XXXII.

Minn son, heyr mig og forsmá mig ei so að með seinsta verðir þú ekki var við mín orð. Legg þú nokkuð fyrir þig að iðja, svo undirleggur þig ekki neinn krankleiki. [ Einn matarmildan mann lofar alþýðan og segja hann sé ærlegur mann og slíkt er góður prís en af einum brjóstleysingi talar illt öll byggðin og menn segja það rétt. [ Vertu enginn vínsvelgur því að vínið fyrirkemur mörgum. Eldurinn reynir járnið, svo reynir vínið forsug hjörtu þá þau eru drukkin.

Vínið nærir mannsins líf ef menn drekka það með hófi og hvaða líf er það þar sem ekkert vín er? [ Vín er skapað til þess að það skal gjöra mann glaðan og vín eftir þörf drukkið gleður líf og sál en ef menn drekka það of mikið aflar það hjartans trega.

Ofdrykkjar gjörir galinn afglapa enn galdara að hann trassar og skvaldrar allt þar til hann verður barinn, sleginn og særður.

Skammyrtu ekki þinn náunga við víndrykk og veittu honum öngva hæðni í hans fagnaði. [ Gef honum engin vond orð og gegn honum ekki með hörðum orðum. Haltu þig líka sem þeir og hegða þér eftir þeim, so situr þú rétt. Gef það þér ber og viljir þú og með sitja so að þeir megi við þig glaðir vera og þú fáir þar af heiður og menn kalli þig siðsaman og vingjarnlegan mann.

Hinn elsti skal tala því að honum heyrir það sem þeim eð forsóttur er og hindra ekki spilmennina. [ Og þá menn kveða vísur þvættu ekki þar fram í og spar þinn fróðleik til þess í annan tíma. So sem einn carbunculus lýsir í fögru gulli so prýðir kveðskapurinn gestaboðið. Og so sem smaragdus í fögru gulli svo prýðir vísnasöngurinn samdrykkjuna.

Eitt ungmenni má vel tala einn tíma eður tvisvar þegar honum er þess þörf og þá menn spyrja hann skal hann segja snöggt fram og láta sem ekki viti hann margt og þegi heldur og skal ei telja sig jafnan herranum og nær aldraður maður talar þvætti eigi þar fram í.

Reiðarþrumur gjöra miklar eldingar en bljúgheit gjöra stóra hylli.

Stattu upp í tíma og ver eigi hinn seinasti. Far þú heldur fljótt heim og leik þér þar og gjör hvað þú vilt þó so að þú gjörir ekki neitt illt og deilir við [ öngvan. Þakka heldur fyrir allt þeim sem þig hefur skapað og með sínum auðæfum saddan hefur.