XXXIII.
Hver hann óttast Drottin sá lætur sér gjarna segjast og hver sér snemma þar til heldur mun náð finna.
Hver hann grennslast eftir Guðs orði sá mun það gnóglega öðlast en sá sem það meinar ekki með alvöru verður eigi utan verri þar fyrir. [
Hver hann óttast Drottin sá hittir á réttan lærdóm og lætur réttlætið lýsa so sem ljós.
Einn óguðrækur mann lætur sig ekki ávíta og veit sér að hjálpa með annarra manna dæmum þá hann illt gjörir.
Einn skynsamur maður forsmánar eigi góð ráð en einn galinn maður og dramblátur óttast sín ekki þó hann hafi og gjört hvað illt hann vill.
Gjör ekki neitt utan ráð, so iðrar þig þess ekki eftir verkið.
Gakk eigi þann veg að þú megir falla eða það þú megir þig á steinum meiða.
Treystu eigi þar á að vegurinn sé sléttur, já, vara þig og einnin fyrir þínum eigin börnum.
Hvað sem þú uppbyrjar treystu Guði af öllu hjarta því að það er Guðs boðorð að halda.
Hver hann trúir Guðs orði hann athugar boðorðin og sá sem treystir Drottni þeim mun einskis vant.
Hver hann óttast Guð hann mun ekki neitt vont ske heldur þegar hann verður freistaður so mun hann að nýju frelstur verða. [
Einn vitur maður lætur sig eigi frá Guðs orði leiða en einn hræsnari riggar líka sem skip á ókyrrum sjó. Einn skilningsfullur mann heldur fast á Guðs orði og Guðs orð er honum víst líka sem ljós ræða.
Vertu vís efnisins og tala þar síðan af. Láttu undirvísa þér, svo kanntu að svara.
Fávíss manns hjarta er so sem hjól á vagni og hans hugsanir hlaupa um kring líka sem hjólvinda.
Líka svo sem graðhesturinn hneggjar í mót öllum hrossunum so samlagar hræsnarinn sig öllum háðgjörnum mönnum og segir: „Hvar fyrir er einn dagur helgari en annar þar að sólin gjörir svo vel einn dag í árinu sem annan?“
Viska Drottins hefur þó so sundurgreint og hann hefur ártíðirnar sundugreint og helgihöld so tilsett. [ Hann hefur suma útvalið og helgað fyrir öðrum dögum. Líka so sem allir menn af jörðunni og Adam af jarðarleiri er skapaður og þó hefur Drottinn þá sundurgreint eftir sínum margföldum vísdómi og hefur margkyns háttu þeirra á meðal skikkað. Nokkra hefur hann blessað, hafið og helgað og til sinnar þjónustu krafið en sumum hefur hann bölvað og niðrað og frá þeirra stétt kollvarpað. Því að þeir eru í hans hendi so sem límið í leirkerasmiðsins hendi. Hann gjörir öll sín verk sem honum líkar. Líka svo eru og mennirnir í hendi þess sem þá hefur gjört og gefur sérhverjum eftir því sem honum gott sýnist. Svo er það góða í gegn illu og lífið í gegn dauðanum og guðhræddur maður í móti óguðhræddum settur. Með þessu móti líttu á öll verk Hins hæðsta, so er jafnan tvennt í móti tvennu og eitt öðru í móti sett.
Eg er seinastur uppvaknaður sem nokkur sá eð eftir [ les á hausttíma og Guð hefur mér blessan gefið að eg hefi og so mína vínþrúgu uppfyllt, líka sem á fullu hausti. Sjáið, eg hefi eigi fyrir mig arfiðað heldur fyrir alla þá sem gjarna vildu læra.
Heyrið mér, þér stórherrar, og stjórnendur með fólkinu, takið það til hjarta. [ Lát soninn, eiginkonuna, bróðurinn og þér skyldan öngva magt yfir þér hafa á meðan þú lifir og yfirgef öngvum þína eign so að þig iðri þess ekki og hljótir þú þau þar fyrir að biðja. Á meðan þú lifir og dregur önd so undirgef þig öngvum manni. Það er betra að þín börn þurfi þín við heldur en þú hljótir þeim í hendur að sjá. Vertu höfðingi í þínum auðæfum og lát þinn heiður ekki frá þér taka. Þegar kemur þitt endadægur að þú hlýtur þaðan í burt frá að fara skiptu þá þinni eigu.
Asnanum heyrir sitt fóður, svipa og byrði, so og þrælnum sitt brauð, ströffun og erfiði. Haltu þræli þínum til erfiðis, so hefur þú náð fyrir honum. En látir þú hann vera iðjulausan so vill hann vera einn jónkæri.
Ok og bönd beygja hálsinn en vondan þræl stokkur og keyri. Rektu hann til erfiðis að hann gangi ekki iðjulaus. Iðjuleysi kennir margt illt. Legg á hann erfiði það einum þræli tilheyrir. Hlýðir hann þá enn eigi, so set hann í stokk. En þó leggðu ekki á neinn of mikið og halt hófi um alla hluti.
Hafir þú nokkurn þénara so vernda þú hann sem sjálfan þig því að hver honum gjörir nokkuð hann meinar þinn líkama og líf. Hafir þú einn þénara so láttu hann halda rétt sem þú værir nálægur því að þú þarft hans við so sem þíns eigin lífs.
En ef þú heldur hann eigi vel so hann tekur sig upp og hleypur frá þér, hvert viltu hans þá leita?