt bardaga við hann hjá Kafar Salama. [ Þar féll af Nicanor fimm þúsund manna og hans herlið varð að flýja upp á Davíðsfljót. Eftir það kom Nicanor og til helgidómsins á Síonsfjalli og kennimennirnir og öldungarnir gengu út að kveðja hann friðsamlega og að sýna honum að þeir færði stórar fórnir fyrir kónginum. En Nicanor spottaði þá og þeirra guðsþjónustu og lastaði og vanhelgaði þeirra fórnir og sór einn eið, segjandi: „Ef að þér í hendur seljið mér ekki Judam og hans lið þá skal eg uppbrenna þetta hús jafnsnart sem eg kem með lukku hingað aftur.“ Og hann fór í burtu með stórum grimmdarhuga.
En kennimennirnir gengu inn og stóðu fyrir altarinu grátandi og sögðu: „Ó Drottinn, með því að þú útvaldir þetta hús að menn skyldu þar ákalla þig og prédika um þig þá biðjum vér að þú viljir hefnast á þessum Nicanor og hans herliði og minnast þar á það þeir hafa lastað þinn helgidóm og að þú vildir útreka og afmá þá af landinu.“
Og Nicanor reisti frá Jerúsalem og setti sínar herbúðir hjá Bet Hóron. Þangað kom til hans enn meira lið úr Sýrlandi honum til hjálpar. En Júdas setti sínar herbúðir gagnvart honum hjá Adasar með þrjú þúsund manna og bað til Guðs, so segjandi: [ „Drottinn, þá kóngsins Sennakeríb sendiboði lastaði þig þá útsendir þú þínn engil. Hann sló í hel hundrað fimm og áttatígu þúsund manna. Slá þú og eins á þessum degi vora óvini fyrir vorum augum og dæm þennan Nicanor eftir sínum mikla misgjörningi svo að aðrir megi meðkenna að þú hefur straffað hann fyrir það að hann lastaði þinn helgidóm.“
Og á þeim þrettánda degi mánaðarins [ adar áttu þeir orrustu til samans og Nicanor féll fyrstur. [ En þá hans her sá það þá köstuðu þeir verjunum frá sér og flýðu. En Júdas rak flóttann eina dagreisu frá Adasar allt til Gasa og lét blása í herlúðra so að fólkið af öllum stöðum umhverfis í landinu skyldi koma út til hans að nýju. So féll Nicanors her og þar komst ekki einn undan. Og Júdas rænti valinn og burtu flutti herfangið með sér.
Og hann lét höggva höfuðið af Nicanor og hægri höndina sem hann útrétti til eiðsins þá að hann lastaði og hótaði helgidóminum og hann lét flytja bæði höfuðið og höndina með sér og upphengdi það í Jerúsalem. Þá varð fólkið stórlega glatt að nýju og héldu þennan dag helgan með miklum fögnuði. Og þeir skipuðu að menn skyldu árlega halda þennan dag heilagan sem er þann þrettánda daginn mánaðarins adar. So varð friður að nýju í landinu Júda um stundarsakir.