III.
Vei þeirri ljótu, saurugu [ víkingaborg! Hún vill ekki hlýða og ekki heldur láta aga sig, hún vill ekki treysta á Drottin, eigi heldur halda sér til síns Guðs. Hennar höfðingjar í henni eru grenjandi leónar og hennar dómendur eru úlfar um kveldin þeir eð ekkert láta eftirblífa til morguns. Hennar spámenn eru gálausir og forsmánarar, hennar prestar vanheiðra [ helgidóminn og útleggja lögmálið ranglega.
En Drottinn sem er á millum þeirra hann kennir rétt og gjörir ekki neitt rangt. Hann lætur hvern morgin kenna sín réttindi opinberlega og hann lætur ekki af. En það vonda fólk vill ekki læra að skammast sín. Þar fyrir vil eg þvílíkan lýð útreka, þeirra borgir eyða og þeirra stræti tóm gjöra so að enginn skal ganga á þeim. Þeirra staðir skulu eyðileggjast so að enginn skal meir búa í þeim.
Eg lét segja þér: „Þú skalt óttast mig og láta aga þig, so skal ekki þeirra heimili afmást og ekkert skal koma af því með hverju eg hugða hans að vitja.“ En þeir eru kostgæfnir til að fremja allra handa illsku. Þar fyrir, segir Drottinn, skulu þér að nýju mín bíða þar til að eg upprís á sínum tíma þá eg skal dæma og heiðingjunum samansafna og kóngaríki í eitt færa, minni reiði yfir þá hella, já allri reiði minar grimmdar því öll veröldin skal uppeyðast fyrir minn vandlætingareld.
Þá vil eg öðruvís láta prédika fyrir fólkinu, með vinsamlegum [ vörum so þeir skulu ákalla allir nafn Drottins og þjóna honum með samþykki. [ Menn skulu færa mér hingað mína tilbiðjendur til einnrar skenkingar, sem eru þeir sundurdreifðu á hina síðu Vatsins í Blálandi.
Á þeim sama tíma skaltu ekki framar meir skammast þín vegna allra þinna gjörninga með hverjum þú hefur misgjört í móti mér. Því eg vil taka frá þér þá dramblátu heilaga so þú skalt ekki meir upphefja þig fyrir sökum míns heilaga fjalls. Eg vil láta eitt fátækt, lítilsháttar fólk eftirblífa í þér, þeir skulu vona upp á nafnið Drottins. Þeir sem eftirblífa í Ísrael skulu ekkert vont gjöra eður órétt tala og þar skal ei finnast ein sviksöm tunga í þeirra munni heldur þá skulu þeir fæðast og hvílast án alls ótta.
Gleð þig, þú Síonsdóttir, kalla þú, Ísrael, vertu glöð og fagna af öllu þínu hjarta, þú Jerúsalemdóttir! [ Því að Drottinn hefur burt tekið þitt straff og burtverndað þínum óvinum. Drottinn Israelis kóngur er hjá þér svo að þú þarft ekki framar meir að óttast fyrir nokkri ólukku.
Á þeim sama tíma skulu menn segja til Jerúsalem: „Óttast þú ekki“ og til Síon: „Lát þínar hendur ekki mæðast.“ Því að Drottinn þinn Guð er hjá þér, einn styrkur frelsari. Hann skal gleðja sig yfir þér og vera þér vinsamlegur og fyrirgefa þér og hann skal gleðjast yfir þér með háhljóðum.
Eg vil burtkasta þeim sem plágaðir voru með mannasetningum og þeir skulu burt frá þér hverjir uppsetningar að voru þeirra byrðarþungi hvar af þeir höfðu vanvirðu. Sjá þú, eg vil gjöra einn enda á þeim öllum á sama tíma sem þig pláguðu. Eg vil hjálpa þeim höltu og samansafna þeim útreknu og eg vil gjöra þá til lofs og heiðurs í öllum þeirra löndum sem menn forsmáðu þá. Á þeirri tíð vil eg innleiða yður hingað og samansafna yður á þeim tíma. Því eg vil lát yður veitast lof og prís á meðal alls fólks á jörðunni þá eg sný yðar fangelsi um fyrir yðrum augum, segir Drottinn.
Ending prophetans Zephonie