XXV.
Þeir eru þrír hlutir fagrir sem bæði Guði og mönnum vel þóknast: [ Þegar bræður eru samþykkir og nágrannarnir elskast og maður og kona vel forlíkast.
Þrír hlutir eru þeir hverjum eg er af hjarta óvinur og þeirra athæfi mislíkar mér mjög: Þegar fátækur maður er dramblátur og ríkur maður lýgur gjarna og einn gamall glappi er hórkall.
Þegar þú dregur ekki saman í ungdæminu hvað viltu þá finna í ellinni?
Hvað vel það stendur þegar þau gráu höfuðin eru hyggin og öldungarnir klókir og herrarnir skynsamir og forsjálir!
Það er kóróna gamallra ef þeir hafa margt forsótt og það er þeirra heiður þegar þeir óttast Guð.
Níu hlutir eru þeir sem eg held í mínu hjarta mjög loflega og þann tíunda vil eg með mínum munni prísa: Einn maður sá sem hefur gleði af sínum börnum. [ Hver hann lifir það hann sér sína óvini fyrirfarast. [ Sæll er sá sem hefur skynsama eiginkonu. [ Hver eð í sínum orðum öngvan skaða gjörir. [ Hver ekki þarf þeim að þjóna sem þess eru óverðugir. [ Sæll er sá sem trúfastan vin hefur. [ Sæll er sá sem forsjáll er. [ Og sá eð kennir þar sem menn vilja gjarna heyra. [ Ó, hvað mikill sá er sem vitur er! [ En hver Guð óttast yfir honum er enginn. [ Því að Guðs ótti yfirgnæfir alla hluti. Hver þeim sama fast heldur hverjum skulum vér þann samjafna?
Ekkert angur er so mikið sem hjartans angur. Þar er enginn klókskapur yfir konunnar klókskap. [ Þar er engin umsát yfir öfundsjúks manns umsát. Þar er engin hefndargirnd yfir fjandmannsins hefndargirnd. Þar er ekkert höfuð so vélafullt sem höggormssins höfuð og þar er engin reiði so heiftug sem konunnar reiði. Eg vildi heldur búa hjá leónum og drekum en hjá illri konu. Þegar hún verður ill so skiptir hún sínu yfirbragði og verður skessileg so sem einn sekkur. Hennar maður hlýtur sín hennar að skammast og þegar menn bregða honum þar um so fær hann þar af angur í hjartað. Öll illska er lítil hjá konunnar illsku, ske hana það sem óguðrækinn mann skeður.
Ein málug kona er hóglyndum manni líka sem sandvegur upp á móti gömlum manni að ganga. [ Láttu hana ekki blekkja þig þó að þú sé væn og girnstu hana ekki fyrir þann skuld.
Þegar konan gjörir manninn ríkan so er þar og ei utan agg, forsmán og stór brígsli. Ein vond kona gjörir hryggt hjarta, dapurt yfirlit og hjartans angur. Ein kona sú maðurinn hefur öngva gleði af, hún gjörir honum alla hluti leiða.
Syndin er af konunni komin til og fyrir hennar skuld hljótum vér allir að deyja. Líka sem menn skulu eigi vatnið láta gang hafa, so skulu menn og ekki láta konuna sinn vilja hafa. Vilji hún ekki ganga eftir þinni hönd so [ skil við hana.