XLVII.
Þar eftir á dögum Davíðs spáði Natan og Davíð var meðal Israelissona útvaldur so sem það feita á fórninni Guði eignað er. [ Hann umgekkst með leónum rétt sem léki hann sér við kiðafórn og með bjarndýrum svo sem með lömbum. Í sínu ungdæmi sló hann risann í hel og burt tók brígsli af sínu fólki. Hann upphóf sína hönd og snaraði með slöngunni og sló til jarðar þann stolta Golíat. Því að hann ákallaði nafn hins hæsta Drottins. [ Hann styrkti hans hönd svo hann drap þann sterka stríðsmann og upphóf horn síns fólks. Hann lét prísa hann svo sem tíu þúsund manna verðan og heiðraði hann með guðdómlegri blessan so að hann hreppti kónglega kórónu. Hann sló óvinina alla vegna og afmáði Philisteos, sína mótstandara, og braut í sundur þeirra horn so sem það er enn í dag sundurbrotið.
Fyrir sérhvert verk gjörði hann þakkir Þeim heilaga, Þeim hæðsta, með einum fögrum dikt. [ Hann söng af öllu hjarta og elskaði þann sem hann hafði skapað. Hann setti söngmenn við altarið og lét þá syngja sína sætu dikta og skipaði hátíðisdagana heiðarlega að halda og að menn árlegar hátíðir um allt árið skyldu fagurlega halda, lofandi nafn Drottins og syngja í helgidóminum um mornana. Drottinn fyrirgaf honum sínar syndir og upphafði hans horn eilíflega og gjörði við hann sáttmál að það kóngsríki og konungsstóll í Ísrael skyldi hjá honum blífa.
Eftir hann varð kóngur hans vitri son Salómon, hverjum faðirinn hafði fengið góðar náðir, að hann ríkti í friði. [ Því að Guð hafði allt í kring stillt til friðs upp á það hann skyldi byggja sínu nafni hús og uppbyggði þan helgidóm sem um aldur og ævi stæði. Ó, hvað lærðir þú vel á unga aldri og vart fullur skilnings! Líka sem eitt vatn það landið hylur. Og þú hefur alla staði uppfyllt með spakmælum og kenningum og þitt nafn varð víðfrægt á fjarlægum eylöndum og fyrir þíns friðar sakir varstu haldinn kær og verðugur. Öll lönd undruðust þína dikta, spakmæli, dæmisögur og útlagningar og dýrkuðu Drottin hver að heitir Guð Ísraels. Þú samansafnaðir so miklu gulli sem tin og so miklu silfri sem blý.
Þitt hjarta hneigðist til kvenna og lést þær villa þig og hengdir upp á þinn heiður einn skemmdarflekk og gjörðir það að þín börn urðu að vera útrekin og reiðin gekk yfir þína eftirkomendur til hefndar þinnar heimsku, þá að kóngsríkið varð í sundur skipt og í Efraím upphófst skúrgoðablótsamt kóngsríki.
En Drottinn sner sér ekki frá sinni miskunn og umbreytti ekki sínu fyrirheitnu verki og afmáði ekki með öllu eftirkomendur síns hins útvalda og svipti eigi burt sæði síns elskulega heldur hélt hann nokkru eftir af fólki Jakobs og einni rót af Davíð.
Og Salómon sofnaði með feðrum sínum og lét eftir af sínu sáði Róbóam, einn fávísan mann, fólkinu að stýra sá öngva skynsemd hafði, hver eð lýðinn gjörði fráhorfinn með sínu eigin sinni. [ Hér að auk Jeróbóam son Nebat, hver að kom Ísraelslýð til skúrgoðavillu og færði Efraím í syndir og þeirra syndir urðu ofsa margar so þeir urðu með síðsta af sinni ættjörð útreknir. [ Því að þeir uppleituðu alls kyns blótskap allt þar til yfir þá kom hefndin.