V.

Treystu ekki á þinn ríkdóm og hugsa ekki: „Eg hef mína nægju.“ Fylg þínum girndum ekki þó að þú megir það og gjör ekki hvað þig lystir. Og hugsa ei: „Hver vill mér það banna?“ Því að Drottinn inn æðsti hefnari mun þess hefna.

Hugsa þú ekki: „Eg hefi þó meir syndgað og mig hefur ekki vont skeð.“ Því að þolinmóður er Guð en ekki mun hann þig óhegndan láta og vert ekki ugglaus þó að þínar syndir sé þér enn ekki hefndar að þú þar fyrir jafnan framar meir vildir syndir drýgja. Hugsa og ei: „Mjög er Guð miskunnsamur, ekki mun hann mér hefna þó eg syndgi svo mikið sem eg vil.“ Hann kann so snarlega verða reiður sem hann er náðigur og hans reiði yfir óguðrækum hefur öngvan enda.

Þar fyrir drag þú ekki undan að snúa þér til Drottins og skjót því ekki frá einum degi til annars það harðla skjótt kemur hans reiði og mun þess hefna og þér fyrirfara.

Treystu ei upp á rangfengið fé því það hjálpar þér ekki þegar freistingarnar koma.

Láttu ekki sérhvern vind þér veifa og fylg þú ei sérhverjum vegi so sem óstöðug hjörtu gjöra. Ver heldur stöðugur í þínum orðum og blíf með einfaldri ræðu. [ Vertu reiðubúinn að heyra og svara því sem satt er og hasta þig ekki. Ef þú skilur sökina so undirvísa náunga þínum. En skiljir þú hana ekki so haltu aftur munni þínum. Því að ræðan gefur heiður og ræðan gefur smán og manninum kemur hans eigin tunga til falls.

Ver ekki söguvís og bakmæltu ekki með þinni tungu. [ Einn þjófur er skaðlegur hlutur en þó er bakmáligur maður miklu skaðsamari. Reikna það ekki klént hvert það er mikið eður lítið. Lát þér ekki víkja so þú gremjist vin þínum því að slíkur bakmálari verður endilega skammaður.