L.
Símon son Onie kennimannahöfðingi, hver á sínum tíma smíðaði göng um musterið og stólpa þar við setti og helmingi hærra grundöllinn múraði og gjörði umgang hið efra á musterinu. [ Á hans dögum var brunnurinn niðurfallinn, hvern hann kringdi með kopar. Hann bar umhyggju fyrir skaða síns lýðs og gjörði örugga borgina í gegn óvinum. Hann gjörði loflegt verk í því hann kom fólkinu aftur til réttrar skikkanar.
Þegar hann gekk framhjá fortjaldinu so lýsti hann sem morgunstjarna í gegnum skýin, so sem fullur máni, líka sem þá sólin skín á musteri Hins hæðsta, svo sem regnbogi með sínum fögrum litum, so sem fögur rósa á vortíma, sem liljur við vatn, líka sem reykelsistré á vortíma, sem tendrað reykelsi í glóðarkeri, svo sem eitt gullker prýtt með alls kyns dýrum steinum, sem eitt frjósamt viðsmjörstré og so sem hið hæðsta cypressustré.
Þegar hann klæddi sig með þeim fagra síðkyrtli og allt skartið upp á sig setti og gekk til heilags altaris þá prýddi hann allan helgidóminn í kring. En þegar hann tók fórnarstykkin af kennimanna hendi og stóð við eldinn þann sem á altarinu logaði þá stóðu bræður hans í kringum hann so sem sedrusviður á Libanusfjalli plantaður og umkringdu hann so sem pálmviðarkvistir og allir synir Aarons í sinni fegurð og höfðu í þeirra höndum fórn Drottins fyrir öllum söfnuði Ísraelslýðs. [ Og hann fullgjörði sitt embætti á altarinu og færði so Hinum hæsta almáttiga fagra fórn. Hann framrétti sína hönd með drykkjuoffur og fórnfærði hið rauða vín og úthellti á altarisbotninn sætleiks ilms Hinum hæsta, sem kóngur er allra.
Þá kölluðu hátt synir Aarons og blésu í lúðra og dunuðu hátt so að þeirra yrði minnst í augliti Hins hæsta. Þá jafnsnart féll allt fólkið fram til jarðar og ákölluðu Drottin sinn almáttugan, hæstan Guð. Og söngmennirnir lofuðu Guð með lofsöngum og sönghúsið tók eftir þeim sætan hljóm og lýðurinn bað til hins hæsta Drottins það hann vildi vera miskunnsamur, þar til að Guðs þjónustugjörðin var úti og þeir höfðu endað sitt embætti.
Og þegar hann gekk burt aftur framrétti hann sína hönd yfir allan söfnuðinn Ísraelssona og gaf þeim blessan Drottins með sínum munni og æskti þeim heilsu í hans nafni. Þá báðu þeir í annað sinn og meðtóku þá blessan af Hinum hæðsta og sögðu: „Gjörið nú allir Guði þakkir sem mikla hluti verkar í öllum áttum, hver eð oss lífgar frá móðurkviði og gjörir oss allt gott. Hann gefi oss glatt [ hjarta og veiti eilífan frið um vora daga í Ísraelslýð og að hans náð jafnan með oss sé og frelsi oss so lengi sem vér lifum.“
Tveimur þjóðum er eg af hjarta óvinur en hinum þriðja er eg svo gramur sem öngvum öðrum: Þeim [ samverskum, [ Philisteis og þeim heimska lýð í [ Sikím.
Þessa kenning og vísdóm hefur Jesús sonur Síraks frá Jerúsalem í þessa bók látið skrifa og af sínu hjarta þvílíkum lærdómi úthellt.
Sæll er sá maður sem sig hér inni iðkar og hver það hirðir í hjarta sá mun vitur verða. Og ef hann þar eftir gjörir so mun hann til allra hluta gæfulegur verða því að ljós Drottins leiðir hann.
Í eldri framsetningu á Síraksbók úr Guðbrandsbiblíu, er Bæn Jesú sonar Síraks höfð í lok 50. kafla. Til að samræma framsetningu er bæn Jesú sonar Síraks nú í 51. kafla Síraksbókar.