XXI.
Son minn, hefur þú syndgast so láttu af og bið að þér einnin þær inu fyrri fyrirgefnar verði. [ Forðast þú syndina líka sem annan höggorm því að ef þú kemur nærri henni þá stingur hún þig. Hennar tennur eru sem leónstennur og drepa manninn.
Sérhver synd er sem biturt sverð og særir so það kann enginn að lækna.
Hver hann gjörir [ ofríki og rangindi sá verður með síðsta þurfamaður og hver hann er drambvís sá missir með síðsta góss og garða. Því að so snart sem hinn aumi kallar heyrir Guð það og hefndin mun fljótt koma. Sá er ei lætur sér segjast hann er þegar á götu hins [ óguðræka.
Hver hann óttast Guð sá tekur það sér til hjarta en sá sem þar að auk hælist um þann sér Guð langt til og klókur maður merkir vel að hann vill fordjarfast.
Hver sitt hús byggir með annarra manna eign hann safnar grjóti til sinnar eigin grafar.
Selskapur ómildra manna er líka sem línhrúga er á eldi brennd verður.
Óguðrækir menn ganga á fögru steingólfi þess endir að er helvítis afgrunn.
Hver Guð boð heldur sá fylgir ekki sínu eigin höfði og að óttast Guð af alvöru er viska. [
Hvar enginn skynsemi er inni sá láti sér undirvísa. Sumir eru nógu skynsamir en reisa þó marga ólukku þar með.
Eins hyggins manns kenning flýtur fram líka sem fljótandi vatn og svo sem lifandi uppspretta. [
Fávíss manns hjarta er líka sem pottur sá eð lekur og kann öngum lærdómi að halda.
Nær einn skynsamur maður heyrir góða kenning lofar hann hana og víðfrægir. En ef hana heyrir mótþróunarsamur maður so mislíkar honum hún og kastar henni á bak sér.
Heimsks manns straff þyngir líka sem byrði á vegi en nær hygginn maður talar þá er það ljúflegt að heyra.
Í samkundum taka menn til vara hvað vitur maður talar og hvað hann talar er nokkurs vert. Fávíss manns ræða er álíka að sjá og niðurfallið hús og [ ráð hins óskynsama kann mann ekki vita hvað það er.
Þegar menn vilja kenna hinum heimska þá hgar hann sér líka sem menn vildu fjötur á hann leggja um hendur og fætur. En einn vitur maður reiknar það fyrir gulllega prýði og fyrir smíðisfegurð á hægra arm.
Heimskur maður hleypur til annars húss en skynsamur maður forðast það. Einn afglapi [ gægist inn um annarra glugga en forsjáll maður stendur úti.
Það er óskynsamlegt að hlera fyrir hvers manns dyrum og forsjáll maður heldur það fyrir lýti.
Hinir ónýtu skrafmenn þvætta það sem öngvu nýtt er eður hæft til efnisins en hyggnir menn vega sín orð með gullvigt.
Heimskir menn hafa sitt hjarta sér í munni en vitrir menn sinn munn í hjartanu.
Heimskur maður hlær ofurhátt en hygginn maður hlær ekki nema lítið.
Þá óguðrækinn maður blótar nokkrum skálk þá bölvar hann sér sjálfum.
Söguvísir menn gjöra sjálfum sér skaða og engi hefur þá gjarna hjá sér.