XLIIII.
Þetta er það orð sem skeði til Jeremia til allra þeirra Gyðinga sem bjuggu í Egyptalandi sem var í Migdal, í Takpanhes, í Nóf og í landinu Patros og sagði: [ So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Þér sáuð allt hði vonda sem eg lét koma yfir Jerúsalem og yfir alla staðina Júda og sjá, að þeir eru í eyði enn þennan dag og þar býr enginn inni. Og það sama fyrir þeirra illgirni sakir sem þeir frömdu að þeir reittu mig til reiði og gengu í burt og gáfu reykelsi og þjónuðu annarlegum guðum hverja það hverki þeir né þér né yðrir forfeður þá þekktu. Og eg senda ætíð til yðar alla mína þénara prophetana og lét segja yður: [ „Gjörið ekki svoddan svívirðingar hverjar eg hata.“ En þeir hlýddu ekki, þeir hneigðu ekki heldur sín eyru til að snúa sér í burt frá sínum vondskap so að þeir sneri sér og bæru ekki reykelsi annarlegum guðum. Þar fyrir upphófst mín reiði og grimmd og brann yfir stöðunum Júda og yfir strætunum í Jerúsalem so að þau urðu að eyðimörku og óbyggðum sem sjá má enn í dag.
Nú, so segir Drottinn Guð Sebaót, Guð Ísraels: Því gjöri þér so mikla illsku á móti yðar sjálfs eigin lífi fyrir hverja það upp skulu rætast á meðal yðar bæði karlmenn og konur, bæði börn og brjóstmylkingar af Júda, so það enginn af yður skal eftir vera? Af því þér reitið mig so til reiði með yðar handaverkum og berið reykelsi fyrir annarlega guði í Egyptalandi, þangað sem þér eruð inn farnir til herbergis so að þér yrðuð þar afmáðir og til bölvanar og til forsmánar á meðal allra heiðinna þjóða á jörðu. Hafi þér forgleymd ógæfunni yðvara foreldra og þeirri ólukkunni könungsins Júda og því lukkuleysinu þeirra eiginkvenna, þar til með yðvarri sjálfs ógæfu og óhamingju yuðvara eiginkvenna sem yfir yður hefur komið á Gyðingalandi og á þeim strætunum til Jerúsalem? Og þér auðmýkið yður enn ei allt til þessa dags og uggið eigi um yður og þér gangið ekki í mínu lögmáli og réttindum sem eg gaf yður og yðar forfeðrum.
Þar fyrir segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels so: [ Sjá þú, eg vil setja mitt auglit á móti yður til ógæfu og allt Júda skal afmáð verða. Og eg vil taka þá sem eftir eru vorðnir af Júda, þeir eð sínu augliti hafa snúið til að fara í Egyptaland og að staðfestast þar, so skal það fá einn enda með alla þá í Egyptalandi og þeir skulu falla fyrir sverði og fyrirfarast af hungri, bæði smáir og stórir, og þeir skulu deyja fyrir sverði og hungri og þeir skulu að særingum, að undrum, að bölvan og að forsmán verða. Eg vil og einnin vitja þeirra innbyggjaranna í Egyptalandi meður sverði, hungri og drepsótt, líka so sem það eg hefi gjört til Jerúsalem, so það enginn af þeim sem eftir eru vorðnir af Júda skal undan komast eða eftir vera, þeir eð þó eru fyrir þann skuld hingað komnir í Egyptaland að staðfestast hér so að þeir mættu því heldur aftur komast til Gyðingalands hvert eð þeir vildu gjarnan eiga aftur að koma og búa þar. En enginn af þeim skal þangað aftur koma utan þeir sem héðan flýja.
Þá svöruðu allir menn Jeremia, þeir sem vissu vel að þeirra húsfreyjur báru reykelsi annarlegum guðum, og allar þær konur sem þar stóðu í miklum fólksfjölda með öllu fólki því sem bjó í Egyptalandi og í Patros og sögðu: [ „Vér viljum ekki hlýða þér eftir þeim orðum sem þú talar til vor í nafni Drottins heldur viljum vér gjöra eftir öllum þeim orðum sem út ganga af vorum munni og vér viljum bera reykelsi fyrir þeirri himinsins [ Meleket og offra henni drykkjaroffri so sem vér og vorir forfeður, vorir konungar og höfðingjar hafa gjört í stöðunum Júda og á strætunum til Jerúsalem. Þá höfðum vér og einnin nóglegt brauð og þá gekk oss vel og sáum öngva ógæfu. En upp frá því að vér létum af að bera reykelsi himinsins Meleket og að offra henni drykkjaroffri þá höfum vér liðið brest á öllum hlutum og höfum forglatast fyrir sverði og hungri. Og svo líka þá nær eð vér bárum þeirra himinsins Meleket reykelsi og offruðum drykkjaroffri þá gjörðum vér það ekki utan með vilja vorra húsbænda að vér bökuðum henni brauðkökur og offruðum henni drykkjaroffri henni til umhyggju.“
Þá sagði Jeremias til alls fólksins, bæði karlmanna og kvenna og alls lýðsins sem svo hafði svarað honum: „Já, eg meina og einnin það Drottinn hafi minnst á þann reykelsisburðinn sem þér hafið framið í stöðunum Júda og á strætunum til Jerúsalem með yðar forfeðrum, konungum, höfðingjum og öllu fólkinu landsins og að hann hafi fest það í sínu hjarta so hann kunni ekki lengur að líða yðar vondslega breytni og svívirðingar sem þér gjörðuð hvar fyrir það einnin yðart land var so í eyði lagt og er fyrir það vorðið að forundran og að bölvan so að enginn býr þar inni so sem það stendur enn þennan dag, fyrir það að þér báruð reykelsið og syndguðust á móti Drottni og hlýdduð ekki raustinni Drottins og vilduð ekki ganga í hans lögmáli, réttindum og vitnisburðum, þar fyrir þá hefur yður skeð svoddan ógæfa so sem það stendur enn þennan dag.“
Og Jeremias sagði til alls fólksins og til allra kvennanna: „Heyrið orð Drottins, þér allir af Júda sem eruð í Egyptalandi: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Þér og yðrar húsfreyjur hafa talað það með yðar munni og fullkomnað það með yðar höndum sem þér sögðuð: Vér viljum halda vora lofan sem vér höfum heitið himinsins Meleket að bera henni reykelsi og offra henni drykkjaroffri. Nú vel, þér hafið ent yðra lofan og haldið yðart heit.
Svo heyrið nú orð Drottins, þér allir af Júda sem búið í Egyptalandi: Sjáið, eg sver við mitt hið mikla nafn, segir Drottinn, það mitt nafn skal ekki meir nefnast af nokkurs manns munni út af Júda í öllu Egyptalandi sem það segir: „So sannarlega sem Drottinn lifir“. Sjá þú, eg vil vaka yfir þeim til ógæfu og til einskis góðs svo að hver sem er í Egyptalandi út af Júda sá skal tortýnast fyrir sverði og hungri allt þar til að það hefur fengið einn enda með þeim. En þeir sem umflúið geta fyrir sverðinu þeir skulu þó aftur koma í landið Júda af Egyptalandi með einn lítinn flokk manna og allir þeir aðrir af Júda sem inn eru farnir í Egyptaland til að búa þar skulu þá formerkja hvers orð þá muni sannari vera, mín eður þeirra.
Og til merkis, segir Drottinn, það eg vil vitja yður í þessum stað so að þér skuluð vita að mitt orð skal sannarlegt vera yfir yður til ólukku þá segir Drottinn so: Sjá þú, eg vil gefa pharaonem Hafra konunginum af Egyptalandi í hans óvina hendur og þeirra sem leita eftir hans lífi, líka so sem eg gaf Zedechiam konunginn Júda í hans óvina hönd Nabúgodonosor konungsins af Babýlon og í þeirra hendur sem stunduðu eftir hans lífi.“ [