VI.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, snú þínu augliti í gegn fjöllunum Ísraels og spáðu á móti þeim og seg þú svo: Þér Ísraelsfjöll, heyrið orð Drottin Drottins. So segir Drottinn Drottinn bæði til fjallanna og hæðanna, bæði til lækjanna og dalanna. Sjá þú, eg vil innflytja sverðið yfir yður og foreyða svo yðrar hæðir so að yðar ölturu skulu í eyði leggjast og yðrir afguðir í sundur brotnir verða. Og eg vil láta í hel slá yðra líkami fyrir þeim líkneskjunum. [ Já, eg vil fella líkami Ísraelssona fyrir yðrum líkneskjum og eg vil sundurdreifa yðar beinum í kringum yðar ölturu. Hvar eð þér búið þar skulu staðirnir í eyði verða og þær hæðirnar að óbyggðum. Því að þeir munu yðar öltörum foreyða og að óbyggðum gjöra og í sundur brjóta yðar afguði og til einskis gjöra þá og í sundur slá yðrar líkneskjur og yðrar stiktanir afmá og hinir í hel slegnu skulu liggja þar á meðal yðar svo að þér skuluð finna það að eg sé Drottinn.

En nokkra vil eg láta eftir verða af yður sem sér skulu fyrir sverðinu forðað geta á meðal heiðinna þjóða þá að eg hefi nú í sundur dreift yður í landinu. Þeir hinir sömu sem eftir eru orðnir af yður munu hugsa til mín á meðal þjóðanna þar sem þeir hljóta herteknir að vera þá að eg hefi nú í sundur slegið þeirra hóruhjarta sem í burt viku frá mér og þeirra hóruaugu sem skygndu eftir sínum skúrgoðum. Og þeir skulu iðrast sinna illgjörða sem þeir hafa framið með allsháttuðum svívirðingum og þeir skulu finna það að eg er Drotitnn og hafi það ekki til forgefins talað að gjöra þeim svoddan ógæfu.

Svo segir Drottinn Drottinn: Slá þú þínum höndum saman og stappa þínum fótum niður og seg svo: Vei yfir öllum illgjörðum svívirðinganna í húsi Ísraels! Þar fyrir skulu þeir falla fyrir sverði, hungri og drepsótt. Hann hver að fjarlægur er skal deyja af drepsótt og hinn sem nálægur er skal falla fyrir sverði. En hann hver eð eftir er orðinn og hefur getað forðað sér þá skal sá deyja af hungri. Svo vil eg nú fullkomna mína grimmdarreiði á meðal þeirra svo að þeir skulu finna það að eg er Drottinn nær eð hinir í hel slegnu út af þeim liggja þar á meðal afguðanna allt um kring þau öltörin þeirra, á öllum hæðunum og á öllum há fjöllum og undir öllum blómguðum viðartrjánum og undir öllum þykkgreinuðum stóreikum, út í hverjums töðum þeir færðu sínar ilmandi sætleiksfórnir fyrir alls kyns skúrgoðum. Eg vil útrétta mína hönd á móti þeim og gjöra landið tómt og í eyði, í frá þeirri eyðimörkinni allt til Díblat hvar eð þeir búa. Og þeir skulu finna það að eg er Drottinn.