XL.
Á því tuttugasta og fimmta voru herleiðingarári, þann tíunda daginn í mánaðinum í upphafinu ársins, það er það fjórtánda árið eftir það eð staðurinn var niðurbrotinn, á þeim sama degi kom hönd Drottins yfir mig og flutti mig þangað í burt fyrir guðdómlega sýn, sem var, í Ísraelsland, og setti mig upp á eitt mjög ofurhátt fjall. [ Þar upp á var svo sem einn byggður staður fyrir sunnan fram.
Og þá eð hann hafði flutt mig þangað, sjá þú, þá var þar einn maður. Hans yfirlit var sem látún, hann hafði einn línustreng og eina mælistöng í sinni hendi og stóð undir portinu. Og hann sagði til mín: Þú mannsins son, sjá þú og heyr þú með athygli og hugleittu vel að því hvað eg vil sýna þér. Því að þú ert þar fyrir hingað fluttur að eg skuli sýna þér það svo að þú skulir kunngjöra Ísraels húsi allt það sem þú sér.
Og sjá þú, þar gekk einn múrveggur utan um húsið allt í kringum það og maðurinn hafði þá mælisstöngina í hendinni. Hún var sex álna löng. Hver alin var einni þverhönd lengri en almennileg alin. Og hann mælti breiddina á byggingunni eina mælisstöng og eina mælisstöng á hæðina.
Og hann kom til portdyranna sem horfðu mót austrinu og hann sté upp að tröppunum og mælti syllarnar á portinu. Hver dyrasyllin var einnrar mælistangar breið. Og hann mælti so einnin þau herbergin sem voru beggja vegana hjá portinu, að lengdinni eina mælisstöng og að breiddinni eina mælisstöng. Og það rúmið á millum herbergjanna var fimm álna breitt. Og hann mælti einnin dyrasyllina innan til hjá portinu upp að lofthúsinu, eina mælistöng.
Og hann mælti lofthúsið innan til hjá portinu, eina mælistöng. Og hann mælti lofthúsið hjá portinu, átta álnir, og útbrotið þar á, tvær álnir, og lofthúsið innan til á portinu. Og herbergin voru þrjú á hvora hlið hjá portinu í mót austrinu, já það eina so breitt sem hitt annað. Og þar stóðu útbrot báðumegin. Þau voru jafnstór.
Þar eftir á mælti hann víddina dyranna á portinu, sem var tíu álna, og lengdina á portinu, þrettán álna. Og frammi fyrir herbergjunum voru sæti báðumegin álnabreið en herbergin voru sex álna á víddina beggja vegana.
Þar til mælti hann portið frá þekjunni herbergisins inn til þekjunnar á portinu, fimm álna og tuttugu breið, og hvorar dyrnar stóðu í gegn öðrum.
Hann gjörði og einnin lofthús sextígu álna að hæð og einar fordyr fyrir hverju lofthúsi hjá portinu allt um kring. Og inn til þess lofthússins hjá því innsta portinu þar inn er gengið þá voru fimmtígu álnir.
Og þar voru mjó vindaugu innan til á herbergjunum og lofthúsinu innanvert hjá portinu allt um kring. So voru þar og innan til vindaugu á lofthúsunum og þar voru á útskorin pálmviðarlauf allt um kring.
Og hann leiddi mig framvegis til hinna yðstu fordyranna og sjá þú, þar voru herbergi og eitt steinlagt gólf í fordyrunum allt um kring og þrjátígu herbergi á gólfinu. Og þar var eitt hátt steinlagt gólf hjá portunum, so langt sem portin voru, hjá því neðsta steinlagða gólfinu.
Og hann mælti breiddina á því neðsta portinu í frá þeim innstu portdyrunum utan til, hundrað álna, bæði mót austrinu og norðrinu.
So mælti hann og einnin það portið sem horfði mót norðrinu í hjá þeim yðstu fordyrunum að lengdinni og breiddinni. Það hafði og einnin þrjú herbergi hvorumegin og það hafði einnin sín útbrot og lofthús líka so stór sem hjá því fyrsta portinu, fimmtígu álna að lengdinni og fimm álna og tuttugu að breiddinni. Og það hafði einnin sín vindaugu og sín lofthús og sín útskorin pálmviðarlauf, líka sem það portið mót austrinu. Og það hafði sjö tröppur þar eð upp var gengið og það hafði sitt lofthús þar frammi fyrir.
Og það portið hjá þeim innstu portdyrunum var gegnt því portinu sem stóð mót norðrinu og austrinu. Og hann mælti hundrað álna frá því öðru portinu til hins annars.
Þar eftir á leiddi hann mig mót suðrinu og sjá þú, að þar var enn eitt portið á mót suðrinu. Og hann mælti þess útbrot og lofthús líka sem hinna annarra. Það hafði og einnin vindaugu og lofthús allt um kring líka sem þau önnur vindaugun, fimmtígu álna löng og fimm og tuttugu álna breið. Og þar voru sjö tröppur upp að og eitt lofthús þar frammi fyrir og útskorin pálmviðarlauf á þess útbrotum báðumegin.
Og hann mælti einnin það portið hjá þeim innstu fordyrunum mót suðrinu, sem var hundrað álna, frá því syðra portinu til hins annars.
Og hann leiddi mig enn lengra fram, í gegnum það syðra portið í þær innstu fordyrnar, og mælti það sama port mót suðrinu, líka so stórt sem hin önnur meður þess herbergjum, útbrotum og lofthúsum og meður vindaugum og loftsvölum þar á, líka so stór sem hin önnur allt um kring, fimmtígi álna löng og fimm og tuttugu álna breið.
Og þar gekk einn loftsalur um kring, fimm og tuttugu álna langur og fimm álna breiður. Hann stóð úti fyrir í gegn því innsta fordyrinu og hann hafði útskorin pálmviðarlauf á útbrotunum og þar voru átta tröppur upp að ganga.
Þar eftir á leiddi hann mig til þess innsta portsins í mót austrinu og mælti það líka so stórt sem hin önnur, meður þess herbergjum, úrbrotum og lofthúsum og þess vindaugum og loftsvölum allt um kring, líka so stór sem hin önnur, fimmtígir álna löng og fimm og tuttugu álna breið. Og það hafði einnin eitt lofthús gegnt því yðsta portinu og útskorin pálmalauf á útbrotunum báðumegin og átta tröppur upp að.
Þar eftir á leiddi hann mig að því portinu mót norðrinu. Það mælti hann líka so stórt sem hin önnur, meður þess herbergjum, útbrotum og lofthúsum og þess vindaugum og loftsvölum allt um kring fimmtígi álna löng og fimm og tuttugu álna breið. Og það hafði einnin eitt lofthús gegnt því yðsta portinu, einnin útskorin pálmalauf á útbrotunum báðumegin og átta tröppur upp að.
Og neðan til upp að útbrotinu hjá hverju porti var eitt herbergi með einni dyrahurð í hvert þeir lögðu brennioffrið. En í lofthúsin fyrir portinu stóðu tvö borð á hvora hlið á hverju þeir skyldu slátra brennioffrinu, syndaoffrinu og sakaoffrinu. Og á hliðinni utan til þar eð gengið er upp að portinu mót nortðinu stóðu einnin tvö borð og til hinnar annarrar handar undir lofthúsinu upp að portinu einnin tvö önnur borð. So að þar stóðu hvorumegin fjögur borð, það eru átta borð til samans sem þeir slátruðu upp á.
Og þau fjögur borðin sem til brennioffursins voru gjörð það voru úthöggnir steinar, hálf önnur alin að lengd og breidd og alin að hæð, upp á hver þeir lögðu allra handa verkfæri til að slátra með brennifórnunum og öðru offri. Og þar voru spengur utan um kring beygðar inn að, þverar handar að hæð. Og á þau borðin áttu þeir að leggja það kjötið sem offrast skyldi.
Og þar voru herbergi til söngmannanna utan fyrir því innsta portinu í þeim innstu fordyrunum. Eitt hjá þeirri hliðinni upp að portinu móti norðrinu, það horfði við suðrinu. Hitt annað upp að hliðinni mót austrinu, það horfði við norðrinu.
Og hann sagði til mín: Þau herbergin mót suðrinu heyra þeim prestunum til sem þjóna eiga í húsinu. En þau herbergin mót norðrinu heyra þeim prestunum til sem þjóna altarinu. Og þeir eru Jadóksynir hverjir alleinasta af sonum Leví skulu framganga fyrir Drottin til að þjóna honum.
Og hann mælti þann flötinn í húsinu, sem var hundrað álna langur og hundrað álna breiður, ferkantaður. Og þar stóð eitt altari rétt fyrir musterinu.
Og hann leiddi mig inn í loftsalinn musterisins og mælti lofthúsið báðumegin, fimm álna breitt og portin á hvora síðu, þriggja álna breitt. En loftsalurinn var tuttugu álna langur og ellefu álna breiður og hafði tröppur sem þar gengu upp að og þar stóðu stólpar neðan að upp að útbrotinu, einn á hvera hlið.