III.

En sálir réttlátra eru í Guðs hendi og enginn pína snertur þær. [ Það sýnist fyrir þeim óskynsömu að þeir deyi og þeirra afgangur reiknast fyrir pínu og þeirra burtför fyrir eina fordjörfun. En þeir eru í friði. Þó að þeir hafi margt að líða fyrir mönnunum þá eru þeir þó í vissri von að þeir munu aldreigi deyja. Þeim er so hægt refsað en þá skal ske mikið gott því að Guð freistar þeirra og finnur þá að þeir eru honum verðugir.

Hann reynir þá so sem gull í ofni og tekur þá til sín so sem eitt fullkomlegt offur. Og á þeim tíma nær Guð verður lítandi þar til þá skulu þeir skína skært og líða fram sem logi yfir [ grasstrám. Þeir munu dæma þá inu heiðnu og drottna yfir öllum þjóðum og Drottinn mun drottna eilíflega yfir þeim. Því að þeir sem honum treysta þeir skulu finna að hann er trúfastur. Og þá sem eru trúfastir í kærleikanum missir hann ekki. Því að hans heilagir eru undir náð og miskunnsemi og hann sér til með sínum útvöldum. En það sem þeir óguðlegu óttast þar með verða þeir straffaðir því þeir virða hinn réttláta að öngu og víkja frá Drottni. Því að hver hann fyrirlítur viskuna og hrísið sá er ógæfusamur og þeirra von verður að öngvu og þeirra erfiði er ónýtt og þeirra gjörðir til einskis. Þeirra kvinnur eru heimskar og þeirra börn hrekkvís, bölvað er það sem af þeim fæðist.

Því sæl er hin óbyrja sem er flekklaus, sú sem að er saklaus af syndsamlegri sæng. [ Hún mun njóta þess á þeim tíma þegar sálirnar skulu dæmast. Sömuleiðis sú óbyrja sem ekkert gjörir illt með sinni hendi og ekki hugsar neitt illt í móti Drottni. Henni mun gefast sérleg gáfa fyrir sína trú og eitt betra hlutskipti í musteri Drottins. Því að gott erfiði fær góð laun og rótin skynsemdarinnar fúnar ekki.

En hórdómsbörnin skulu ekki lukkast og þeir sem í óleyfilegri hvílu eru getnir skulu afmáðir verða. Og þó að þeir lifi lengi þá skulu þeir þó um síðir til skammar verða og þeirra aldur skal að síðustu vera óærlegur. En deyi þeir fyrri þá hafa þeir þó öngva von né huggun á dómsins tíma því að þeir ranglátu fá einn herfilegan enda.

Betra er að hafa engin börn þar sem maður er frómur því það sama leiðir eftir sig eilífan orðstír því það mun loflegt verða bæði hjá Guði og mönnum. Hver sem slíkur er þann taki menn til eftirdæmis en sá sem það hefur ekki hann óskar þess þó og bramlar í eilífum kransi og hefur sigur þess hreinferðuga stríðs en ávaxtarsamlegi fjöldi þeirra óguðlegu er til einskis. Og hvað sem plantast af saurlifnaði það skal eigi mjög rótfestast og eigi fá staðfastan grundvöll. Og þó greinirnar blómgist um stundarsakir þá veifar vindurinn þeim og með því þær standa so grunnt þá mun sterkur stormur upprykkja þeim. Og þær ótímagreinir munu verða sundurbrotnar og þeirra ávöxtur er til einkis gagns, ófullvaxinn til að eta og ónytsamlegur. Því að þau börn sem fæðast fyrir utan hjúskap þau hljóta vitni að bera um ranglæti sinna foreldra þá þau verða aðspurð.