XXXIIII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, spáðu á móti hirðörum Ísraels. Spáðu og segðu til þeirra: So segir Drottinn Drottinn: Vei þeim Ísraels hirðörum sem ala sjálfa sig! [ Eiga ekki hirðararnir að ala hjörðina? En þér etið það hið feita og klæðið yður með ullunni og þér slátrið því sem alið er en sauðina viljið þér ekki ala. Þér gætið ekki að því vanfæra og læknið ekki það sjúka, það sem sárt er gærði þér ekki, það sem vegavillt fer sæki þér ekki aftur og þér leitið ekki eftir því sem glatað er, heldur drottni þér strengilega og harðlega yfir þeim. Og mínir sauðir eru í sundurtvístraðir líka sem þeir eð öngvan hirðir hafa og öllum villudýrunum að átu orðnir og með öllu í sundur dreifðir og þeir ráfa villir vega hingað og þangað á fjöllunum og upp á þeim hávu hálsunum og þeir eru í sundurtvístraðir um allt landið og þar er enginn sem spyrji eftir þeim eða hirði um þá.

Þar fyrir heyri, þér hirðarar, orð Drottins. So sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, af því að þér látið sauði mína verða að herfangi og mína hjörð öllum villidýrunum að átu með því að þeir hafa öngvan hirðir og mínir hirðarar skeyta ekki um mína hjörð heldur eru þeir svoddan hirðarar sem ala sjálfa sig en mína sauði vilja þeir ekki ala, þar fyrir, þér hirðarar, heyrið orð Drottins. Svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil koma yfir þá hirðarana og krefja minnar hjarðar af þeirra höndum og eg vil láta þá hafa einn enda so að þeir skulu ekki lengur hirðarar vera og þeir skulu ekki meir ala so sjálfa sig. Eg vil frelsa mína sauði af þeirra munni so að þeir skulu ekki meir upp eta þá héðan í frá.

Því so segir Drottinn: [ Sjá þú, eg sjálfur vil taka mína hjörð að mér og leita að þeim líka sem einn hirðir leitar að sínum sauðum nær eð þeir í burt villast frá hans hjörð. So vil eg leita að mínum sauðum og eg vil frelsa þá af öllum þeim stöðum í hverja þeir voru í burt dreifðir á þeim tíma þá eð það var so myrkt og dimmt. Eg vil útleiða þá frá öllu fólki og samansafna þeim af öllum löndum og eg vil innflytja þá í þeirra land og eg vil þeim fæðslu gefa á Ísraelsfjöllum og í öllum engiteigum og í öllum takmörkum landsins. Eg vil leiða þá inn til hins besta haglendis og þeirra sauðahús skal standa upp á háfjöllunum Ísraels. Þeir skulu liggja í einu lystilegu sauðahúsi og fá gott haglendi á Ísraelsfjöllum.

Eg vil sjálfur ala mína sauði og eg vil bæla þá, segir Drottinn Drottinn. Eg vil uppleita það glataða og leiða aftur það sem villtist og græða það hið lemstraða og gæta að því hinu vanfæra og eg vil geyma að því sem feitt og velfært er og eg vil hafa umhyggju fyrir þeim so sem þörf er.

En til yðar, mín hjörð, segir Drottinn Drottinn so: [ Sjá þú, eg vil dæma á millum sauðar og sauðar og á millum hrútanna og hafranna. Nægir það eigi að þér hafið so gott haglendi og so yfirfljótanleg að þér troðið það niður með fótum og so fagra brunna að drekka út af, so gnóglegana að þér stígið þar í og gjörið þá óhreina, so að mínir sauðir hljóta að eta það sem þér hafið með yðrum fótum niðurtroðið og drekka það sem þér hafið með yðrum fótum gruggugt gjört? Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo til þeirra: sjá þú, eg vil dæma á millum hins feita og hins magra sauðarins af því að þér sláið með fótunum og stangið frá yður það hið vanfæra með yðrum hornum þangað til að þér í burtrekið þá alla frá yður. Og eg vil hjálpa minni hjörð að þeir skulu ekki meir verða so að herfangi og eg vil dæma á millum sauðar og sauðar.

Og eg vil uppvekja þeim einn einka hirðir sem þá skal ala, einkum sem er minn þénari Davíð. [ Hann skal þeim fæðu gefa og hann skal vera þeirra hirðir. Og eg, Drottinn, vil vera þeirra Guð en minn þénari Davíð skal vera einn höfðingi á meðal þeirra. Það segi eg, Drottinn. Og eg vil gjöra einn friðarins sáttmála viður þá og í burt reka öll illskudýrin af landinu so að þeir skulu óhræddir búa á eyðimörkunum og sofa í skóginum. Eg vil blessa þá og allar mínar hæðir allt um kring og láta rigna yfir þá í réttan tíma, það skal vera ein blessunardögg, so að trén á akurlöndunum skulu bera sinn ávöxt og landið skal gefa sinn gróða og þeir skulu óhræddir búa í landinu. Og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn nær að eg hefi í sundurbrotið þeirra ok og frelsað þá af þeirra hendi hverjum þeir hlutu að þjóna. Og þeir skulu ekki meir heiðnum þjóðum að herfangi verða og engin dýr á jörðunni skulu meir uppsvelgja þá heldur skulu þeir öruggir búa án allrar hræðslu.

Og eg vil uppvekja þeim einn nafnfrægan aldinkvist að þeir skulu ekki meir líða hungur í landinu. Og þeir skulu ekki meir bera sinn kinnroða á meðal heiðinna þjóða. Og þeir skulu formerkja að eg, Drottinn þeirra Guð, er hjá þeim og að þeir eru mitt fólk af húsi Ísraels, segir Drottinn Drottinn. Já þér menn skuluð vera hjörðin minnar fæðslu og eg vil vera yðar Guð, segir Drottinn Drottinn.