II.

Og Drottinn hefur haldið sín orð þau sem hann talað hefur til vor og vorra dómara, konunga og höfðingja sem stjórna skyldu Ísrael og til þeirra af Ísrael og Júda. Og hann hefur látið so þungt straff koma yfir oss hvers líki ei er skeð undir öllum himninum sem komið er yfir Jerúsalem, líka so sem skrifað stendur í Moyses lögmáli að maður skyldi eta síns sonar og sinnar dóttur hold. Og hann gaf þá bur til þræla í öll þau kóngaríki sem þar liggja um kring til smánar og bölvanar meðal allra þjóða sem eru í kringum oss, á meðal hverra Drottinn hefur útdreift þeim, og þeir verða jafnlega niðurþrykktir og geta ekki komist upp aftur. Því að vér höfum syndgast í móti Drottni Guði vorum í því að vér hlýddum ekki hans raust.

Drottinn vor Guð er réttlátur en vér og feður vorir berum maklega vora smán svo sem nú skeður. [ Öll sú ógæfa um hverja Drottinn hefur talað í gegn oss hún er yfir oss komin. Og vér höfum ekki grátbænt Drottin so að hver hefði snúið sér frá sínum hjartans hugrenningum. Og Drottinn vakti yfir oss til ólukku sem hann lét yfir oss koma því að Drottinn er réttlátur í öllum sínum verkum sem hann hefur oss boðið. En vér hlýddum ekki hans röddu svo að vér hefðum gengið eftir boðorðum Drottins sem hann gaf oss.

Og nú Drottinn Ísraels Guð, þú sem útleiddir þitt fólk af Egyptalandi með einni styrkri hendi, með stórri magt og miklu valdi, fyrir teikn og stórmerki, og hefur gjört þér eitt nafn so sem nú er það, vér höfum syndgast og höfum (því verr) verið óguðlegir og vér höfum brotið í móti þínum boðorðum. Ó Drottinn Guð vor, láttu af þinni grimmdarreiði yfir oss því að vér erum orðnir harla fáir á meðal heiðingjanna þangað sem þú hefur útdreift oss.

Heyr, Drottinn, vora bæn og vora grátbeiðni og hjálpa oss vegna sjálfs þíns og lát oss finna náð hjá þeim sem oss hafa í burt flutt so að öll veröldin megi viðurkenna að þú, Drottinn, ert vor Guð. [ Því að Ísrael og hans sáð hefur sitt nafn af þér. Líttu, Drottinn, af þínu heilaga húsi og hugsa til vor. Hneig þú, Drottinn, þitt eyra og bænheyr þú. Upplúk þú, Drottinn, þínum augum og sjá það. Því að þeir framliðnu í helvíti, hverra andi er liðinn af líkamanum, þeir prísa ekki dýrð og réttlæti Drottins heldur sú sála sem mjög eer sorgfull og gengur bjúg og hryggðarfull og hefur hartnær útgrátið sín augu og er hungruð, hún prísar, Drottinn, þína dýrð og þitt réttlæti.

Og nú Drottinn vor Guð, vér liggjum frammi fyrir þér með vorri bæn, ekki fyrir sakir réttlætis vorra feðra og vorra kónga heldur fyrir sakir þinnar miskunnsemdar. [ Eftir því að þú hefur látið þína grimmd og reiði ganga yfir oss so sem þú talaðir fyrir munn prophetanna, þinna þénara, segjandi: [ So segir Drottinn: Beygið yðar herðar og gefið yður undir konunginn af Babýlon, þá munu þér blífa í því landi sem eg gaf yðar feðrum en ef þér hlýðið ekki röddinni Drottins og gefið yður ei undir konunginn af Babýlon þá vil eg í burt taka úr borgunum Júda og úr Jerúsalem gleðinnar og fagnaðarins kall og brúðgumans rödd og brúðarinnar og allt landið skal vera í eyði og þar skal enginn búa.

En vér vorum ekki hlýðugir þinni röddu so að vér gæfum oss undir kónginn af Babýlon. Þar fyrir hefur þú haldið þín orð þau sem þú talaðir fyrir munn spámannanna, þinna þénara, so að þeir hafa í burtkastað beinum vorra konunga og beinum vorra feðra af þeirra gröfum og sundurtvístrað þeim so að þau lágu um daga í sólskini og um nætur í döggu og þeir hafa harla hryggilega fyrirfarist af hungri, sverði og í fjötrum. Og fyrir sakir synda hússins Ísraels og Júda þá hefur þú látið niðurbrjóta þitt hús í hverju þitt nafn var tilbeðið so sem það er enn nú.

Og þú, Drottinn vor Guð, hefur harla náðarsamlega og eftir mikilleika miskunnsemdar þinnar við oss gjört, so sem þú talaðir við Moysen þinn þjónustumann á þeim degi þá þú bauðst honum að skrifa þitt lögmál fyrir Ísraelsbörnum, segjandi: [ Ef að þér hlýðið ekki minni röddu þá skal sannarlega þessi hópur sem er einn mikill mannfjöldi verða mjög lítill á meðal heiðingjanna þar sem eg vil útdreifa þeim. Því að eg veit vel að þeir hlýða mér ei því það er eitt harðsvírað fólk.

En þeir munu snúa sér í því landi þar þeir eru herteknir og þeir munu viðurkenna að eg sé Drottinn þeirra Guð. Og eg vil gefa þeim skynsemdarhjarta og eyru so að þeir heyri. Þá munu þeir vegsama mig í því landi þar þeir eru herteknir haldnir og þeir munu minnast á mitt nafn og þeir munu snúa sér frá sínu harðsvíruðu sinni og frá sínum syndum því þeir munu minnast á það hvernin að það gekk þeirra feðrum, þeir sem syndguðust fyrir Drottni.

Og eg vil leiða þá aftur í sitt land sem eg sór þeirra feðrum, þeim sem syndguðust fyrir Drottni, og þeir skulu ríkja þar inni og eg vil fjölga þá og ei fækka. Og eg vil uppreisa einn eilífan sáttmála við þá að eg vil vera þeirra Guð og þeir mitt fólk. Og eg vil ekki þaðan af útreka mitt fólk Ísrael af því landi sem eg hefi gefið þeim.