VII.
Og Drottinn Drottinn vísaði mér eina sýn og sjá þú, þar stóð einn sem myndaði engisprettur strax sem kornið tók að gróa og sjá, það græna stóð eftir þá að konungurinn hafði látið klippa sína sauði. [ Og þá þær vildu nú með öllu urtirnar uppeta í landinu þá sagða eg: „Ó Drottinn Drottinn, vertu náðugur! Hver vill nú hjálpa Jakobn upp aftur? Því hann er mjög lítill.“ Þá aumkaði Drotinn það og sagði: „Það skal ekki ske.“
Og Drottinn vísaði mér eina sýn og sjá þú, að Drottinn Guð kallaði á eldinn til að straffa með honum að hann skyldi fortæra eitt stórt djúp og hann át alla reiðu upp einn part þar af. [ Þá sagði eg: „Ó Drottinn Drottinn, lát af! Hver vill hjálpa Jakob upp aftur? Því hann er mjög lítill. Þá angraði Drottinn það og Drottinn Drottinn sagði: „Það skal ekki ske.“
En hann vísaði mér þessa sýn og sjá þú, Drottinn hann stóð upp á einum múr sem var mæltur með einum mæliþræði og hann hafði þann mæliþráð í sinni hendi. Og Drottinn sagði til mín: [ „Hvað sér þú, Amos?“ Eg svaraði: „Einn mæliþráð.“ Þá sagði Drottinn til mín: „Sjá þú, eg vil draga einn mæliþráð mitt í gegnum mitt fólk Ísrael og eg vil ekki framar líta augum yfir það heldur skulu Ísaaks hæðir í eyðileggjast og Ísraels kirkjur skulu niðurbrjótast og eg vil reiða mig móti Jeróbóam húsi með sverði.“
Þá sendi Amasías prestur í Betel til Jeróbóam Ísraelskóngs og lét segja honum: „Amos gjörir eitt upphlaup móti þér í Ísraels húsi. Landið kann ekki að líða hans orð. Því so segir Amos: Jeróbóam skal deyja fyrir sverði og Ísrael skal hertekinn burt flytjast af sínu landi.“
Og Amasía sagði til Amos: „Þú [ sjáandi, far burt og flýðu í landið Júda, et þar brauð og spá þú þar en spá þú ekki meir í Betel því hér er kóngsins helgidómur og hans konunglega hús.“
Amos svaraði og sagði til Amasía: „Eg er enginn spámaður og einskis spámanns son heldur em eg einn hirðir hver eð samansafnar mórberjum. En Drottinn tók mig frá hjörðinni og sagði til mín: Far burt og spáðu mínu fólki Ísrael. So heyr nú orð Drottins: Þú segir: Spá þú ekki í móti Ísrael og lát ekki drjúpa í móti húsi Jakobs. Þar fyrir segir Drottinn svo: Þín eiginkona skal verða að einni hóru í staðnum og þínir synir og dætur skulu falla fyrir sverði og þinn akur skal útskiptast með vað en þú skalt deyja út í einu óhreinu landi og Ísrael skal í burt skúfast úr sínu landi.“