XLV.

Nær eð þér útskiptið nú landinu með hlutfalli þá skulu þér afskilja eitt upphafningaroffur af landinu það sem Drottni skal helgað vera, fimm og tuttugu þúsundir mælisköft að lengd og tíu þúsundir að breidd. Sá flöturinn skal heilagur vera so langt sem hann hrökkur. Og þar út af skulu fimm hundruð mælisköft koma til helgidómsins, ferkantað, og þar til eitt frjálslegt rúm allt um kring, fimmtigu álna.

Og á þeim sama flötnum sem er fimm og tuttugu þúsundir mælisköft að lengd og tíu þúsundir breiður, þá skal helgidómurinn standa og það hið allra heilagasta. En það eftir verður af því landinu skal heyra kennimönnunum til sem þjóna í helgidóminum og ganga fyrir Drottni til að þjóna honum, so að þeir hafi rúm til húsanna, og það skal einnin heilagt vera.

En þeir Levítarnir sem þjóna fyrir húsinu skulu einnin hafa fimm og tuttugu þúsund mælisköft að lengd og tíu þúsundir að breidd í sitt hlutskipti til tuttugu herbergja.

Og til staðarins skulu þér einnin láta einn flötinn fyrir allt Ísraels hús, fimm þúsundir mælisköft á breiddina og fimm og tuttugu þúsundir á lengdina, næst þeim flötnum sem afskildur er til helgidómsins.

Þér skuluð einnin gefa höfðingjanum eitt takmark hvorumegin, á millum kennimanna flötsins og á millum staðarflötsins, í mót vestrinu og í mót austrinu, og hann skal standa jafnlangur mót austrinu og vestrinu. Það skal vera hans eignarskipti í Ísrael so að mínir höfðingjar skulu ekki taka meira það mínu fólki tilkemur heldur skulu þeir láta Ísraelsfólk bíhalda landinu til sinna kynkvísla.

Því so segir Drottinn Drottinn: Þér Ísraels höfðingjar hafið gjört það nógu lengi. Látið af ráni og rangindum og gjörið það hvað gott og réttvíslegt er og látið af því að útdrífa mitt fólk, segir Drottinn Drottinn.

Þér skuluð hafa réttar vogir og rétt mælikeröld og réttan mælir, [ efa og [ bat skulu jafnar vera, so að einn bat skal halda einn tíundapartinn af einum hómer og efa einn tíundapartinn af einum hómer. Því að hvorttveggja skal það mælast eftir einum hómer.

En einn [ siclus skal hafa tíu gera, ein mína gjörir tuttugu siclos, fimm og tuttugu siclos og fimmtán siclos.

Þetta skal nú vera upphafningaroffrið sem þér skuluð upphefja, sem er hinn sétti parturinn af einum efa, af einum hómer hveitis, og einn séttungurinn af einum efa og af einum hómer bygg.

Og þér skuluð gefa einn bat af oleum, sem er sá hinn tíundi bat af einum kór, og hinn tíundapart af einum hómer. Því að tíu bat gjörir einn hómer.

Og eitt lamb af tveimur hundruðum sauða af þeirri hjörðinni sem er í Ísraels grashaga til mataroffurs, brennioffurs og þakklætisoffurs, til einnrar forlíkunar fyrir þá, segir Drottinn Drottinn.

Allt fólkið í landinu skal færa soddan upphafningaroffur til höfðingjans í Ísrael. Og höfðinginn skal offra sínu brennioffri og mataroffri og drykkjaroffri á hátíðunum og tunglkomunum og þvottdögunum og á öllum æðstum hátíðum hússins Ísrael. Þar til með skal hann fórnfæra syndaoffrinu og mataroffrinu, brennioffrinu og þakklætisoffrinu til einnrar forlíkunar fyrir Ísraels hús.

So segir Drottinn Drottinn: Á þeim fyrsta deginum þess fyrsta mánaðarins skalt þú taka einn ungan uxa sem er lastalaus og hreinsa helgidóminn. Og presturinn skal taka af syndaoffursins blóð og dreifa því á stólpana í húsinu og á þau fjögur hornin á tröppunum altarisins og á stólpana í portinu þess innsta fordyrsins. Líka so skulu og einin gjöra á þeim sjöunda deginum í mánaðinum ef að nokkur kann að hafa hrasað eður forséð sig, að þér skuluð so hreinsa húsið.

Á þeim fjórtánda deginum hins fyrsta mánaðar þá skulu þér halda páskana og í sjö daga heilagt halda og eta ósýrt brauð. Og á þeim sama deginum skal höfðinginn offra fyrir sér og fyrir öllu fólkinu í landinu einum uxa til syndaoffurs. En á þeim sjö hátíðisdögunum skal hann hvern dag offra Drottni eitt brennioffur, sem eru sjö uxar og sjö hrútar sem lastalausir eru og einn kjarnhafur til syndaoffurs, en til mataroffursins skal hann offra einum efa til eins uxa og einum efa til eins hrútsins og eitt hín með oleum til hvers efa.

Á þeim fimmtánda deginum hins sjöunda mánaðar skal hann heilagt halda í sjö daga hvern eftir annan eins so sem þá aðra sjö dagana og halda þá eins líka so með syndaoffri, brennioffri, mataroffri og oleum.