Prophetinn Barúk
I.
Þessar eru þær orðræður hverjar að Barúk sonur Nerie, sonar Mahalie, sonar Sedechie, sonar Sedei, sonar Helchie, hefur skrifað í eina bók í Babýlon á fimmta ári, á sjöunda degi mánaðarins, á þeim tíma þá þeir Chaldei höfðu unnið Jerúsalem og uppbrennt hana með eldi. [
Og Barúk las þessa bók fyrir Jekonja Jójakímsyni Júdakonungi og fyrir eyrum alls fólksins sem þangað kom og fyrir eyrum höfðingjanna og kónganna sona og öldunganna og fyrir öllu fólki, bæði smám og stórum, sem bjuggu til Babýlon við vatnið Sud. [
Og þeir grétu, föstuðu og báðust fyrir alvarlega fyrir Drottni og þeir lögðu til samans hvað hver formátti og sendu það til Jerúsalem, til Jójakím Helchiesonar Salomsonar kennimann og til þeirra annarra prestanna og til alls fólksins sem var með honum til Jerúsalem, að hann skyldi færa þau kerin hússins Drottins til þeirra í Júdalandi, þau sem fyrr meir voru burtu tekin úr musterinu þann tíunda dag mánaðarins síban, sem voru þau silfurkerin hver eð Sedekía Jósíasonur Júdakóngur hafði gjöra látið þá Nabogodonosor Babýlonskóngur hafði burtflutt Jekonja og höfðingjana og þá herteknu og þá megtugu og það landsfólkið frá Jerúsalem og hafði flutt þá til Babýlon, og skrifuðu þeim á þennan hátt: [
Sjáið, vér sendum yður peninga. Kaupið þar með brennifórnir, syndafórnir, reykelsi og matoffur og offrið því upp á altari Drottins Guðs vors. [ Og biðjið fyrir lífi Nabúgodonosor kóngsins af Babýlon og fyrir lífi hans sonar Baltasar að þeirra dagar megi vera á jörðunni so lengi sem himinsins dagar vara. Þá mun Drottinn gefa oss nægð og góða daga og vér munum lifa undir skugga Nabúgodonosor kóngsins af Babýlon og undir skugga hans sonar Baltasar og þjóna þeim lengi og finna náð fyrir þeim. Biðjið og einnin fyrir oss til Drottins Guðs vors því að vér höfum syndgast á móti Drottni Guði vorum og hans grimmd og reiði er ekki af oss létt enn nú á þessum degi.
Og lest þessa bók því að vér höfum þar fyrir sent hana til yðar að þér skylduð lesa hana í húsi Drottins á hátíðum og ártíðisdögum. Og segið so: [ Drottinn vor Guð er réttlátur en vér berum maklega vora smán so sem nú gengur þeim af Júda og þeim af Jerúsalem, vorum konungum, vorum höfðingjum, vorum kennimönnum og vorum prophetum, af því að vér syndguðust fyrir Drottni og trúðum honum ekki og hlýddum eigi raustu Guðs vors, að ganga eftir hans boðorðum sem hann hafði oss gefið. Já, frá þeim tíma þá Drottinn leiddi vora forfeður út af Egyptalandi allt til þessa dags þá höfum vér verið óhlýðnir Drottni Guði vorum og höfum fyrirlitið að heyra hans raust.
Þar fyrir er nú þetta straff og bölvan komið yfir oss so sem Drottinn hefur kunngjört oss fyrir sinn þénara Moysen þá Drottinn útleiddi vora forfeður af Egyptalandi til að efa oss það land sem mjólk og hunang í rennur. [ Og vér hlýddum ekki raustu Drottins Guðs sem spámennirnir mæltu til vor hverja hann sendi oss, heldur gekk hver einn eftir sínum vondum hjartans hugrenningum og þeir þjónuðu annarlegum guðum og gjörðu illt fyrir augliti Drottins Guðs vors.