XXXV.

Hver hann offrar af rangfengnu góssi, þess offur er háðuglegt fyrir Guði.

Gáfur ómildra þóknast öngvanegin Hinum hæsta og syndirnar láta sig með mikillri offran ekki forlíka.

Hver hann færir fórn af eigu fátæks manns, hann gjörir áminnt sem sá fyrir föðursins augum sæfir soninn.

Hinn fátæki hefur eigi nema lítið brauð, hver það af honum tekur sá er morðingi.

Hver hann tekur frá öðrum hans næring hann drepur sinn náunga.

Hver hann gefur eigi arfiðismanninum sín laun sá er blóðshundur.

Þegar nokkur [ byggir upp og það sama niður aftur brýtur, hvað hefur hann þar meira af en erfiði? [

Þegar nokkur biður og aftur á ný bölvar, hversu skal Drottinn hann heyra?

Hver hann þvær sér þegar hann hefur snortið dauðan mann og snertir hann aftur á ný, hvað hjálpar honum hans þvottur? So er sá maður sem sakir synda sinna fastar og syndgar jafn oft aftur. Hver skal hans bæn heyra og hvað hjálpar honum hans fasta?

Guðs boðorð að halda, það er hið besta offur, Guð boðorð mikils að akta, það offur hjálpar vel.

Hver hann þakkar Guði það er sú rétta simelfórn. [

Hver miskunn fremur, það er rétt þakklætisoffur.

Að láta af syndunum það er Guðs þjónusta sú eð Drottni líkar. [ Að gefa upp órétt að gjöra, það er réttilegt friðþægingaroffur.

En þar fyrir skaltu ei [ tómhentur birtast fyrir Drottni því að slíkt hlýtur mann og að gjöra fyrir Guðs borðorðs skuld.

Réttláts manns offur gjörir altarið auðugt og þess offurs ilmur er sætur í augliti Hins hæsta. Réttferðugs manns offur er þægilegt og því sama verður aldrei gleymt.

Gef þú Guð sína dýrð með glöðum augum og þínar frumfórnir fyrir utan allan skort.

Hvað þú gefur það [ gef trúlega og helga þínar tíundir glaðlega.

Gef þú Hinum hæðsta eftir því sem hann hefur þér veitt og hvað þín hönd formá það gef þú með glöðum augum því að Drottinn er einn endurgjaldari og mun þér það sjöfaldlega endurgjalda.

Gjör þú ei veslingsskap af þinni gáfu því að það er óþægilegt. Leit öngrar fordildar þá þú skalt offra því að Drottinn er hefnisamur og fyrir honum gildir ekkert álit persónanna. Hann hjálpar fátækum og álítur öngvar persónur og hann heyrir bæn þess er óréttinn líður. Hann forsmáir ei bæn hins föðurlausa né heldur ekkjunnar þá hún klagar.

Tárin ekkjunnar renna vel ofan eftir vöngunum en þau kalla upp eftir á móti þeim sem hana útrekur. [

Hver Guði þjónar með góðfýsi hann er Guði þægilegur og hans bænir taka allt upp í skýin.

Bæn aumra manna í gegnum smýgur skýin og hættir ekki fyrr en hún þangað kemur og gefur ekki upp allt til þess að sá Hinn hæsti þar álítur. [ Og Drottinn mun rétt dæma og straffa og það eigi undan draga né álengdar líða þar til hann í sundur slær lendar ómiskunnsamra og hefnir sín á slíkum mönnum og afmáir alla þá sem hinum mein gjöra og steypir valdi ranglátra og geldur hverjum eftir sínum verkum og launar þeim svo sem þeir hafa verðskuldað og hefnir síns fólks og gleður það með sinni miskunnsemi.

Líka sem regnið kemur í réttan tíma þegar þurrt er so kemur miskunnsemi í neyðinni og í réttan tíma.